Mjölnir - 01.03.1934, Blaðsíða 5

Mjölnir - 01.03.1934, Blaðsíða 5
M J ö L N I R 3 að viðhalda þessu ástandi og yfirlýsa þingræðið sem »princip«-mál sitt, sbr. þingrofið 1931. Það er nú víst líka orðin eina »sjálfstæðis«hugsjón flokksins, að minsta kosti er nú alment talað meðal »heldri« borgara þessa bæjar, að það séu þau einu kynni, sem þeir hafi af starfsemi flokksins, að hann sendi einu sinni — eða oftar — á ári sníkju- bréf til þeirra fyrir flokkssjóðinn. Daglega sjáum við, hvernig hin mikilverðustu mál hafa verið vanrækt, t. d. fjármálin, mestur hluti atvinnumálanna, uppeldis- og skólamál o. s. frv., meðan mörgum stórum lagabálkum, oft meir eða minna gagnslausum eða lítilfjörlegum, hefur verið hrúgað upp, eða þá að hin hlægilegustu smá- mál, eins og t. d. einkenningsbúningabannið, hafa tafið tímann. Það má líka nefna t. d. hið ár- lega, auðvirðilega rifrildi þingsins — »eldhúsum- ræðurnar«, — sem standa venjulega 3—4 daga, meðan stórnauðsynjamál þjóðarinnar ýms eru lát- in bíða. Það verður ekki annað séð, en að þessar umræður fari fram beinlínis til að svifta þjóðina allri virðingu fyrir Alþingi, og eru þær samboðnari fíflum en fulltrúum Islendinga. Að minnsta kosti er það víst, að engum gera þær gagn. Það er annars lærdómsríkt að ganga inn í þing- ið og nlusta, ekki aðeins á þingmenn, heldur og pukur áheyrendanna. Ég held, að það sé næst- um undantekningarlaust, að ef t. d. framsóknar- maður talar, þá brosa »sjálfstæðis«hlustendurnir háðslega og' vice versa. Það er heldur ekki óalgengt að heyra t. d.: »Ætli hann sé nú ekki sofnaður«, eða eitthvað því um líkt. Myndi nú nokkur vilja halda því fram, að þetta og annað eins sé sagt af virðingu fyrir þeim háu herrum — fulltrúum þjóð- arinnar? Eða skyldi það fallið til að vekja virð- ingu fyrir Alþingi íslendinga að sjá eigi allfáa fulltrúa þjóðárinnar vel »hívaða« við umræður um landsins gagn og nauðsynjar t. d. mál, sem svo mikið er haft við að bera það undir þjóðaratkvæði? Hver myndi vilja halda því fram, að það sé af einskærri ábyrgðar- eða skyldutilfinningu, að þing- menn eru svo lausir í sætum sínum við umræð- ur, að forseti verður að hringja ákaft og oft mörg'- um sinnum, til þess að fundur falli ekki niður? Það er líka orðið nokkuð fast form á því, þeg- ar ræðumenn biðja forseta að hringja, »vegna þess að þeir tali ekki við tóma stóla.« Það væri ann- ars óskandi, að þjóðin hefði tækifæri til að sjá meira af starfsháttum þingsins en hún gerir. — Myndi það yfirleitt álítast nokkurnveginn sæmi- legt að greiða atkvæði þvert ofan í orð sín? Það gefur grun um nokkuð mikið flokksvald eða þá framúrskarandi ístöðuleysi. -— Skyldi nokkuð vera við það að athuga, að menn, sem það hafa unnið sér eitt til frægðar að sitja fá ár á þingi, verða þegar bankastjórar, landlæknar o. s. frv. með allt að 30 þús. króna árstekjum, að sögn? Er nú nokkur svo óheill, að hann geti með al- vöru og í einlægni haldið því fram, að á slíkum grundvelli sé hægt að greiða úr vandamálum þjóð- arinnar. Myndi ekki vera ofurlítil trygging í því, ad enginn starfsmaður ríkisins, né heldur þing- menn, mættu gegna nenia einu launuðu embætti. Kreppan, sem nú liggur eins og mara á heim- inum, á fyrst og fremst rót sína að rekja til ástands innanríkismála, en ekki eingöngu alþjóðlegs á- stands, eins og sumir vilja vera láta, t. d. foringjar íslenzku þjóðarinnar, sem segja, »að enginn viti hvaðan hún komi og hvert hún fari«. — Við vit- um, að hér á Islandi og alstaðar hér nærlendis er slík ógnaróreiða á flestum málum, að það er bókstaflega ómögulegt, að neinskonar milliríkja- viðskifti geti blómgazt fyr en hvert land hefir komið reglu á búskapinn heima fyrir. Orsakirnar, sem ligg'ja til grundvallar þessu ástandi hjá okkur, má í raun og veru rekja all- langt aftur í tímann. I fjármálunum — út á viö og inn á við — er þetta alveg augljóst, en það er líka greinilegt, að því er tekur til þeirrar póli- tísku starfsemi, er miðar að því að móta aðstöðu þjóðarinnar í lífsbaráttunni og jafnvel hugsunar- hætti. — Fyrirsjáanleg upplausn þingræðisins, óviturlegar aðgjörðir þingsins (t, d. kreppuhjálp- in) og' stefnuleysi þess, máttlaust pólitískt ríkis- vald, óregla og' óstjórn í búskap ríkis og sveita, hefir sín áhrif og gefur einstaklingnum illt for- dæmi í daglegu lífi hans. »Eftir höfðinu dansa limirnir«. Það er nokkuð til í því. Þar sem ástandið hefir verið líkt, hafa menn sumstaðar gripið til nokkurskonar einræðis —- ekki einræðis gömlu konunganna né heldur þannig, að flokksforingjar hafi brotizt til valda af valda- fíkn og eigingirni, heldur hafa þjóðirnar sjálfar gefið sínum bezta manni völdin í hendur, vegna þess að þær hafa séð nauðsynina á sterku og heið- arlegu ríkisvaldi, til að hefja þær upp úr því foraði spillingar og eymdar, sem flokkadrættir og stéttahatur hafa orsakað í nafni þingræðisins. Hér á landi heyrast raddir um, að slíkt sé óhugsandi. Það er hrópað um hið þúsund ára gamla Alþingi, þenna dýrmætasta gimstein þjóð- arinnar. Flokksforingjarnir hrópa til metnaðar-

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.