Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1980, Side 10

Stúdentablaðið - 01.12.1980, Side 10
10 1. des. blaðið Alþýðuleikhúsiö var stofnað á Akureyri 4. júli 1975. Þrem árum siöar var starfsemi leikhússins flutt til Reykjavlkur. Að stofnun leikhússins stóð leikhópur sá sem gerði út frá Akureyri, fyrstu 3 árin, og flestir þeir leikarar sem útskrifast hafa frá Leiklistar- skóla tslands á undanfömum árum, auk annars atvinnu- og áhugafólks i leiklist. I dag eru meðlimir rúmlega fimmtlu. Tilgangurinn er aö reka leik- hús, sem er vettvangur framsæk- innar leiklistar og frjálsrar þjóö- félagsgagnrýni, i þvi augnamiði aö hvetja til skilnings á nauösyn róttækra þjóðfélagsbreytinga. Einnig gefur það nýjum leikurum tækifæri til að vinna að list sinni, enda taka hin hefðubundnu leik- hús mjög takmarkað inn af nýjum starfskröftum árlega. Leikhúsið leggur áherslu á að feröast meö sýningar slnar um landið og ná tÚ sem flestra. Þau verk sem leikhúsið sýnir um þessar mundir er barnaleik- ritið „Kóngsdóttirin sem kunni ekki að tala” eftir Cristinu And- erson. Leikstjóri og þýðandi er Þórunn Siguröardóttir. Sýningar eru I Lindarbæ þar sem leikhúsið hefur aðsetur. „Pæld’íði” eftir Fehrmann, Flugge og Franke. Leikritið fjallar um ástina, kyn- lifið og fleira og er ætlað ung- lingum. Leikstjori er Thomas Ahrens og þýðandi Jórunn Sigurðardóttir. Leikritiö er sýnt i skólum og sunnudaga á Hótel Borg og hefur aðsókn verið mjög góð. Æfingar eru hafnar á „Stjórnleysinginn sem dó af slys- förum” eftir Dario Foog „Konu”, þrem einþáttungum eftir sama höfund. Frumsýningar eru ráð- geröar i byrjun næsta árs. Einnig er margt fleira skemmtilegt I bi- gerð eftir þvl sem efni og ástæður leyfa. En það sem helst setur starfsemi leikhússins stólinn fyrir dyrnar er bágborinn fjárhagur. Rikisstyrkur nægir að greiða leiguna I Lindarbæ en annars er sýningum ætlað að standa undir sér, sem er út I hött miðaö við hvað húsið tekur fáa meðal ann- ars. En vonast er til, að starfið gangi vel I vetur þrátt fyrir fjárhags- erfiðleika, þvi nóg er af góðum kröftum með hugsjónir þó aö enginn lifi af þeim einum saman. Við skulum þvl vona að okkar indæla fjárveitingarvald sjái aö sér og auki fjárframlög til eflingar listsköpunar i landinu. R.M.G. Rækir Þióðleikhúsið «F __ _ _ mennin g arhlutv er k sitt sem skyldi? 1. des-nefnd Háskóla Islands fór þess á leit við Þjóöleik- húsráö að sýnt yrði atriöi úr Leikritinu Dags hrlðar spor eft- irValgarö Egilsson á fullveldis- degi íslendinga þann 1. des. næstkomandi. Leikritið gerist einmitt á þessum degi og vett- vangur þess er m.a. Háskóli Is- lands. Leikstjdri og leikarar ásamt höfundi verksins höfðu mikinn áhug á aö sýna hluta úr leikritinu, þar sem um það bil 45 minútna atriði I leiknum gerist I hátlðarsal Háskólans. 1. des-nefnd skrifaði Þjóðleik- húsráöi bréf um þetta efni. Ráð- iö svaraöi nefndinni ekki bréf- lega heldur slmleiðis, þar sem Þjóðleikhússtjóri rakti rökin i simann. Hann sagði það „prinsippmál” að sýna eácki úr leikriti sem verið væri að sýna I Þjóöleikhúsinu. Það er þó at- hyglisvert að Þjóðleikhúsráð samþykkti hins vegar að sýnt yrða nokkurra mlnutna (10 mln.) atriði úr leiknum þar sem aðeins einn leikari leikur. Leik- ararog ieikstjóri ásamt höfundi höföu hins vegar áhuga á að leika I um það bil 45 mlnútna atriði sem gerist I Hátlöarsal Háskólans eins og fyrr greinir. Það er með öllu óskiljanlegt hvers vegna Þjóöleikhúsráð samþykkir ekki að sýna atriði úr leiknum. Rök Þjóðleik- hússtjóra voru á þá lund að þaö væri neikvætt fyrir verkið ef sýnt yrði atriðið sem gerist I hátiðarsalnum. Hér er því um nokkurs konar ritskoðun að ræða, þar sem Þjóöleikhúsráö leggur mat á hvaða atriði skuli sýna og hvaö ekki og gengur i berhögg við vilja leikstjóra og