Stúdentablaðið - 01.12.1996, Side 17
DESEMBER 1996
siúðéhtábláöIð
17
kvöddumst.
Heimspekideild vs lagadeiid-pirringurinn:
Heimspekideildameminn reynir að sannfœra sjálf-
an sig um að lagadeildarliðið sé bara heiladautt
pakk og endi sem afœtur irmi á einhverjum kontór.
Það komist ekkert annað að en peningar. En um
leið öfundar heimspekideildameminn laganem-
ann af þvífjárhagslega öryggi sem hann á eftir
að búa við íframtíðinni. Hann reynir þó að sœtta
sig við að hafa valið heimspekideildamám með
því að segja við sjálfan sig að hami eigi nú eftir
að enda í skemmtilegra starfi.
Eða hvað?
Laganeminn reynir að sannfæra sjálfan sig
um að heimspekideildarliðið sé tilgerðarlegt
pakk og endi semfúlirfræðimenn á einhverjum
lamtór. Það komist ekkert annað að en hafa það
gott. Um leið öfundar laganeminn þó heim-
spekideildamemann afþví að virðast geta
hangið endalaust á kaffihúsum, labbað t' gegn-
um námið og eigi svo hugsanlega eftir að
starfa við áhugamál sitt. Hann reynir þó að
sœtta sig við að hafa valið laganám með því
að segja við sjálfan sig að hann eigi nú eftir
að búa við góðan jjárhag íframtíðinni. Eða
hvað?
Fór í Stúdentakjallarann um kvöldið. Það
var lokað.
I >AÐ-ER-S AMT-ENGINN-KLÁRARI-
EN-ÉG-SYNDRÓMIÐ: Sú hugsun
Hskólanema og flestra annarra að enginn sé
' klárari en maður sjálfur. Að kannski sé ein-
hver klárari í einhverju einu en maður sjálf-
ur. En það sé þá hans sérsvið. Hskólanem-
anum og flestum öðrum finnst þeir samt
klárastir svona heildarlega séð. Og þó svo
Hskólaneminn geri sér grein fyrir að öðrum
finnist þetta kannski líka þá finnst honum aðr-
ir ekki pæla þetta jafn langt og hann sjálfur og
því sé hann samt klárastur. En svona hugsa allir
og þess vegna allir klárari en allir aðrir.
Semsagt föstudagur
Þegar maður tékkar á tölvupóstinum sfnum og
„You have no new mail“ kemur á skjáinn fær mað-
ur snert af höfnunartilfinningu. Las gamlan tölvu-
póst eftir mig og aðra í klukkutíma en dreif mig svo
á kaffihús, hugsaði um hvað ég lifði í vemduðu
umhverfi og fattaði upp fimm ný trikk til að ná sér
fritt í glas:
1. Drekka leifamar á borðunum. (Það er erfitt.
En fritt.)
2. Panta glas, þamba úr því, og borga svo
með ónýtu debetkorti. (Virkar bara
einu sinni á hverjum stað.)
3. Reyna við homma sem
stendur við barinn. (Passa
sig að verða ekki of full-
ur.)
4. Vera ógeðslega kammó við einhvem svona
næstum því frægan og hrósa honum í hástert. Ef
hann býður ekki í glas fyrir hrósið pantar maður
sjálfur tvö glös og þykist svo vera peningalaus.
5. Panta og þamba síðan úr helvítis glasinu án
þess að borga. (Virkar bara einu sinni á hveijum
stað.)
Djammaði heldur betur um kvöldið. Fritt. Trikk
númer 4 virkar best. Það er eiginlega hægt að nota
það á alla.
