Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Side 11

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Side 11
DESEMBER 1996 11 STUDENTABLÁÐIÐ meiri en í dæmum frá 1975 og 1970. Mismunandi greiðslubyrði kemur hins vegar betur fram þegar litið er á hvað endurgreiðslumar dreifast á mörg ár og hver meðalendurgreiðslan er á hveiju ári endurgreiðslunnar. Sjá súlurít: Meðalendurgreiðsla á ári af einni milljón króna Mismunur endurgreiðslubyrði enn meiri Upphaf endurgreiðslu er ekki aðeins ólíkt í kerfunum heldur einnig endurgreiðsluhraðinn. Þannig dreifist endurgreiðslubyrðin í hinum eldri kerfum á fleiri ár. Fyrir 1976 em endurgreiðslumar ekki tekjutengdar en það á hins vegar við eftir að verðtrygging var tekin upp. Endurgreiðslur þeirra sem luku námi í dæmunum frá 1970 og 1975 dreifðust á fimmtán ár. Tekjutengdar endurgreiðslur námsmanns úr kerfinu 1976-82 höfðu í för með sér að sá sem tók eina milljón króna í lán endurgreiddi það á tuttugu ámm, menn sem greiddu samkvæmt kerfinu frá 1982-92 endurgreiddu á sextán ámm og að óbreyttu endur- greiðslukerfi reiknast námsmanni sem lauk námi 1995 endurgreiðslur á einni milljón í ellefu ár. Þetta þýðir með öðmm orðum að árlegar endur- greiðslur em að meðaltali ffá 2.933 krónum hjá þeim sem lýkur námi 1975 en 98.909 krónur hjá náms- manni með námslok árið 1995. Til frekari glöggvunar er bent á með- fylgjandi töflu. í henni kemur ffam að meðalendurgreiðslubyrði á ári er um 58% þyngri nú en hún var í kerfinu fýrir 1982-1992, nær 100% þyngri en verðtryggðu lánin frá 1976-82, um 18 sinnum (1.798%) þyngri en ef endur- greiðslur hófust árið 1970 og um 34 sinnum (3.410%) þyngri en ef endur- greiðslur hófust árið 1975. Námsmenn undir fátæktar- mörkum - áhættuþáttur í námi Utdráttur: Áhætta í námi er óhófleg í núverandi námslánakerfi. Skakka- föll í námi eða veikindi leiða af sér háar bankaskuldir og skert lán. Erfitt eða ómögulegt getur verið að halda áfram í námi við þær aðstæður. Tillögur um samtímagreiðslur fela ekki í sér að engar kröfúr verði gerðar um námsframvindu hjá LÍN. Sam- tímagreiðslur fela hins vegar í sér að námsmenn greiða fyrir of lítinn námsárangur á einu misseri með árangri á því næsta eða í upp- tökuprófúm. Þannig dettur út hinn dýri milliliður, bankamir, og fjár- hagslegt öryggi eykst. Nú eiga náms- menn á hættu að falla undir fátæktar- mörk. Nærri 50% námsmanna höfðu tekjur sem teljast undir fátæktar- mörkum árið 1995 og um 34% náms- manna teljast hafa verið undir fátækt- armörkum á árunum 1986-95, ef marka má niðurstöður rannsókna Félagsvísindastofnunar Háskóla Is- lands á fátækt á íslandi. Þær voru m.a. birtar í Morgunblaðinu 12. október síðastliðinn en voru unnar fyrir norrænu ráðherranefndina. Tekjuhugtakið sem notað er í rann- sókninni er í öllum tilvikum fjöl- skyldutekjur á hvem fjölskyldu- meðhm, fyrir skatt. Meðtaldar em allar atvinnutekjur viðkomandi og maka hans, bætur frá almannatrygg- ingum, námslán og aðrar tekjur. Fátæktarmörkin em skilgreind við 50% af meðalijölskyldutekjum á mann. Sérstaka athygli vekur að námsmönnum er nærri því jafnhætt við því og atvinnulausum að lenda undir fátæktarmörkum. Um 36% atvinnulausra töldust