Stúdentablaðið - 01.12.1980, Qupperneq 9
l. des. ’blaöið ■
9
við framliðna konu
um menninguna og menntunina
og um það hvernig sœl alþýðan kemur þar nœrri
3
VANGAVELTUR
C
1
— Þú spuröir um menninguna,
segir hún og tekur fram kaffi-
gögnin og býr sig til aö hella
uppá.
— Viltu hafa þaö svart?
— Já, segi ég.
— Nú er kaffið yfriö nóg og
kannski það sé menningin — ekki
fæst hann Davið Kaffiexport
lengur.
Hún er fljót aö hella uppá —
ekki i fyrsta skipti sem hún gerir
þaö enda er hún komin fast að átt-
ræðu. Hún býður mér til stofu en
þar stendur dekkað borð.
— Bragðaðu á sykurvarn-
ingnum, segir hún. Menningin —
manni gafst nú ekki mikill timi
hér fyrrum til að hugsa stift um
hana. Maður hugsaði fyrst og
fremst um það eitt að draga fram
lifiö. Ég lagði fyrir mig sauma —
ungum stúlkum i den tid stóð ekki
margttil boða — annað hvort var
aö fara i fiskinn eöa i sauma — já
sumar fóru i kaupavinnu og komu
aldrei aftur. Þær greru fastar við
moldarkofana og ólu barna-
hópana einsog biðukollan fræin.
— En menningin, spyr ég og
sötra kaffið.
— Svona eftirá — þá finnst mér
aö menningin hafa verið vinnan.
Ég þótti nokkuð góð saumakona
hér á árum áður. Heldri frúrnar
söttust eftir mér til sauma. Ég fór
ihúsogsaumaði — já ég gistiþar
i nokkra daga og borðaði góðan
mat — ja það má eiginlega segja
aö ég hafi verið farandsaumakona.
Ég saumaði fallega kjóla og
kápuflikur sem ég sjálf hafði
aldrei efni á að eignast. Á heim-
ilum þessara heldri frúa heyrði
ég leikið á hljóðfæri og farið meö
sögur óg útlenzk ljóð. En þetta
hreyföi aldrei viö mér — þetta var
andblær frá veröld sem ég átti
ekki heima i — ég kunni bezt viö
fornsögurnar og svo bifliusög-
urnar. Þessar heldri frúr — þær
eru nú allar löngu dánar — þær
sögðust fara með þessi ljóð og
lesa rómana ef þeim leiddist. En
ég hef alltaf haft ljóö og sögyr
meö inni gleðina — já þegar mér
hefur liðið vel. Ef mér leiddist —
sem kom nú sjaldnast fyrir — þá
gekk ég vestur á mela.
— Voru þessar konur sem þú
saumaöir fyrir menntaðar?
— Tja þær voru nú menntaðar á
sina visu. En þeirra menntun var
annarrar artar en min — þær
voru ekki alþýðukonur — þær
höfðu alltaf stúlkur sem hrein-
gerðu og snerust i eldhúsinu.
Þessar heldri frúr, sem voru ind-
ælar frúr, þær spiluðu gjarna og
skröfuöu mikiðsaman — aðallega
umnáungann, já ogsvo fóru þær
meö þessi ljóð og sögur á dönsku.
Ég sá þær aldrei vinna —
karlarnir sáu um að skaffa þeim
peninga — ef þær þurftu þá á pen-
ingum aö halda. Þær voru
kannski sjálfsmenntaðar einsog
ég — en þó á aðra visu. Sauma-
skapurinn var min menntun og
menning. Hann var atvinnan rhin
— lifsbjörg min. Og að þessu leyti
var ég þeim ólik en lik svo ótal
öörum mörgum bæði konum og
körlum. Vinnan var hjá sumum
áþján — en ég reyndi alltaf að lita
á vinnuna sem menntun mina og
menningu — ég veit ekki hvað
hefði orðið um mig ef vinnan hefði
reyrtst, vera ok. Vinnuþrælkunin
var mikil — sér i lagi hjá karl-
mönnunum sem tóku lifiö alvar-
lega og voru það hraustir aö þeir
létu ekki undan. En Guð minn
góöur — það voru svo margir
sem létu undan — drukknuðu i
brennivini og ónyjungshætti —
ekkert er auðveldara en að flýja
lifið — ekkert er eins ömurlegt.
— En var þér aldrei hugsað um
þjóðfélagið — að það mætti
breyta þvi og snúa til réttlætis.
Hugsaðir þú aldrei úti það að þú
gætir breytt þjoöfélaginu með viö
horfi þinu til menntunar?
