Mjölnir - 01.03.1934, Blaðsíða 6

Mjölnir - 01.03.1934, Blaðsíða 6
4 MJöLNIR girni þjóðarinnar, að það væri hin mesta svívirð- ing, ef farið væri að hrófla við þessum æfagömlu erfðum —- þingræði og lýðræði. — Þannig geta ekki aðrir hræsnað en þeir, sem allt eiga undir því, að öllu sé haldið í sama öngþveitinu og nú er valdamennirnir í flokkunum. Til þess að um lýðræði sé hægt að tala, þarf að vera til þjóð- arvilji, en hann er bara ekki til. Sá eini vilji, sem kemur fram í pólitisku líf hér, er vilji þeirra, sem stjórna flokkunum. I nafni Alþingis og lýð- ræðis nota þeir sér það vald, sem þeir hafa, til að hlaða undir sjálfa sig og tvístra þjóðinni. Nú ’nöfum við 42 húsbændur á heimilinu, og bráðum verða þeir fleiri. Myndi ekki nóg að hafa einn — þann bezta, að dómi þjóðarinnar sjálfrar? Hver getur verið í vafa, er hann á að velja milli þjóðarinnar og flokksforingjanna? Þjóðernissinn- um er borið það á brýn, að þeir ætli að afnema Alþingi. Þetta er blekking. Það kemur engum til hugar að afnema Alþingi, heldur aðeins skrípa- mynd þess, sem nú er nefnd svo, og samræmist að engu við þær hugmyndir, sem þjóðin yfirleitt gerir sér um þá stofnun. Það verður alltaf að vera til í hverju þjóðfélagi stofnun, sem fer með lög- gjafarvaldið. Það væri því meinloka í meira lagi að ætla sér að afnema Alþingi, til þess svo að fara að stofna einhverja aðra löggjafarsamkomu með öðru nafni. Hitt er annað mál, að það er nauð- synlegt og sjálfsagt að afnema þá klíkustarfsemi og hrossakaupstefnu, sem nú ræður ríkjum hér og skreytir sig með nafni Alþingis. Og því fyr, því betra. Það ætti að geta verið öllum ljóst, að það er hreinn óþarfi að hafa 42 þingmenn, hvað þá fleiri. Færri — t. d. 20—30 — eru alveg eins færir um að leysa vandamál þjóðarinnar. Þá er það og líka hin mesta óhæfa, sem nú viðgengst, að t. d. út- gerðamenn eða verzlunarmenn, sem ekki hafa hið minnsta vit á landbúnaðarmálum, hafi atkvæðis- rétt um mestvarðandi mál sveitanna. Eða þá að láta bændur, sem ekki hafa hina minnstu hug- mynd um smæstu hluti né stærstu, sem þurfa til botnvörpuveiða eða síldveiða, hafa atkvæðis- rétt um rekstur útvegsins. Það liggja fyrir ótal dæmi þess, að greidd hafa verið atkvæði á Al- þingi í ýmsum stórmálum, enda þótt hlutaðeig- endur hafi beinlínis lýst því yfir, að þeir hefðu enga þekkingu á málunum, jafnvel ekki til þess að tala um þau. Stjórn og úrlausnir mála, sem byg-gist á vanþekkingu, er iðuleg't fyrirbrigði í þjóðfélagi okkar og er beinlínis afleiðing af því þingræði, sem við eigum við að búa. Myndi það ekki verda heillavænlegra landi og þjóð, að um málin fjöiludu aðeins menn, sem heföu raunverulega þekkingu á þeim og vissu, hvaö þeir væru ad gera? Slíkt gæti aldrei leitt til áreksturs við hagsmuni þjóðarinnar, er þannig væri ráðið fram úr málum hennar að beztu manna yfirsýn. Eins og nú er komið málum, er ekki hið minnsta samræmi í stjórn landsins og hinna einstöku hluta þess — sveita og sýslufélaga. Þar ræður alveg sama pólitíkin — flokkadrættir og sundrung. Allt miðast við stjórnmálaskoðanir og hagsmuni hins ráðandi flokks. Sumstaðar fara Jafnaðarmenn með völdin, annarstaðar Framsóknarmenn og á þriðja staðnum Sjálfstæðismenn — en alstaðar ójafnaðarmenn. Hvergi er neitt sameiginlegt starf. Allir á móti öllu og allt á hausnum er alveg hæfi- legt brennimark á ástandið. Þess er að vænta, að þjóðin sjái, hvert stefnir og hvar lendir, ef þannig er haldið áfram. Þess er og að vænta, að íslenzka þjóðin sé enn svo þrekmikil, þrátt fyrir þau snikjudýr, sem á henni hafa lifað, að hún megni að opna augun og átta sig áður en hún er leidd fyrir björg. Islenzka þjóð- in verður að kasta af sér því oki, sem óvitrir menn hafa á hana lagt. Hún getur það, og þess vegna hefir hún ekki leyfi til að flytja það yfir á herð- ar óborinna ætta. Hún verður að viðurkenna það, að það elzta er ekki alltaf bezt, og þess vegna verður hún að hafa þor til að snúa við úr ógöng- unum og inn á nýjar leiðir. Eg trúi á þjóðina og landið okkar. Ég trúi þvi, að ennþá lifi í eðli Islendingsins hugrekki víkingsins og ættgöfgi for- feðra okkar — landnámsmannanna. Þess vegna veit ég, að hún getur það, sem hún vill, — - að hún samtaka getur lyft því Grettistaki, sem nú byrgir leiðina til betri megunar og nýrra möguleika. Islenzka þjóðin verður að sameinast, til að tæta sundur þann flóka óheilinda og haturs, sem nú hylur Islandi sólarsýn. Jóv Sigurðsson, stud. juris. Academia heitir nýstofnað félag háskólastúd- enta. Aðaltilgangur félagsins er að vinna gegn starfsemi Kommúnista innan Háskólans. Félagsins verður minnst nánar í næsta blaði.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.