Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 6
6 1. des. blaðið Höfum við gengið til góðs Sp jallað og spekúlerað fyrir verstan um fiest nema verðbólgu og gúanó — G. Margrét Oskarsdóttir skrifar: Þegarég varlltil stúlka, ákvað ég oft og mörgum sinnum aö næst þegar mamma færi út, skyldi ég klippa af mér allt hárið svo bræður minir gætu ekki hárreitt mig lengur. Seinna þegar ég vitkaðist, sá ég hve heimskulegt það væri því þá myndi enginn dást aö fallega hárinu mínu leng- ur. Nei, þaö væri mun snjallara að safna sem allra lengstum nöglum þvi þær gæti ég notaö i tvennum tilgangi, — klórað bræöur mina svoum munaði og llmt á þær rétt klippt blöð utan af kaffirót svo þær sýndust málaöar eins og neglur kvik- myndastjarnanna. Þó þessar fyrirætlanir mlnar yröu næsta haldlitlarþegartil lengdarlét, hélt ég áfram aö imynda mér mig í ýmsum myndum, sem Melkorku, Auði djúpúðgu, konu Tarsans, dóttur Roy Rogers, Florens Nightingale næst þegar strið skylli yfir veröldina, Brieti Bjamhéöins- dóttur, konuna sem sprengdi alla gáfna- prófsskala og nei... það myndi æra óstöðugan að reyna að rifja það allt upp sem hugur minn og háleitar hugsjónir stefndu aö. 1 bamaskóla fengum viðeinu sinni það verkefni aö skrifa ritgerð um hjátrú og myrkfælni. Ritgerðin min er löngu týnd en mér eru enn minnisstæö lokaorð æsku- vinkonu minnar, önnu Aslaugar Ragnarsdóttur. Orðrétt man ég þau ekki en efnislega voru þau eitthvaö á þessa leiö. „Enn er ég myrkfælin, en ég myndi sakna einhvers af sjálfri mér ef myrk- fælnin hyrfi með öllu”. Ég vona aö Anna sé enn pinulitiö myrkfælin. En vikjum áftur að hinum háleitu hug- sjónum bernskunnar. Ég geri ráð fyrir þvi að fleiri draumar rætist i dag en t.d. fyrir 50 til 100 árum þá einkum er varða menntun, sæmilega lifsafkomu góöa heilsu, ferðalög heima ogheiman og fleira i þessum dúr. En þvi i ósköpunum virðist þá allt á heljarþröm? Hvers vegna fjar- lægjumst viö svo ört hvert annaö? Ætti ekki einmitt aukin menntun og sameigin- leg menning okkar — svo ég nefni nú ekki betri samgöngur! aö færa okkur nær hvert öðru. Þyrftum við e.t.v. að hverfa oftar aftur til þess tima þegar við lágum undir hlýrri sænginni og létum okkur dreyma um konuna með lampann eða skulfum af hræðslu við Glám sem lá undir rúminu okkar. Hver veit? Hefur mennt- unin gert okkur vélræn? Er arfleifö for- mæðra okkar og forfeðra hlægileg? Er Tiún e.t.v. eingöngu fyrir menn sem telja sig upp yfir sauðsvartan almúgann hafna? ,Ég hrifst af öllu sem er raun- hæft og fallegt Um þaö leyti sem ég páraði þetta grein- arkorn og menningarvitar þjóðarinnar upplýstu okkur um dónalega fýluna I gúanótextunum, skrapp ég niöur á elli- heimili og fékk mér kaffisopa með Guðrúnu Finnbogadóttur sem veitir heimilinu forstöðu með miklum myndar- brag. Viðtókum tal saman sem birtist hér nokkurn veginn orörétt: — Nú hefur þú mikla þekkingu á islenskri ljóðlist og kannt fjöldann allan af ljóöum. Hver var kveikjan að þessum áhuga þi'num? — Þekkingu hefi ég litla en ég hefi yndi af ljóöum og tilfinningu fyrir fegurö og töframætti islenskrar tungu sem er og veröur hornsteinn Islenskrar menningar. Mér er nær aö halda aö kveikjan sé ætt- læg, lítillneisti getur oröiðað góðri glóö ef aö er hlúð. Kennari minn, Steinn Emils- son á þar stóran hlut, æskuheimili mitt og siðast en ekki sist eiginmaður minn, Gunnlaugur Halldórsson. — Hvaðan komst þú til Isafjaröar? — Ég er sjómannsdóttir frá Bolungar- vik og alin upp við þau k jör sem sjómönn- um voru almennt búin, baráttan hörö og kjörin kröpp en