— Þúspyrö stórt vinur. Ég man
ekki fyrst hvenær ég heyrði þetta
orö þjóöfélag — þetta er félag
þjóðarinnar? ekki satt? Jú, mikil
skelfing. Ég hef alltaf viljað
breyta þjóðfélaginu — ég var
lengi vel Alþýðuflokksskona — jú
allar kynsslóðir ætla sér að
breyta félaginu en þetta er ekki
auðsótt mál — þeir sem stjórna
þessu blessuöu félagi hafa það
svo gott og þeim finnst allt vera i
stakasta lagi — en þaðer bara allt
i stakasta ólagi! Allir vinna — en
það fá ekki allir greitt sannvirði
fyrir vinnu sina. Alltaf skal ein-
hver klipa af — einhvers staðar!
Undarleg náttúra aö læðast oni
vasa annarra — og það oft i skjóli
laga! Ég saumaði — það var at-
vinna min — það var menntun og
menningmin. Enégvareiginlega
einhverskonar konuvarningur —
ég seldi mig ekki sem hóra heldur
sem þjálfuð nál — aðrar konur
seldu sig sem þrautþjálfaðar af-
þurrkur - ef ég má segja svo —
enn aörar sem eldhúsmellur
einsog þið segiö i dag En allt til
þess aö draga fram lifið. Þannig
hefur þetta gengið og já sú stund
kemur aö þetta breytist.
— En eftir á að hyggja hvað
finnst þér um menntun þina og
menningu nú þá þú ert komin á
efri ár?
— Tja, ég er ekki bitur þó svo
það megi kenna i svarinu: Ég
held aö þessi menntun og menn-
ing min hafi verið fremur rýr.
Sjáöu til vinnan er góð og gegn i
sjálfri sér— en við erum ekki
vinnudýr — jájá, vinnan skapar
ýmislegt I manninum, en ef hann
má aldrei vera aö þvi að lita
uppúr stritinu — til hvers þá? Eitt
er vist að skaparinn blessaður
hefur aldrei hugsað þetta svona —
einhverjir hafa fordjarfað þvi
spilverki-já, menntun min og
menning kom sér að góðu haldi og
kemurennnú á efri árum sé ég
afarvel hve mikils ég hef fariö á
mis i gamladaga. Ég hefi alltaf
haft góöa heilsu og nýti elliárin
vel og les og les og nýir áöur
óþekktir.heimar blasa við mér.
Ekki það að menning og menntun
sé lestur bóka einvörðungu — nei
heldur í bland með likamlegri
vinnu. Já, vinur , það er þjóðráð
hjá klnverjunum að senda
menntamennina annað veifið eða
reglulega útá akrana! Kannski
ættuð þið vestur á melum aö fara
á sjóinn eða i almenna verka-
mannavinnu tvisvar á vetri?
Aö svo mæltu kveðjumst við —
ég og þessi gamla kona — kaffiö
var gott þó exportslaust væri.
Kannski er maður eitthvað nær
þvi hvað menntun og menning er
— hvað alþýðumenning og al-
þýðumenntun ec. Saumakonan og
ég kveöjumst.
— Er viljinn frjáls eða er hann
bundinn takmörkunum?
— Ræður þú örlögum þinum
eða ert þú fórnarlamb örlag-
anna?
— Er myndin af sjálfum þér,
frá þér komin eða sérðu sjálfan
þig i gegnum aðra?
— Mótar rikið þig, eða þú
rikið?
Allar þessar spurningar bera
að sama brunni, þ.e. hvort hægt
sé að lita á hlut sem einangrað
fyrirbæri eða eingöngu I tengslum
viö annað.
Ljóst er aö maðurinn er félags-
vera. Hann er aldrei einn og
verður þvi aldrei skoðaður án
samhengis við umhverfi sitt.
Samskipti hans við aðra hlýtur að
leiða af sér vissa háttsemi, siöi og
venjur, gildi og norm, sem siöar
sumhver bindast i lögum. Allt
þetta mótar manninn og er jafn-
framt mannleg afurö. Maöurinn
er þá bæði skapari og arfleiðandi
menningar þess þjóðfélags em
hann fæðist i.
Og til hvers er ég að draga
þessar vangaveltur fram i dags-
birtuna? Jú, mig langar til að
vita, að hve miklu leyti við erum
gerendur þessa þjóöfélags og að
hve miklu leyti við erum þol-
endur. Kanna hvaöa form gilda i
þessári þjóöskipan okkar. Hverjir
hljóti völdin, hverjir lúti þeim og
af hverju þaö ákvarðast.
,,Hvað ætlarðu að verða þegar
þú ert orðinn stór, gói minn?” er
oft viðkvæðiö. Fólki er sett viss
gata tií að ganga lifsleiöina eftir.
Visst gildismat á öðrum mann-
eskjum og hlutum, viss rammi,
innan hvers okkur er gert skylt að
haga okkur. Og hlutverk i lifinu
sem er allt þetta, og samkvæmt
fyrirmælum stingum við okkur
ofan I vissa holu. Detti ein-
hverjum I hug að neita boðinu,
eða geti hann ekki annað, er hann
þegar orðinn minniháttar
Þolandi þjóöfélags.
