Stúdentablaðið - 01.12.1996, Page 25
DESEMBER 1996
25
STÍIDENTABLA6ÍÐ
kaupa þetta vegna þess að
þama er eitthvað uppruna-
legt og sérstakt, svipað og
diskar með indíánasöng
seljast eins og lummur í Am-
eríku. Það er enginn kominn
til fslands til að sjá perlur og
hamborgara, þeir em hingað
komnir til að flýja slíkt. Má
bjóða einhverjum pönnukökur
með sykri?
Það þarf að sýna
fólki handbragðið sem liggur í
handritunum. Þessi ótrúlega
verkþekking sem liggur í verkun
skinnanna og bleksins sem lætur
þau endast í 600 ár við ótrúlegar
aðstæður. Einn kálfur í eina örk
Flateyjarbókar, 200 kálfar alls,
reiknið út kæm gestir hversu
marga hamborgara kjötið gæfi.
Fólk ætti að fá að prófa að rita nafn
sitt á skinn við kertaljós með ijöð-
urstaf. Enginn sem kemur til íslands
ætti að fara heim án þess að taka
rneð sér eina Njálu eða Laxdælu.
Taka með sér hluta af þjóðinni og
landinu. Þýðingar em til á meira en
fjömtíu tungumálum, þessar bækur
ætti auðvitað að vera hægt að kaupa
hér á landi, helst í safhinu. Um leið og
menn fá áhuga á fombókmenntunum
eykst áhugi á nútímabókmenntun-
um.
Aldraðir Norðmenn ættu
að flykkjast hingað í þjóðemislegar
pílagrímsferðir, ef íslendingar
hefðu ekki skráð sögu þeirra ættu
þeir enga sögu. Þeir ættu að koma
í sérstaka ferð og láta taka mynd
af sér við hlið Heimskringlu-
handrits og fara heim aftur. Það
væri hægt að blanda þjóðminj-
um saman við, sverðum og
silfri og öðm til að auka áhrifín.
Maður ætti að geta farið
í ferð gegnum bókmenntasög-
una frá upphafi allt til nútím-
ans. Leyfa fólki að lesa um
fegurstu ástina, hryllilegustu
vígin og djöfullegasta galdur-
inn. Þá fyrst myndu menn
skilja hvað það er að vera fs-
lendingur, þetta gæti orðið al-
hliða fræðslumiðstöð íslenskrar
menningar með fyrirlestrarsöl-
um þar sem Amastofnun væri í
nánum tengslum við fólkið og
íslenskudeild Háskólans, ekki
staður sem menn heimsækja einu
sinni með skólanum í tólf ára bekk
og síðan aldrei meir. Ekki grafhýsi
heldur lifandi safn.
Það væri synd að segja að
Konungsbók Eddukvæða væri fal-
leg bók. Hún er illa farin og þolir
illa hita- og rakabreytingar eða sól-
arljós. Það væri hægt að koma
henni fyrir í sérstökum helgidómi
með daufri tým og áður en maður
færi inn væri manni komið í skiln-
ing um hversu litlu munaði að
Hávamál og Völuspá og hetju-
kvæðin hefðu glatast.
Ég er ekki að tala um að hafa
öll handritin til sýnis og ég ber
fulla virðingu fyrir þessum ger-
semum. Það væri heldur ekki
mjög gáfulegt að ofmetta skyn-
færi fólks eins og þeir sem séð
hafa kílómetralanga endur-
reinsnarmálverkaveggfóðrið í
Louvre-safninu þekkja. Ég er
bara að tala um breytta fram-
setningu og breytt viðhorf, það
er hægt að setja ffarn gáfulega
hluti svo þeir virki spennandi og
það er hægt að berjast gegn er-
lendum áhrifum og íslenskri
lágkúm með hennar eigin að-
ferðum.
Það var ekki nema hálfur
sigur unninn með því að fá
handritin heim, það er ekki nóg
að bjarga þeim ffá glötun, það
þarf að skila þeim til þjóðar-
innar og heimsins alls, fyrr er ekki
búið að bjarga neinu. Bmninn í Kaup-
mannahöfn var lítill miðað við þann
hæga bmna sem á sér stað í heilum ís-
lendinga þegar skólalærdómnum um
menningararfinn er eytt til að rýma til
fyrir næstu kókauglýsingu. Af hverju
ætti maður að svekkja sig á því að
Gauks saga Trandilssonar sé týnd
þegar fæstir hafa lesið meira en fjórar
íslendingasögur en enga fomaldar-,
riddara-, helgi- eða konungasögu.
Handritin okkar mega ekki týnast
og gefast tröllum, við verðum að
gæta þess að breytast ekki í nátttröll
sem liggja á þeim og halda að þau
þoli ekki hvarmaljós heimsins. Ef
svo er þá getur ekki skipt miklu til
eða ffá hvort handritin em geymd
í danskri eða íslenskri geymslu.
Köstum perlunni fyrir svín en
sýnum fólki það sem virkilega
skiptir máli.
í Ámastofnun vinna
menn af þeirri kynslóð sem barðist fyr-
ir því að fá handritin heim og þeir hafa
unnið ómetanlegt starf í þágu þjóð-
arinnar með rannsóknum sínum.
En nú þarf meira til, við þurfum
að skila þeim aftur til þjóðar-
innar og heimsins alls, um leið
myndi áhugi aukast á því sem
fer fram í fræðilegu hliðinni.
Það þarf að breyta núverandi
húsnæði í kennslustofur en
koma Ámasafni fyrir á veg-
legri stað. Best væri auðvitað
að reisa allsheijar Islandssafn
með þjóðminjum og náttúm-
gripum og bókmenntunum.
Bjóðum íslendingum og
heiminum upp á kjamgott ís-
lenskt ofbeldi, gott íslenskt hatur,
íslenska sæmd, íslenska ást, allt
fléttað í meistaralegar sögur á gull-
aldarmáli bundnum í skinn. Liggj-
um ekki svo lengi á ijöreggi þjóð-
arinnar að það verði að fúleggi.
Andri Snær Magnason
j 4
afsláttur gegn framvísun
Renndu við á Hjól-vest
— það er lang-best.
HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR
VESTURBÆJAR
Ægisíða 102 við Esso
101 Reykjavík • Sími 552 3470
(Css^
MICHELIN Olíufélagiðhf NORÐDEKK