umhyggja og árverkni góðra foreldra bætti allt og græddi. Hóg- vær gamansemi lá i loftinu, sögur og ljóð voru lesin upphátt, lagið tekiö og spilaö og sungið af hjartans lyst. Viö þennan arin æsku minnar dvel ég oft. — Telur þú að þekking og áhugi á ljóð- list sé almenn meðal manna i dag? — Ég veit þaö nú ekki vel. Viöa geta gullkornin leynst. Kannskiér áhugi á ljóð- um eitthvað minni en áður var. En ef viö viljum finna fagurt og listrænt ljóð þá göngum við kurteislega framhjá gervi- mönnunum sem kalla sig ljóðskáld, og leitum til þeirra eldri. Snillinganna svo sem Tómasar, Daviðs, Einars Ben., Stefáns frá Hvftadal, Þorsteins Erlings- sonar og marga fleiri mætti telja. — Hefur þú áhuga á leik og tónlist? — Já, þaö er bæði skemmtilegt og þroskandi að fást viö leiklist. Það er einn- iggaman að sjá og heyra leikendur gæöa hlutverkin lifi og persónuleika. Tónlistin er ómissandi. Hún er ein af bestu gjöfum guðs. Hvað væri veröldin án tónlistar? — Hvað um myndlist? — Myndlist hef ég alltof litiö kynnst én ég hrifst af öllu sem er raunhæft og fallegt, hvort heldur er mynd, smiðisgrip- ur, vefnaður, vel kveðin visa eða skemmtilegt lag. Svo mörg voru þau orö. Japanskur dans eða Noregs- konunga sögur Er menning og menningarlif eingöngu listaháti'ðar, kokteilboð i módelkjólum, Japanskur dans á torgum, nýjasta bók Laxness eöa Auðar Haralds? Ég vona að enginn skilji orð min þannig að ég eflist andartak um það aö fyrr- greind atriði séu hluti af menningarlffi okkar Islendinga. En einhvern veginn finnst mér öll um- ræða um þessi mál þess eðlis aö aðeins örfáir gáfumenn telji sig þess umkomna að fjalla um þau af viti. Það má vel vera að einhverjum finnist ég full fordóma og öfundar I garö menningarvitanna. En það er rangt. Aðdáun min er hins vegar óskipt á þeim mönnum sem hafa frætt mig og kennt mér að njóta lista. Þar á ég við margt óskólagengiö fólk sem er slikur hafsjór af fróðleik og þekkingu á menn- ingu okkar að unun er á að hlýða. Ein er sú kona sem ég sótti mikið til þegar ég var barn. Hún heitir Hallfriöur Finnbogadóttir fædd I Bolungarvik á * «r A*SJ Ströndum. I dag er hún 91 árs og heilsan farin að gefa sig; Einhverju sinni baö ég hana að segja mér frá Vökunni. Eftir rökkursvefninn, sem var mislang- ur eftir árstima hófst Vakan. Lýsislamp- anum var þá þar fyrir komiö sem hann gaf bestu birtuna og vinnan hófst, tó- vinna, smiðar og sitthvaö fleira. Allir unnu nema sá sem las eöa kvað rimur, sem litið þykir variö i núna. Siðasta sumardag var byrjaö aö lesa hugvekjur, eftir ymsa höfunda, þær entust fram að jólum. A aöfangadag hófst lestur fæðingarsálma, og hugvekjur þar um. Siðan tóku við Passlusálmarnir fram aö páskum, þá upprisusálmar til hVitasunnu og svo ýmsar hugvekjur. Vidalinspostilla var lesin hvern sunnudag. Riddarasögur, ýmsar kynjasögur, ævintýri, og auðvitað voru lslendingasögurnar lika lesnar. Viö fengum bækur lánaðar hjá Lestrarfélag- inu, viö lásum allt mögulegt. Astarsögur, útlegumannasögur, sögur Noregskon- unga og tslendingasögumar. Þær læröi maöur næstum utanbókar!!. Skyldi þetta vera algengt i dag? Gáfumannafélagið — Ég hef einnig verið svo lánsöm aö kynnast hámenntuðum mönnum sem hafa veriöóþreytandi viö að miöla mér af visku sinni. Hjá svona fólki líöur mér vel. Þaö þarf ekki aö slá um sig meö útlendum orðum eða svo flóknum útskýringum á ljóöi eða málverki að allt hringsnýst i höföinu á mér þegar það hefur lokið máli „ Við felum ekki lengur blóði litaðar neglur okkar! ”

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.