Stúdentablaðið - 01.12.1980, Page 11
1. des. blaðiö
n
r>r>
r>r>
Verkamaðurinn
Smásaga Höf. Svava Jakobsdóttir
Stundum fannst henni uppþvottavatnið ólga
í hálsinum á sér og óhreinir, kámugir diskar
frá þrjúþúsundsexhundruðogfimmtíu liðnum
dögum riða í loftháum stöflum á eldhús-
bekknum, reiðubúnir að kasta sér á hana og
grafa hana undir. Þá f lýði hún og settist i stól-
inn við stof ugluggann og gleymdi því, að hún
átti mann og börn og hluti, sem lifðu á henni
eins og snikjudýr. Og þegar hún hafði sann-
fært sjálfa sig um, að henni væri frjálst að
gleyma þeim, varð hún alein í heiminum og
fullkomlega haminqjusöm.
Þangað til maðurinn fór að vinna i lóðinni.
Þarna hjó hann og gróf í moldina rétt fyrir
utan gluggann allan guðslangan daginn:
gamall, lítill og lotinn maður í gráum vinnu-
buxum með hakann stöðugt reiddan til höggs:
háttbundnar, hægar, næstum þrjózkulegar
hreyfingar frá mitti og fram í fingurgóma,
upp og niður, síendurteknar eins og hjá dauð-
þreyttum manni í leikfimisal, sem heyrir
ekki, þegar gefin er skipun um að hætta. Og
konan hugsaði: Drottinn minn. Eru til frum-
stæðari áhöld í þessum heimi en haki og
skófla?
Maðurinn var henni ekki alls kostar ókunn-
ugur. Til skammst tíma hafði hann verið
bóndi á rýrri jörð inni í sveitinni. Núna var
hann fluttur í kaupstaðinn og vann í görðum. I
fyrstu hafð: hún verið fegin, þegar hann
byrjaði að laga umhverfis húsið. Hún hafði
hlakkað til að fá grænan blett, þegar
sumraði. En þetta var mikið verk, og mann-
inum dvaldist dag eftir dag fyrir utan
gluggann og hann hjó og gróf. Hún einsetti sér
að f ylgjast ekki með verkinu. Henni kom þessi
maður ekki við, en líf hans allt þrengdi sér
samt lævislega inn í vitund hennar: hvernig
hann hafði grafið svona í moldina með haka
og skóflu öllum stundum. Eins og hann héldi,
að hann gæti yfirunnið blett og blett í einu og
gert jörðina sér undirgefna— eins og hann
' héldi, að hann gæti sigrað hana að lokum, ef
aldrei linnti þessum sömu hreyf ingum upp og
niður, upp og niður, upp og niður. En
smáskeinur voru einu áverkar, sem hann
veitti henni. Hún hélt áf ram að vera jaf ngrýtt
og grá og ófrjó undir fótum hans: jafnþver-
móðskufull og stolt, líkt og það væri af náð
einni saman, að hún leyfði þessu mannkríli og
skepnum hans að ganga á ser: örugg um, að
hún mundi aldrei finna fyrir fótataki þeirra
hvort eð væri. Konan hafði séð þessar jarðir,
sem nú voru flestar komnar í eyði: og það
hvíldi yfir þeim mikið og ömurlegt vonleysi.
Og í stað þess að láta líf sitt og starf sér að
kenningu verða f lutti hann haka sinn og skóf lu
með sér i kaupstaðinn. Og hélt áfram að
höggva og grafa.
En þótt konan reyndi að horfa ekki á hann,
skynjaði hún ætíð hreyfingar hans upp og
niður, upp og niður: fyrst sem óþægilega
truflun, siðan sem hótun. Það var eins og
maðurinn væri kerfisbundið að brjóta niður
með haka sinum og skóflu þann varnargarð,
sem hún hafði hlaðið milli sín og hlutanna: og
þá gerðist þetta: diskar í þúsundatali, bollar
glös, krukkur, kústar, skálar komu skoppandi,
veltust inn, hióðust upp, veittust að henni alls-
ráðandi, almáttug: og peysa drengsins með
gatiðá olnboganum settist í kjöltu hennar: og
hún f ór að stoppa og stoppa og tókst aldrei að
komast fyrir gatið, og hún var orðin gömul, og
garnið þraut, og hún tók að slita grá hár úr
höfði sínu til að stoppa með, og þá var sonur
hennar orðinn f ullorðinn maður og vaxinn upp
úr peysunni. Og þá vissi hún, að það voru hlut-
irnir, sem höfðu lifað, en ekki hún.