undir þeim 1986-95 en um 34% námsmanna. Þetta hlutfall námsmanna undir fátæktarmörkum er jafnframt mun hærra en almennt gildir hjá ungu fólki. Um 13% fólks á bilinu 18-29 ára teljast undir fátæktarmörkum að meðtöldum námsmönnum. Öll gögn sem notuð eru í rannsókninni era fengin úr þjóðmálakönnunum Fé- lagsvísindastofnunar sem gerð er gegnum súna. Urtakinu er ekki fyrir- fram skipt niður eftir hópum og tak- markast nákvæmni könnunarinnar af því. Réttara er því að segja að niðurstöðumar gefi vísbendingar um raunveralega þróun lfemur en að þær svari þeim spumingum af fullkom- inni nákvæmni. Sjá töflu með hlutfalli fátækra í tilteknum hópum Taflan sýnir dreifingu þeirra sem falla undir skilgreind fátæktarmörk á íslandi í norrænni skýrslu um fátækt á Norðurlöndum. Þar segir m.a.: „Hlutfall námsmanna undir fátæktar- mörkum, 35%, kemur nokkuð á óvart, þar sem flestir hópar náms- manna á háskólastigi hafa aðgang að námslánum sem ætlað er að duga til ffamfærslu. Þó nýta ekki allir náms- menn sér þau og almennt virðist að- Meðalendurgrelðslur ó árl af 1 milljón kr. staða þeirra, jafúvel þótt þeir taki námslán, vera sambærileg við að- stöðu ellilífeyrisþcga.“ Sjálfsagt má deila lengi um skil- greiningu á fátækt og fátæktar- mörkum. Hitt verða menn að taka alvarlega: Þessar niðurstöður sýna svo ekki verður um villst að leggi ungt fólk út í nám er því mun hættara við að búa við kröpp kjör en ef það fer beint út á vinnumarkaðinn. Jafnvel þó að atvinnuleysi riki er atvinnulausum ekki hættara við að lenda undir fátæktarmörkum en námsfólki. Ef tölur sýna að menn þurfi að leggja það á sig í 4-5 ár að vera undir fátæktarmörkum til að öðlast menntun dregur það úr sókn ungs fólks fram menntaveginn. Sérstaklega má ætla að bamafólk veigri sér við að búa fjölskyldu sinni slík kjör. I umfjöllun um námslána- kerfið mega þessar staðreyndir ekki gleymast. Námsmenn era eins og hvert annað fólk sem leggja þarf hart að sér við vinnu. Munurinn felst fyrst og ffemst í því að nám veitir engar tekjur á meðan á því stendur. Það má ekki gleymast að hver einstaklingur velur hvort hann leitar menntunar eða lætur það vera. Námslán eiga að vera tæki til að gera fólki kleift að velja menntaveginn. Sjá línurít sem sýnir þróun fátæktar meðal námsmanna, atvinnulausra og ellilífeyrísþega 1986-1995 Taflan sýnir þróun á hlutfalli náms- manna undir fátæktarmörkum á íslandi árin 1986-1995. Upplýsing- amar era úr áðumefndri skýrslu sem unnin var fyrir norrænu ráðherra- nefndina. Þar segir jafnframt um þessa þróun: „Fátækt meðal náms- manna eykst við lok tfmabilsins, en var jafnframt tiltölulega mikil fyrir 1990 svo að það er erfitt að segja til um hvort þetta era tilviljunarkenndar sveiflur eða endurspegla breyttar aðstæður.