Ein arfleifö fyrri tima er sú
skoðun aö manninum beri að
mennta sig. Og af henni eimir
eftir. Háskólinn er stökkpallur til
áhrifamestu staða þjóðfélagsins.
f seilingarf jarlægð biöur háskóla-
manna 6. og hæsta stétt pýramid-
ans, ef hliðsjón er höfö af þjóðfé-
lagsskala Wolfgangs Edelsteins
og Sigurjóns Björnssonar, þar
sem þeir er mest álits njóta eru
þeir sem peninga, menntun og
valdið hafa. Verkamanninum er
markaður bás i botni pýramid-
ans, þ.e. 1. og lægstu stétt þjóðfé-
lagsins. Ku könnun þessi fá niður-
stöðu sina frá almenningi, á
þeirri forsendu að verkamanna-
vinna sé i litlum metum höfð.
Kannanir sýna einnig að hreyfan-
leiki milli stétta er afar litill og i
raun haldi hver stétt áfram að
fæða af sér sina lika. Og hvernig
skyldi standa á þvi?
— Hafa ekki allir jafnan
aðgang aö menntun?
— Hvaö er það sem ákvaröar
að sumir ganga þá leið til enda en
aðrir ekki?
— A sér staö einhver
mismunun? Svo hlýtur að vera.
Barni er áskipuð staða eftir m.a.
búsetu og stööu fjölskyldu. Ahrif
hins fyrrnefnda á náms- og
starfsval eru mjög sterk. Hvaða
tilgang sér unglingur, ættaður frá
Fiskifirði, i þvi að mennta sig,
þegar gnótt atvinnutækifæra er á
staönum, sem ekki krefst si-
menntunar? Og hvað várðar
stöðu i fjölskyldu, þá vegur for-
dæmið sem foreldrar gefa, þungt
á vogarskálunum. Lifsskoðanir
þær sem barn verkamannsins
sækir úr sinu nánasta umhverfi,
eru yfirleitt af allt öðrum toga
spunnar en þær sem sonur
læknisins á að venjast. Af þessu
leiðir að menntunin er bæði skil-
yrði og afleiöing stéttskiptingar.
En segjum að þrátt fyrir letj-
andi aöstæöur, takist syni verka-
mannsins, fyrir eigin atorku, aö
komast til mennta.
— Hverju þjónar mennta-
kerfið? Er það ekki máttugasta
aflið til viðhalds og endurnýjunar
rikjandi þjóðskipulags? Getur
skólun róttæklingsins breytt
honum i íhald? Veröur hugsjónin
að engu þegar valdaaðstöðunni er
náð? Hættir sósialisminn að vera
til um leiö og sigur er unninn?
Ein afleiðing stéttskiptingar er
flokkaskipun vor. Þaö eru minnst
tveir „vinstri” flokkar viö lýði
hér á landi. Hvar eru verkin sem
tala? Risa flokkarnir undir
merkjum? Við búum við lýðræöi.
Ræöur þá lýöurinn? og þá komum
við að lokaspurningunni: Mótar
lýðurinn rikið, eöa rikiö hann? i
hverju er þetta lýðræði fólgið? Jú
i kosningum á 4 ára fresti.
Flokksvélarnar fara i gang. 1
kosningabaráttu á að leiöa lýðinn
i skilning um allan „sannleik-
ann”. A götum úti, i vinnu,
heima, i útvarpi, i sjónvarpi,
glymur i eyrum lýðsins allra
handa slagorö, loforð, og áheit,
skrum og fals, og stundum jafn-
vel lygi og ýkjur. Þingmenn eru
aö kaupa sér atkvæði. Hlutverk
flokksins er að telja lýönum trú
um aö hann sé hinn eini rétti. Véla
lýðinn á sitt band i krafti mælsk-
unnar.
i riti eftir Platon, orðar Sókra-
tes þaö svo, að til sé tvenns konar
sannfæring, annars vegar sem
skapi þekkingu, og hins vegar
sem skapi sannfæringu. Sú siöar-
nefnda sé á valdi mælskusnill-
ingsins. „Ef mælskumaður og
læknir ættu að kappræða þaö á
fundi hvor yrði kosinn læknir, þá
yrði læknirinn að gjalti, en hinn
málsnjalli hlyti kosningu.”
— Og þetta virðist raunin. 1
krafti flókins kerfis, sem þeir
einir hafa aðgang aö sem á valda-
stól sitja, geta þeir borið kjós-
endum hvað sem er á borð, mál-
flutningi sinum til stuðnings.
Upplýsingaflóði er lýðn-
um skammtað i gegnum fjöl-
miðla og flokksblöð sérhvers
flokks fyrir sig. Sumir meðtaka
þennan boðskap sem heilagan,
frá hendi þess flokks em þeir hafa
ánetjast. Hinn sem ekki hefur
gert upp hug sinn, veit ekki hver
fer rétt meö.
Sannleikurinn er fjórviður. Er
lýðurinn hæfur til að kjósa?
Svara þú mér.
Aldis Baldvinsdóttir.