Konan spratt upp af stólnum, Hún ætlaði
ekki að þola þetta lengur. Hún þoldi ekki
þennan mann og þetta eilífa ot hans og strit:
þetta hjakk hans í jörðina, sem.engan endi
ætlaði að taka og engan árangur bar. Heilan
mannsaldur hafði hann rótað í mold: ráðizt á
jörðina með haka og skóflu: og hvergi sáust
þess merki. Samt bar hann þessi verkfæri enn,
líkt og storkandi áminningu um tilgangsleysið
á þessari jörð.
Hún smeygði sér í kápuna. Hún ætlaði út til
hans og segja honum að hann mætti hætta í.
dag: veðrið væri of hráslagalegt: og i kvöld
ætlaði hún að biðja manninn sinn að segja
honum upp og fá einhvern með ýtu til að Ijúka
verkinu.
Gamli maðurinn í garðinum rétti úr sér,
þegar hann sá hana nálgast. Því nær sem hún
kom, því betur rétti hann úr sér, og hægt, en
markvist, þumlungaði hann sig upp í hæð sina.
Og nú, þar sem hún stóð f yrir f raman hann, sá
hún, að hann var ekki lítill maður. Og hann var
ekki heldur lotinn. Var það bara f yrir jörðinni,
sem hann beygði sig? Koma hennar virtist
hvorki vekja undrun hans né forvitni. Tillit
hans var rólegt og hávaðalaust og í því eitt-
hvað, sem gaf til kynna, að hann væri hafinn
yfir sigur eða ósigur: slíkt skipti ekki lengur
máli.
Og konan sagði allt annað en það, sem hún
hafði ætlaða sér að segja. Hún spurði, hvort
mætti ekki bjóða honum kaffi.
Hann þáði það og fór inn með henni. Og
meðan hann beið eftir kaffinu, stóð hann við
eldhúsgluggann og horfði inn í sveitina.
,,Héðan sést bærinn minn," sagði hann.
Konan fór út að glugganum, af því að hún
vildi gera honum til þægðar, og hún horfði inn
hrjóstrugan og gróðurlítinn dalinn .
„Annars ergamla bæjarstæðið bak við mel-
barðið en ég f lutti bæinn upp á hólinn. Vegna
útsýnisins. Þaðan sést alla leið til hafs, og í
góðu skyggni sá ég öll skip, sem sigldu fyrir
f jarðarmynnið. Þið ættuð að skreppa þangað
einhvern tíma og virða fyrir ykkur útsýnið."
Svo drakk ahann kaf f ið, þakkaði f yrir sig og
fór og hélt áfram að vinna i garðinum. En
konan hóf störf sín í eldhúsinu. Hún stóð við
uppþvottinn og tók ekki eftir sífelldlega
endurteknum, háttbundnum hreyfingum
sínum fram og aftur, fram og aftur, því að
hún var að hugsa um manninn, sem flutti
húsið sitt upp á hól með haka og skóf lu.
Magnús
Þór
Jónsson
Frh. af bls. 5
Þaö er i raun og veru málið: þú
getur farið i gegnum alla mina
texta — þú finnur ekkert um það
hvernig þú átt að lifa lifinu. Þvi,
eins og ég segi, ég geri bara at-
hugasemdir.”
—en kannski i þeirri von að fólk
taki eft'r þeim og reyni að bæta úr
hlutunum sjálft?
,,Ég er ekki þykkjuþungur
maður sem stendur með fingur á
lofti.”
— ”þegar fingurinn bendir á
tunglið horfið fiflið á fingurinn”?
,,Já, þarna er maður áttúru-
lega að benda fólki á að láta ekki
draga sig á asnaeyrum. Maður
verður að pæla eitthvað sjálfur.
Ég get ekki gefið neinar upp-
skriftir. En ef fólk pælir eitthvað i
þessum textum sem ég hef gert,
þá veröur það áreiðanlega ein-
hvers visari og það kemst eflaust
að einhverjum persónulegum
niðurstööum. En ég ber enga
ábyrgð á þvi. Ég hef jafnvel
reynslu af þvi, að menn hafa pælt
svo mikiö i minum textum, að
þeir hafa fengiö út miklu flottari
hluti en mér voru nokkurn „tima i
huga. Ég erþó sannfærður um það
að slíkt hefur talsvert gildi fyrir
fólk, a.m.k. persónulega. Þetta
fær þó fólk til að pæla sjálft, fá
þetta út fyrir sjálfan sig i gegnum
sjálfan sig.”
— Það er sem sagt manneskjan
sjálf sem gildir?
„Þaö er manneskjan sjálf sem
gildir. Þaö er alveg satt.
Þaö er málið.”
Þorvaröur Arnason.