Mjölnir - 01.03.1934, Blaðsíða 11

Mjölnir - 01.03.1934, Blaðsíða 11
MJÖLNIR 9 Hvað þetta síðara atriði snertir, dróst eitt lancl álfunnar aftur úr, Rússland. Það var menningar- leysið í landinu sjálfu ásamt öðrum ytri kring- umstæðum, sem gerði jarðveginn hæfan fyrir hina kommúnistísku byltingu. f Rússlandi var til stétt, sem var kúguð andlega og efnalega, og er það reyndar enn, þótt með öðru móti sé. Þróunin heimtar þá, að til séu atvinnustéttir, sem vinni í sameiningu að þjóðarheill. Þannig kemur þá í stórum dráttum þróunin þeim fyrir sjónir, sem ekki hafa látið blekkjast af lyga- kenningum og falsspádómum Kommúnista. Það var þá kenningin um, eilífa baráttu atvinnu- stéttanna innbyrðis og yfirráð annarar yfir hinni, sem hið kommúnistíska þúsund ára ríki var byggt á. Til þess að koma þessum fáránalegu kenning- um inn í fólkið, þarf að taka til mjög róttækra ráðstafana. Það þarf að ráðast á það, sem allar atvinnu- stéttir innan þjóðfélagsins eiga sameiginlegt. Siðalögmálin, þ. á m. eignarrétturinn o. s frv, eru þröskuldur. Fyrst er ráðizt á trúna og kirkjuna. Það er reynt að smeygja með lævíslegum rógi inn lítilsvirðingu fyrir siðalögmálum kirkjunnar, menn eru hvattir til hverskyns siðleysis — í kynferðismálum; þar með er grundvellinum kippt undan hinu heilbrigða heimilislífi, maðurinn er sviftur hinu eiginlegasta og sérstæðasta í eðli sínu, sterkustu driffjöðrinni til starfa er kippt burt. Það á að gera hann að siðlausasta dýri verald- arinnar, það á að ræna hann því eiginlega tak- marki, sem knýr hann til lífsbaráttunnar. Þetta er hinn breiði vegur, sem, eins og nú hátt- ar til hjá oss, er nógu greiðfær, þótt ekki sé eytt offjár í pappír og prentsvertu til að mæla með honum. — — í öðrum siðgæðismálum. — Menn eru hæddir fyrir fórnfýsi, hjálpsemi og örlæti, en hvattir til misþyrminga, skemmda og annara hermdarverka. I stuttu máli sagt, það á að fletta manninn öll- um beztu sálareigindum hans, sem hann hefir á- unnið sér með vaxandi þróun og siðmenningu. Þá er enn nokkuð til, sem heitir þjóðerni, það er annar ljóti þröskuldurinn. Nú er tekið til óspilltra málanna með að læða inn lítilsvirðingu fyrir öllu, sem getur minnt á sérstakt þjóðerni. Söguhetjur þjóðarinnar, sagnir og þjóðsögur eru lítilsvirtar. Rímurnar, sem eru svo sérkennilegar fyrir íslenzkan kveðskap, eru t. d. settar í sam- band við sérstaka eymd og örbirgð þjóðarinnar á þeim tímum, og því séu þær fyrirlitlegar og eigi til að hafa í hávegum (nýjasta skýring Kristins Andréssonar cand. mag.). Þjóðsöngurinn sleppur eigi heldur né fáninn und- an nöðrutungum niðurrifsmannanna. Það á sem sagt að þvo af oss þjóðernið, það á að steipa af oss því formi, sem upplag og ytri kringumstæður, svo sem náttúruöfl og staðhættir, hafa steypt oss í og steypa hverja þjóð í, sem um lengri tíma hefir búið við sömu staðhætti. Þótt Rússland kunni að hafa boðið Mai'xism- anum upp á passandi staðhætti, þá eru þeir nú ekki til staðar, hvorki á Islandi né annarsstaðar í hinum menntaða heimi, af siðferðislegum, sögu- legum og þjóðernislegum ástæðum. Þegar búið er að koma því inn hjá fólkinu, að atvinnustéttirnar séu ýtrustu andstæður, sem eigi ekkert sameiginlegt, er leikurinn samt ekki á enda. Það er ekki nóg, að stéttirnar eigi ekkert sameigin- legt, heldur eiga þær að vera svarnar í eilífan fjandskap. Þá er enn tekið til óspiltra málanna. Það eru búin til skammaryrði úr orðunum auð- kýfingar og borgari og þeim veifað framan í fólkið eins og grýlu og sagt: »Þessir menn eiga enga ósk innilegri en að ræna ykkur hinum réttmæta aroi af vinnu ykkar, að pína ykkur — já og jafn- vel seigdrepa ykkur, en það, að þeir treina í ykkur líftóruna, stafar aðeins af því, að ef þið væruð dauðir allir saman, þá gætu þeir ekki lengur arð rænt ykkur.« Er nema von að hart sé í búi, þegar slíkur hugs- unarháttur, sem gengur þvert ofan í þróunar- og siðgæðislögmálin, situr í öndvegi. Þannig- er hatr- inu spúð í brjóst verkamannsins. Þegar svo jarðvegurinn er orðinn undirbúinn, hatrið orðið rótgróið, siðmenningin gjörspillt, synd- in og örbirgðin í öndvegi, koma niðurrifsmennirn- ir og hvísla í eyru verkafólksins: »Notið afl ykkar, hristið af ykkur áþjánina, gerið byltingu, gerið mig að konungi ykkar, og ég skal leiða ykkur að brunni allsnægtanna, þá öðlist þið allt, sem hugur og hjarta girnist án nokkurrar fyrirhafnar«. Hvílík blekking. — Þannig er kenningin um stéttarandstæðurnar og alþjóðastefnuna tvinnað-

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.