Verkalýðsblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 7

Verkalýðsblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 7
VERKALÝÐSBLAÐIÐ-SfÉTTABARÁTTAN 7 Hér ríkir auðvaldið Plássleysi er bölvaldur allra lítilla blaða sem hafa mikið að segja. Greinaflokkur sá sem x gangi er um efnahagsmálatillögur Alþýðubanda- lagsins hefur orðið fyrir barðinu á þeim fjanda. í síðasta tbl. VBL-STB urðum við að fresta birt- ingu framhalds hans og í tbl. þar áður urðum við að skera 2. hluta niður um helming. Bjartsýnisvonir okkar um að geta rumpað þessu af í þrem hlutum hafa því brugðist. Hér birtum við sem 3« hluta, síðari hluta 2. hluta og fyrri hluti þess þriðja. í næsta tbl. munum við reka endahnútinn með 4. hlutanum. Erlend stóriðja? Tillögur Abl. um 33$ framleiðtiiaukningu í iðnaði á næstu þrem árum eru einn- egin án tillits til alls skilnings marxista á ís- lensku auðvaldsþjóðfélagi. Meginskorður sem fram- leiðni íslensks iðnaðar eru settar eru smæð rekstar- eininga. Um það bil 93^ fyrirtækja er með færri en 30 starfsmenn í sinni þjón- ustu og 85/0 með færri en 10 starfsmenn. Aðgerðir til verulegrar framleiðniaukn- ingar byggjast því fyrst og fremst á aukinni samþjöppun, fækkun og stækkun fyrir- tækja. Tvær leiðir má fara í þá átt. Annars vegar að ýta undir stórfyrirtæki. sem fyrir eru (.sem flest eru í eigu SÍS), sameina mörg lítil fyrirtæki og meðalstðr og hins vegar að planta niður stóriðjum hór og þar á landinu. Síðari leiðin er öllu fljótteknari. Þegar álverk- smiðjunni var komið fyrir hór á landi á síðasta ára- tug leiddi það til u.þ.b. 2Ofo frainleiðniaukningar í iðnaði frá 1969—71* án ál- verksmiðjunnar var fram- leiðsluaukningin hins vegar aðeins um 11$ á sama ára- bili. Ekki þarf að taka það fram að snöggt átak í stór- iðjumálum krefst erlends fjármagns og tækniþekkingar, það krefst þess að erlendum fjölþjóðaauðhringum verði hleypt inn f landið. Framleiðni og laun "Með þessu á ... að vera unnt að bæta kjör fólks í framleiðsluiðnaði, sem eru með því lakasta sem gerist hórlendis,..." segir í til- lögum Alþýðubandalagsins. Hór sem fyrr lítur Abl. gersamlega framhjá auövalds- fyrirkomulaginu á iðnaðar- framleiðslunni. Aukinn gróði fyrirtækja skilar sór ekki sjálfgefið í vasa verka- fólks. Verkafólk þarf að sækja bætt kjör með valdi. Það hefur í það minnsta verið reynsla á aliri þess- ari öld. Hvaö þá ef erlend- ar stóriðjur verða á stefnu- skránni. Ef við tökum aftur dæmi frá árunum 1969-71, þá kemur í ljós að 2Q$ fram- leiðniaukning, þ.e. hver einstakur verkamaður fram- leiddi 20$ meiri verðmæti árið 1971 en árið 1969, - skilaði sór í u.þ.b. 14$ auknum kaupmætti verkamanns- launa. Mismunurinn hefur runnið til auðherranna. Aukin einokun Auk framleiðniaukandi Efnahagsmálatillögur Alþýðubandalagsins 3. hluti aðgeröa, sem lýst hefur verið hór að ofan og í fyrri greinum, leggur Al- þýðubandalagið fram fjöl- margar aðrar tillögur í efnahagsmálum. Þar má nefna nýs efnahagsráðuneytis, sparnaðarnefndir í ríkis- stofnunum og -fyrirtækjum, fækkun ríkisbanka, endur— skoðun olíusölu, fækkun tryggingarfólaga, fækkun heildsala, tölvumiðstöð fyrir verslunina, útþensla Innkaupastofnunar og skatta- breytingar svo eitthvað só nefnt. Ekki er hægt að fara ofan í hverja aðgerð fyrir sig. Plássið í VBL-STB gefur ekki ráðrúm til þess. í heild má segja að þess— ar tillögur miði að því að einfalda yfirbyggingu ís- lenska þjóðfólagsins. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Borgaraleg umhyggja • Tillögusmiðir Bandalags- ins virðast ekki hafa marx- ismann að leiðarljósi. Hug- myndir þeirra beinast ein- göngu að aukinni samþjöppun og einokun. Þeim er mest umhugað um að efla ráðandi hluta borgarastóttarinnar á íslandi, einokunarauð- vaidið. Þó verður að segjast eins og er, að þessi um- hyggja tillögusmiðanna er engan veginn meðvituð x marxískum skilningi. Þeir hugsa einfaldlega ekki út frá stóttarlegum sjónarmið- um. Aukin samþjöppun í þeirra huga er fyrst og fremst ætluð til að "gefa svigrúm til betri lífs- kjara" almennings. Þeir líta á það, að því er virð- ist, sem sjálfgefinn hlut. Hversu þverstætt sem það kann .að hljóma þá skín í gegn í öllum málflutningum að 1. við lifum ekki við auðvaldsskipulag og 2. fækk- un (og stækkun) einokunar- borgaranna er til hagsbðta fyrir alþýðuna. Um það þarf ekki að fjöl- yrða hversu gagnstætt þetta er öllum marxískum sjónar- miðum. óhs.. Neyðin kennir naktri konu Senn vorar. Og kannski er líka vor framundan hjá marx-lenínistum eftir fjarska drungalegan vetur. Loksins hafa fylgjendur stefnu Marx, Leníns, Maós og fleirri slíkra skörunga komist að raun um, eftir að kommúníska hreyfingin hefur liðið fyrir sundrung- arstarfsemi þeirra og deil- ur um keisarans skegg í u.þ.b. hálfan áratug, að heppilegast só að starfa saman, ef einhver árangur á að nást í verkalýðsbar- áttunni. Því miður gerist þetta ekki fyrr en starf- andi fólagar Eik og Kfí eru orðnir það fáir, að þeir geta myndað meðalstór- an saumaklúbb. Eðlilega hafa margir fylgjendur þessara samtaka snúið baki við pólitískri starfsemi - í bili a.m.k. - enda löngu orðnir dauðleiðir á barna- skap og sandkassaleik for- • • • ystumanna þessarar hreyf- ingar. Meðan þessi samtök voru upp á sitt besta þótt- ust þau geta molað hvort annað mólinu smærra, þó ekki væri nema með fræði- legum orðaflaumi. Sú tíð er vonandi liðin. Eða eins og gamalt spakmæli segir: Neyðin kennir naktri konu að spinna. í síðasta tölublaði hins sameiginlega málgagns Kfí og Eik er rætt um formlega sameiningu með stofnun nýrra samtaka fyrir augum í lok aprílmánaðar. Það er vitaskuld skynsamleg ráð- stöfun að tala um samtök en ekki flokk í þessu sam- hengi. Það þarf varla að diela um það# að Kfí hefur aldrei getað gegnt hlut- verki forystuflokks og þó þessi samtök hafi samein- ast er styrkleiki þeirra ekki meiri en svo, að sam- takaheitið verðui: að nægja fyrst um sinn. Til að unnt só að mynda hór verkalýðs- flokk, sem því nafni getur kallast þarf að sjálfsögðu meira til. