Mjölnir - 01.03.1934, Blaðsíða 8

Mjölnir - 01.03.1934, Blaðsíða 8
6 MJöLNIR Veit hann ekki, að í trúmálum ríkir einstakl- ingsfrelsi á Islandi? Það er samkvæmt eðli þess- arar þjóðar, að hver einstaklingur krefst þess að mega mynda sér sínar eigin trúar- og lífsskoðanir eftir innræti sínu og reynslu. Svo mikla lotningu bera flestir Islendingar fyrir trúhneigð hver ann- ars, að þeir fara að jafnaði varlega í að hampa sínum eigin skoðunum og eru frábitnir því að vilja troða sinum eigin trúarskilningi upp á aðra menn. En þjóðarheildin er kristin. Kristin kirkja hefur staðið og starfað hér i rúmar 9 aldir. Lengi fram- an af öldum hefir sú kirkja verið barn sinna tima í því efni að skilja ekki andlegar frelsiskröf- ur einstaklingsins, en hún hefir þróazt hægt og hægt í áttina til þess skilnings, að frelsi ein- staklinganna til að taka sína eigin afstöðu til vandamála lífsins eigi fullan rétt á sér. Og nú starfar kirkjan í landinu sem stofnun, er leiðbeinir einstaklingunum og leggur þeim ráð, en valdbýður engum neitt. Þegar germanskar þjóðir brutust undan yfirráð- um páfakirkjunnar, var í eitt skifti fyrir öll varp- að fyrir borð öllu andlegu valdboði frá kirkjunn- ar hálfu yfir samvizkufrelsi einstaklinganna. Síð- an hafa að vísu oft komið fram stefnur innan mótmælendakirkjunnar, sem hafa viljað svifta einstaklingana trúarlegu frelsi, en ef til vill hefur engri þjóð tekizt betur að verjast slíkum stefn- um en einmitt Islendingum. Hér hefur tekizt að skapa þjóðkirkju, sem leyfir heilbrigðri og eðlilegri fjölbreytni í trúarskoðun- um að þróast og dafna, þjóðkirkju, sem er víðsýn menningarstofnun og nýtur þakklætis og virðing- ar allra velhugsandi manna í landinu. Það hefur stundum verið talað um, að ef til vill mundi frelsi Islendinga í trúarefnum njóta sín enn betur, ef ríkið sleppti afskiftum sínum af kirkjumálum og léti einstaka söfnuði sjá fyrir þeim sjálfa, eins og á sér stað í þeim löndum, sem kirkja og ríki eru aðskilin. Mótbárurnar gegn þeirri breytingu eru einkum þær, að vegna strjál- býlis í landinu sé það nauðsynlegt, að ríkisheild- in annist kirkjumálin, því einstökum söfnuðum yrði það of erfitt. En aðal-mótbáran gegn aðskiln- aði ríkis og kirkju er sú, að með núverandi fyrir- komulagi njóti menn meira frelsis en verða mundi, ef fríkirkjusöfnuðir risu upp. Innan fríkirkju- safnaðanna yrðu einstaklingarnir bundnir við trú- arskoðanir meiri hlutans. Innan frjálslyndrar þjóðkirkju er enginn neyddur til að játa annað en honum gott þykir, enginn neyddur til að rækja annað en það, sem sannfæring hans sjálfs býður. Auk þess er það mikils virði, að ríkið annist mennt- un presta, því með því er það í flestum tilfell- um tryggt, að andleg leiðbeining kirkjunnar sé á heilbrigðum menningargrundvelli byggð, en ekki í ofbeldisfullum sértrúarkreddum eins og jafnan tíðkast meðal sértrúarflokka. Að þessu öllu athuguðu er það ekki of freklega til orða tekið, að grein Lárusar H. Blöndals sé byggð á forsendum, sem ekki eiga sér neinn stað.— En þá er að athuga hina fjárhagslegu hlið, sem Lárusi er svo afar-viðkvæm í greininni. Hann lýsir yfir vandlætingu sinni á því, að fólk skuli vera látið greiða gjald til kirkjunnar, eða jafnhátt til Háskólans, ef það vill nú endilega styðja þá stofnun heldur. Lögin um kirkjugjöld eru vitanlega byggð á því, að hverjum landsmanni sé skylt að standa að sínum hlut straum af hverri þeirri menningarstofnun, sem þjóðfélagið heldur uppi. Eins og þetta þjóðfélag ver stórfé til þess að halda uppi skólum, útvarpi, söfnum, bindindis- starfsemi etc., er það talið fullréttmætt, að fé sé varið til þess að halda uppi trúarbragðastarfsemi í landinu. Að þetta sé á nokkurn hátt brot á al- mennum frelsiskröfum, er að sínu leyti eins mikil firra eins og að halda því fram, að í því sé ein- hver kúgun fólgin, að ríkið haldi uppi útvarps- starfsemi, úr því svo stendur á alltaf öðru hvoru, að eitthvað er flutt í útvarpið, sem allir kæra sig ekki um að heyra. Eða þætti Kommúnistum ekki eitthvað bogið við það, ef íslenzkir skattgreiðend- ur neituðu að verja fé til skólanna, af því svo og svo mikið af því fé fer til kennara, sem eru Kommúnistar og nota aðstöðu sína til að útbreiða skaðsemdarkenningar sínar meðal æskulýðsins? En þetta hliðstæða dæmi er vert að nefna, þar sem það er nú víst, að kennslumálaráðherrarnir Jónas Jónsson frá Hriflu og Þorsteinn Briem hafa gert sér sérstakt far um að fylla skólana í land- inu byltingasinnuðu kennaraliði og hefir orðið vel ágengt. Og þá er að athuga klausu Lárusar um van- máttartilfinninguna, sem kristnin sé svo rík af, og sé nú óðum að hverfa fyrir þeirri rökstuddu sannfæringu, að við séum öll jafnborin til að njóta lífsins o. s. frv. Hvað er hann að tala um vanmáttartilfinningu? Veit hann ekki, að kristin trúarbrögð veita og hafa alltaf veitt mönnum kraft til betra og full- komnara lífs? Veit hann ekki, að öll sú þróun í mannúðar-,

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.