leikara. Þjóðleikhúsráö fjallaði um bréf nefndarinnar þann 21. nóv. en svar barst ekki fyrr en þann 26. nóv. ogþað slmleiðis eftir að viö höföum gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við ráðamenn. Af þessu má sjá að timi okkar i 1. des-nefnd er naumur tilaö fá skemmtiatriði i stað 45 mfnútna leikþáttar sem við gerðum ráð fyrir. Við gengum út frá þvl aö bréf til Þjóðleikhússráös væri forms- atriði þar sem eins og marg- sinnis hefur komiö fram hér að ofan voru leikstjóri, leikarar og höfundur hlynnt þessu og full af áhuga . Menn hljóta aö velta þvi fyrir sér hvers konar ráö þetta Þjóðleikhússráð sé. Völd þess virðast óheyrileg þar sem það getur sett sig á móti sýningu sem fyrrgreindir aðilar höfðu fullan áhuga á að næði fram að gnaga.Auk þess er seinagangur ráösins og skipulagslaust svar við bréfi okkar til háborinnar skammar þar sem Þjóðleikhús- stjóri bað okkur aö skrifa form- legt bréf til ráðsins, en svarar okkur siðan simleiðis, löngu eft- ir að ákvöröun ráðsins var ljós. I þessu tilfelli viröast örfáir menn geta sett sig á móti vilja fjöldans sem ber hita og þunga af sjálfri sýningunni, svo og þeim sem er ætlað að njóta hennar. Rökin fyrir neituninni voru aöeins „prinsippatriði” eins og Sveinn orðaöi það, en hann vitnaöi ekki i nein lög þar aölútandi. Neitunin hljómar þvl eins og geðþóttaákvörðun örfárra manna. Viö vitum auk þess ekki hverjir sitja I ráöinu? Hvort fariö hafi fram atkvæöa- greiöslaog svo framvegis. Bréf- ritari veit þó að til eru ákvæði um það að Þjóðleikhúsið fari I skóla og kynni starfsemi sina. Þau ár sem ég hef stundaö nám hefurekkert leikritverið kynnt I Háskóla íslands á vegum Þjóð- leikhússins, né starfsemi, hlut- verk og tilgangur þess veriö kynnt eða rædd. Það hlýtur aö vera timi til kominn aö menn velti þvl fyrir sér hvort Þjóöleikhúsið ræki menningarhlutverk sitt sem skyldi. Guöbjörg Guðmundsdóttir. G.G. Fáfnir Hrafnsson Úr ljóðabókinni „Skóhljóð aldanna Verkalýðsforingjar Hálaunaðir embættismenn og aldraðir. Sjálfkjörnir árlega í áratugi. Rykfallnir af áratuga aðgerðarleysi. Sljóir af árlöngu nefndarfargi. Einstaka hafa verið krossaðir. Verkalýðsforingjar samdauna auðvaldi hafa dvalið áratugi í spilavíti. STAÐIÐ UPP FRA SAMNINGUM Svefndrukknir skrifuðu þeir undir Björn Snorri og Eðvarð. Studdir frá samningaborðinu margfræga komu þeir útí dagsbirtuna og tilkynntu nýjan smánarsamning þann tíunda i röðinni. AAargra vikna þóf varð að martröð nýju undanhaldi nýjum ósigri. Alþýðan gekk hljóðlát og niðurlút til vinnu en foringjarnir tóku við orðu. Steinunn Sigurðardóttir Úr ljóðabókinni „Vegsuinmerki” Fyrir þína hönd. Það er allt andstætt andstætt lif. Ég svo ung, svo ófríð illa gefin í einu orði: engu lík. Vagg í vinnunni, gæsahúð, svuntan dugir ótrúlega skammt og útstæð augun, saga til næsta bæjar eða varnirnar þykkar og frussast þegar ég tala. O væri ekki annað líf að loknu þessu labbaði ég í sjóinn strax í dag. (Einkum með hliðsjón af þessu: Svona eru ekki allir. Hvers á ég að gjalda? Sumir eiga kærasta og kunna líka dönsku. Enégáekki neittog hvaðkannég?) Heima er mamma heilsulaus og pabbi minn óður. AAaja litla rangeygð og barinh eins og fiskur. Ég geri það líka og hún grætur oftastnær. O væri ekki annað líf að loknu þessu labbaði ég í sjóinn strax í dag. Svo get ég ekkert, ekkert. Varla flakað. Það er verst. Ég bíð bara eftir hinu. Þetta er ekki þess virði. Og mig sem langar að syngja. Það er engu Ifkt að heyra migsyngja. AAér er sagt að þegja. Ég er svo vitlaus að ég get ekki einu sinni skrifað þetta. Það gerir kona útl bæ. En hvað veit hún. O væri ekki annað Iff að loknu þessu lúllaði éó f sjónum strax í dag. 1 ( Þaðer annaðIff. Þaðerannaðlíf. 0 , það er allt annað líf.)

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.