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að vinna upp fylgishrun síðustu ára. En betur má ef duga skal. Það þarf að ganga enn lengra í þá átt að sameina alla róttæka sósíalista á ís- landi. Marx-lenínistar verða að reyna að taka höndum saman við fólaga Fylkingarimiar og þá fjöl- mörgu, sem um árabil hafa lagt hald sitt og traust á Alþýðubandalagið, en horft vonsviknum augum á hægri- þróun þess. Slík samtök þurfa einnig að ná umtals- verðum árangri innan verka- lvðshreyfingarinnar eigi þau að rísa undir því nafni og geta kallað sig forystu- flokk verkalýðsstóttarinnar. Það er því mikið starf fyrir höndum, því segja má, að nú þurfi aftur að byrja á byrjuninni. árangurinn mun því vafalaust ekki sjá dagsins ljós, svona fyrst I stað. Þó skal því ekki haldið fram að fórnfúst starf marx-lenínista undan- farinn áratug hefa verið unnið fyrir gýg. Þessu lang- varandi tímabili barnasjúk- dóma kommúnismans er von- andi lokið, en af því verð- ur að sjálfsögðu að draga mikilvæga lærdóma, mikil- væga lxfsreynslu, svo að unnt só að koma I veg fyrir, að sömu mistökin endurtaki sig ennþá einu sinni. Dagleg lífsbarátta alþýðufólks verður að skipa öndvegi hjá hinum nýju samtökum, eigi einhver ár- angur nást, og barátta fyrir bættum kjörum á öll— um sviðum þjóðlífsins. Að lokum fylgja svo góð- ar óskir til samtaka marx- lenínista af nýrri gerð. Dufþakur Kjarabaráttan erlendis er ekki fréttaefni Verkfall starfsmanna bensínbirgðastöðva I Kaupw mannahöfn hefur nú nær gert höfuðborgina bensfn- lausa. Um 500 vagnstjórar strætisvagna í Osló og ná- lægum bæjum hafa lagt riiður vinnu og krefjast sömu launa og vagnstjórar opin- berra strætófólaga. Um nokkurra vikna skeið hafa slökkviliðsmenn I stórborgum Bandaríkjanna farið í verkföll til að leggja áherslu á kröfur sínar um almenna launa— samninga. Fregnir af launa- og róttindabaráttu vinnandi fólks vfða um heim eru ekki fróttaefni í fjölmiðlum hór á landi. Staðreyndin er samt sú að löndum Evr— ópu og Ameríku eru háð stór og smá verkföll og margvíslegar aðgerðir. I öllum slíkum tilfellum færa verkföllin og aðgerð- ir vinnandi fólks því mikla baráttureynslu og kjarabæt- ur strax eða síðar. Flest þessara verkfalla eru daiand ólögleg af yfirvöldum og með þvf móti m.a. reynt að hindra aðra í að fara að dæmi verkfallsmanna. En lítið stoðar. Verkföll einstaltra hópa eða starfs- manna einstakra vinnustaða verða æ fleiri og baráttu— reynslan dreifist víða. E.t.v. er þögn stóru ís- lensku f jölmiðlanna um hverskonar verkfallsbaráttu erlendis liður f sameinuðu átaki auðvalds og ríkis til að halda niðri launabaráttu íslensks launafólks? Æ Framhald af síðu 2. Nýtt frumvarp -bættástand? fleiri atriði, sem eru þverbrotin, en umfram allt er mikilvægt, að menn fari að kynna sór þessi mál, krefjist þess að fá aðgang að upplýsingum og krefjist þess að stóttarfólögin hafi frumkvæði að því að þeim róttindum, sem við þó höfum fengið, só framfylgt. Ragnar. Framhald af baksfðu Akureyri: Dagvistarmál í brennidepli Ahugahópurinn boðaði til fundar með fulltrúum allra bæjarstjórnarflokk- anna til að ræða þessi mál. Aðeins einn fulltrúi mætti, fulltrúi Alþýðubandalags- ins, sem eitt flokka hefur sýnt einhvern skilning á þörfinni. Hinir lótu ekki sjá sig og höfðu ekki einu sinni fyrir því að afboða komu sína. Starf áhugahópsins hefur að öðru leyti einkum falist í umræðum innan hópsins og blaðaskrifum í akureyrsk blöð. Þeir lesendur sem áhuga hafa á að taka þátt í störf- um hópsins geta haft samband við Anette Bauder Jensen í síma 24979 hór á Akureyi. - F.

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.