“ Athygli vekur að ekki verður betur séð en að fjöldi náms- manna undir fátæktarmörkum virðist endurspegla þróun grunnframfærslu námslána allnákvæmlega. Jafhframt má sjá sviplíka spegilmynd í þróun meðalláns hjá LÍN. Þegar grannfram- færslan (og meðallánin) hafa hækkað eins og árin 1989-1991 hefur fátækum námsmönnum fækkað, en þegar grannframfærslan (og meðal- lánin) lækka eins og gerðist árin 1984-1986 annars vegar og árið 1991-1992 hins vegar þá fjölgar fátækum námsmönnum. Rétt er að taka fram að ekki er hægt að fullyrða að beint orsakasamband sé þama á milli, þó að gögnin bendi til þess að eitthvert samband sé fyrir hendi. Ástæða er til að grafast frekar fyrir um ástand þessara mála og orsakir. Eins er rétt að með fylgi að um þróun afkomu hjá öðram þjóðfélagshópum segir í nonrænu skýrslunni: ,diinir hópamir, ellilífeyrisþegar, hinir heimavinnandi og þeir sem era virkir á vinnumarkaði, haldast við svipuð mörk allt tímabiUð.“ Þróunin í hópi námsmanna virðist því samkvæmt þessu skilja sig frá almennri þróun í samfélaginu á þessu tímabili. Sjá töflu um áhættu I námi Taflan sýnir hversu lítið þarf út af að bera til að námsmenn lendi í veralegum fjárhagslegum vand- ræðum vegna skertra námslána. Ekki þarf nema að falla á einu eða tveimur prófum eða að bam viðkomandi veik- ist til að háar upphæðir standi eftir sem skuld við banka á yfirdráttar- vöxtum. I samtímagreiðslukerfi yrði um árangursskuld við LIN að ræða, sem greiða mætti með tilsvarandi árangri á næstu prófúm eða árangri á haustprófum. Sjá súlurit: Þróun grunnframfærslu námslána 1983-1995 + áhríf veikinda Súluritið sýnir þá 16,7% lækkun grunnframfærslu námslána sem gerð var árið 1991. Jafnframt sést vel hvemig skerðing námsláns vegna veikinda eða skakkafalla í námi magnar áhrif þessarar skerðingar. Þeir sem verða fyrir slíku era ekki aðeins undir fátæktarmörkum heldur eiga gjama yfir höfði sér háa yfir- dráttarskuld í banka. Lenda lánþegar undir fátækt- armörkum? Ástæða getur verið til að efast um að þeir sem njóta fullra námslána falli undir fátæktarmörk. Hins vegar geta margir þeirra sem aðeins fá skert lán eða engin lent neðan þessara marka. Að auki má benda á að eftirágreiðslu- kerfi námslána er byggt þannig upp að skerðing námsláns skilur eftir sig samsvarandi eftirstöðvar á yfirdrátt- arskuld í banka. Þeir sem veikjast, eignast böm eða falla á prófum era því í áhættuhópi, ef svo má kalla, auk þeirra sem ekki ná tilskilinni 75% námsframvindu, sem er forsenda þess að nokkurt námslán fáist afgreitt. Ljóst er að þörf er á frekari rann- sóknum á þessu sviði. Ahætta i námi Áætluð framfærsla Viðburður IMámslán, afgr. Bankaskuld Einstæður faðir með tvö börn 930.960 kr Fall í einu prófi (3e) 90% 93.096 kr 930.960 kr Fall í tveimur (6e) 80% 186.192 kr 930.960 kr Veikindi 75% 232.740 kr Einstakl. í samb. með eitt barn 611.550 kr Fall í einu prófi (3e) 90% 61.155 kr 611.550 kr Fall í tveimur (6e) 80% 122.310 kr 611.550 kr Veikindi/barneign 75% 152.888 kr Einstaklingur í leiguhúsnæði 498.700 kr Fall í einu prófi (3e) 90% 49.870 kr 498.700 kr Fall í tveimur (6e) 80% 99.740 kr 498.700 kr Veikindi/barneign 75% 124.675 kr Endurgreiðslur á 1 milljón króna í mismunandi námslánakerfum 1967-75 1967-75 1976-82 1982-92 1992-95 Námslok Námslok Námslok Námslok Námslok 1970 1975 1980 1990 1995 Greiðslufrestur frá námslokum 5 ár 5 ár 3 ár 3 ár 2 ár Fjöldi endur- greiðsluára Raunvirði 15 ár 15 ár 20 ár 16 ár 11 ár endurgreiðslna 83 þús. 44 þús. 1.000 þús. 1.000 þús. 1.088 þús. Meðalgr. á ári 5.533 kr. 2.933 kr. 50.000 kr. 62.500 kr. 98.909 kr.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.