LÍFH) EFTIR B.A.-PÓSTSYNDRÓMIÐ; Al-
gengt meðal útskrifaðra Hskólanema sem hafa
ekki fengið neina vinnu „við sitt hæfi“. Hskóla-
nemanum fmnst hann hafa verið ótrúlega óhepp-
inn eða ekki ,4 klíkunni". Honum finnst þetta
fúlt því hann þykist vita að hann er einmitt ein-
staklingurinn sem ætti að ráða. Eina huggunin
er sú að það era margir aðrir útskrifaðir
Hskólanemar að hugsa nákvæmlega þetta
Allavega laugardagur
Gekk niður Laugaveginn og reykti. Reykti og
gekk upp Laugaveginn. Reykti Laugaveginn
og gekk. Settist svo inn á Sólon. Allt í einu
langaði mig til að flokka eitthvað. Kannski af
því að ég var einu sinni í heimspekilegum for-
spjallsvísindum hjá flokkunarmeistaranum Páli
Skúlasyni.
Ákvað að flokka íslenskar rasstýpur. Þær era ná-
kvæmlega ellefu:
Númer 1 er ÖFUGKINNI: Á öfugkinna er eins
og kinnamar hafi
víxlast eða eigandinn hafi farið vitlaust í rassinn.
Svona vinstri hægri-ragl þannig að kinnamar
falla ekki saman við skorana heldur vísa frá
henni og út á við eins og tveir bananar sem era
lagðir saman við endana.
Númer 2 er ÚTTSJAÚTTSJA: Últsjaúttsja-
rassinn hreyfist á hraðara tempói en restin af lík-
amanum og þegar maður horfir á hann skoppa aft-
an á manneskjunni er eins og hann sé að reka á
eftir henni og heldur svo áfram að bompsa upp og
niður í ákveðinn tíma þó að eigandinn nemi staðar.
Númer 3 er FLÆÐIFRIKKI: FlæðiFrikki er
reyndar afbrigði af
Útsjaútsja því að hann hreyfist líka þó að eig-
andinn nemi staðar en þó er munurinn sá að
hreyfmgamar hætta aldrei og þær líkjast
meiraiði. Allar líkamshreyfingar eig-
andans klárast í rassinum og flæða
likt og öldur í gegnum kinnamar.
Númer 4 er GRÁÐUGAGUGGA eða ÁT-
VAGLIÐ: Rassskoran á GráðuguGuggu er alltaf
nartandi í nærbuxur eigandans þannig að hann er
stöðugt að toga þær aftur niður úr kjaftinum á át-
vaglinu með pirraðri hreyfingu og lítur því út fyrir
að vera að pissa á sig. Svo þegar nærbuxumar
hafa verið togaðar til baka skekur eigandinn sig
allan ffá mitti og niðurúr til að rétta líkamann af
í nærbuxunum og fá Guggu til að halda kjafti.
Númer 5 er SKOPPITOMMI (stundum
bara kallaður JÓJÓ):
Skoppitommi hoppar upp hryggsúluna í
hveiju skrefi sem manneskjan tekur og ef mað-
ur er labbandi fyrir aftan Skoppitomma bíður
maður yfirleitt eftir því að hann skoppi alveg
upp í hnakka og það heyrist bjölluhljóð.
Númer 6 er KRUMPUKRISSI: Krumpu-
krissi er rass sem er allur í hönk og er eins og
klúður aftan á eigandanum. Enginn strúktúr eða
línur í rassinum og þegar manneskjan tyllir sér
lítur hún út fyrir að vera full og við það að velta
út af.
Númer 7 er BARBAPABBI; Barbapabbi er
rass þar sem önnur kinnin er rýmuð og minni en
hin. Stundum getur fólk verið með svo slæman
Barbapabba að það þarf að tylla annarri kinninni á
stólarminn til að ná jafnvægi í sætinu.
Númer 8 er AKADEMÍSKA ANNA: AA er ein-
hvem veginn samanherptur og göngulag eigandans
ekki ósvipað manns sem er nýstiginn af hestbaki.
Frekar stíft og klunnalegt og hvert skref virðist
sigur.
Númer 9 er STENMARK: Stenmark er þannig
að þrátt fyrir að eigandinn labbi sér áfram í róleg-
heitunum skýtur rassinn sér stöðugt aftur og til hlið-
anna. Enda ekki skrýtið að oftast era Stenmarkarar
klæddir í stretsbuxur sem þola mikla teygju.
