Mjölnir - 01.03.1934, Blaðsíða 4

Mjölnir - 01.03.1934, Blaðsíða 4
2 MJÖLNIR Hrun þmgræðisins. Það má eflaust telja, að merkasta fyrirbrigðiö í stjórnmálum nútímans sé hrun þingræðisins í heiminum. Fyrir hundruðum ára háðu mestu hug- sjónamenn Evrópuþjóðanna og gunnreif æska þeirra baráttu fyrir frelsinu — baráttu fyrir því að sprengja af sér hlekki einveldis og harð- stjórnar, sem hindruðu hina alhliða þróun mann- legs anda og framtaks. Munu þeir nú vera orðnir fáir ofstækismennirnir, sem ekki sjá og viður- kenna, hversu gífurlega hinn harðsótti sigur í frels- isbaráttunni hefur fleygt mannkyninu fram á braut menningarinnar. En hvernig stendur á því, að hinar stjórnskipu- legu afleiðingar þessa mikla sigurs — lýðræðið og þingræðið — skuli nú vera orðnar að skotspæni háðs og fyrirlitningar? Vafalaust liggja þar til margar ástæður og ýmsar þeirra að sjálfsögðu sérkennandi fyrir einstök lönd. En ein ástæðan, og það ef til vill sú, sem dýpstar á rætur, er þó án efa sameiginleg öllum löndum, nefnilega, aó menn hafa búizt við og vonazt eftir meiru af þing- ræðinu en það gat veitt. Menn finna á sjálfum sér og sjá, hvert sem þeir líta, niðurbæld öfl og mikla möguleika verða að engu, vegna þess að þing- ræðið hefir þróazt í öfuga átt. Draumur hug- sjónamannanna var sá, að það myndi leysa úr læðing og vernda hin sönnu framsóknaröfi, en nið- urbæla hin afturhaldssömu og eyðandi. — En við vondan draum, var vaknað. Þingræðið vék af brauf hinnar fögru og framsæknu hugsjónar og steypt- ist smám saman í mót kyrstöðunnar, er orsakaði flokkadrætti og viðsjár, sem svo aftur gátu af sér leitt takmarkalausa valdafíkn og eigingirni for- ingjanna. Afleiðingar þingræðisins eins og það nú er orðið —- flokkadrættirnir — eru nú almennt viðurkennd- ar sem eyðandi öfl í hverju þjóðfélagi og hljóta yfirleitt fyrirlitningu borgaranna. Það má því telja nokkurnvegin víst, að það tímabil í pólitískri sögu heimsins, sem við nefnum þingræði, sé nú senn á enda, því það stjórnarfyrirkomulag, sem ekki nýtur trausts og virðingar borgaranna, hlýt- ur fyr eða síðar að líða undir lok. Þegar þannig fer, hlýtur hin nýja stjórnskipun að mótast og bein- línis ákveðast af þeim hugsunarhætti og þeirri þörf, sem ríkjandi ástand hefir skapað. Tímarnir breyt- ast og mennirnir með. Alveg sama gildir um stjórn- skipunina. Hið svokallaða upplýsta einveldi var ábyggilega framför frá vandræðum og deilum stéttaæsing- anna gömlu. En svo gleymdu konungarnir, að þeir voru æðstu þjónar ríkisins —, eins og Friðrik mikli sagði — og fóru að álíta, að ríkið væri til fyrir þá og að vald sitt hefðu þeir frá guði. Þá urðu þeir að víkja fyrir lýðræði og þingræði. Yafalaust neitar því enginn, að þingræðið hefir leitt af sér stórt spor fram á við fyrir þjóðirnar — bæði hagfræði- og þjóðfélagslega. En þess verður og að krefjast að viðurkennt sé, að eins og einvalds- konungarnir hlutu að falla, þegar svo var komið, að þeir hugsuðu meir um sjálfa sig en ríkið, þann- ig hljóti þingræðið að detta um sjálft sig, þegar það ekki lengur uppfyllir vonir manna til þess. Því það sjáum við daglega, að þingræðið er ekki frekar en einveldið eilíft eða óskeikult kerfi, enda þótt sumir séu nú orðnir það mikið á eftir tímanum, að þeir geti ekki viðurkennt þetta, og það þó þeir sjái, að þingræðið hefir þegar kollsiglt sig í nokkrum lönd- um. Daglega berast hingað fregnir frá útlöndum um, að þingin séu að gefast upp við að ráða fram úr helztu vandamálum þjóðanna. I Bandaríkjum Ameríku hefir þingið gefið Roosevelt nokkurskon- ar einræði. I Frakklandi er sama upp á teningn- um. I Mið- og Austur-Evrópu líka. I Noregi er þingið orðið óstarfhæft, og er það ekki nema tíma- spursmál, hve lengi það getur lifað. Hvað er nú augljósara dæmi um ráðþrot þingræðisins í heim- inum en einmitt þetta, að þingin viðurkenna það sjálf, að þau geti ekki lengur — séu blátt áfram ekki starfhæf til að ráða fram úr vandræðunum ástandi því, sem þau sjálf hafa skapað. Þetta er svo augljóst, að eigi þýðir móti að mæla. Þing'- ræðið hefir sjálft undið þá snöru, sem það nú hangir í. Það hefir framið sjálfsmorð. -- Þetta hrun pingrædisins gerir einnig vart við sig hér 4 landi. Framsóknarflokkurinn, sem er næst stærsti flokkurinn á Alþingi, notar þingræðið til að efla sjálfan sig gegnum samvinnuhreyfinguna og Sam- bandið (sbr. skuldasöfnun bænda) og einnig, með- an hann (óréttilega) fór með völdin, með því jafn- vel að kaupa fylgi fyrir landsins fé og embætti. — Alþýðuflokkurinn, minnsti flokkur þingsins, not- ar á sinn hátt þingræðið til að afla sér og sínum embætta, valds og áhrifa, sem á engan hátt eru hlutfallsleg, hvorki við stærð flokksins né hæfi- leika foringjanna. —• Og Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkur þingsins og þjóðarinnar, er í sama mötune.ytinu og gerist meðábyrgur hinum með því

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.