Númer 10 er
SPÉKOPPAKIDDLSpékoppakiddi er slappur og
kinnfiskasoginn en skemmtilega brosandi rass og
alltaf mjög vinalegur. Númer 11 er svo
PALLLPalli er einhvem veginn einmana og um-
komulaus aftan á eigandanum. Hálf lúpulegur og
starir sorgmæddur til jarðar og alveg eins og hann
langi eitthvað annað. Nánast eins og hann tilheyri
ekki eigandanum heldur hafi honum verið skellt
aftan á hann löngu eftir fæðingu.
Fór heim.
ÉG-VEIT-HVERNIG-Á-AÐ-LIFA-
SYNDRÓMIÐ:Þegar Hskólaneminn hefúr loks-
ins fengið vinnu byijar honum að leiðast
ofsalega. Annaðhvort hugsar hann þá með
sér að þetta sé náttúrulega bara tímabundið
eða það sé ekkert vit í því að lifa svona.
Gefur svo allt ftamapot upp á bátinn og
byijar að dreyma um lítið kaffihús sem
hann ætlar að opna á Grikklandi. Eða
skútu og karabíska hafið. Og finnst hann
ofsalega ftjáls í nokkra daga.
Áður en hann veit af er hann orðinn fer-
tugur og bömin komin með „lífið eftir
B.A.-syndrómið“. Þegar hann les þetta
hugsar hann með sér: „Neinei. Ég er
öðravísi. Ég læt það aldrei koma fyrir.“
En svo kemur það fyrir.
Sko sunnudagur
Það er enginn skóli. Það er búið að rífa
allar byggingamar. Á miðri skólalóðinni
stendur Bjöm Bjamason og ber skilti
ofan í jörðina. Á skiltinu stendur: „HÉR
RÍS TÖLVUVER!" Ég hjálpa Bimi að
festa skilúð. Bjöm segir að tölvumar séu
framtíðin. Intemetið.
Tölvumar. Að tölvumar séu framúðin. í
ffamtíðinni rnuni fólk stunda fjamám,
fjarfæðingar, fjarpössun, fjarfjar og fjar-
jarðarfarir. Bjöm segir að þetta sé bylt-
ing. Hann segir að Hskólanemar muni
eignast stærsta tölvuver í hcimi. Bjöm
dregur upp poka og gefur mér módern
fyrir að hjálpa sér að festa skiltið. Bjöm
bendir upp í loft, og í ailar áttir, hann bað-
ar út höndunum, og segir: „Héma og alls
staðar. Er Neúð! Alls staðar! Hskólinn er
alls staðar núna. Engin landamæri! Fjar-
lægðir era úreltar." Bjöm gefur mér ann-
að módem. Bjöm gengur í burtu og
hverfur inn í risastóran tölvuskjá sem
fellur af himnum. Hann hverfur.
Svaf allan daginn.
ÉG-ER-SÁTT(UR)-SYNDRÓMIÐ:
Þegar ÉG-VEIT-HVERNIG-Á-AÐ-
LIFA-syndrómið er
liðið hjá og fyrr-
verandi Hskólanem-
inn er kominn með tvö
böm og enn fleiri reikninga
þykist hann samt meðvitaður um í hveiju
hann sé lentur. Einhvers staðar aftarlega í huganum
er þá svolítið böggandi hugsun um að hlutimir hafi
átt að fara allt öðravfsi. Fyrrverandi Hskólaneminn
reynir þá að sannfæra sjálfan sig um að hann sé
ennþá spes því hann sé meðvitaður um stöðu sína.
Og þó að draumamir hafi ekki ræst þá hugsi hann
nú samt öðravísi og eigi nú hugsanlega samt eftir
að gera dálítið merkilega hluti. Hann þurfi bara að
finna rétta tímann til þess. ■
Ó S K A R