Mjölnir - 01.03.1934, Blaðsíða 3
I. ÁRG. REYKJAVÍK, MARZ 1934.
1. TBL.
Fylgt úr hlaði.
IIér hefur göngu sína nýtt stíidentablað. Þau
eru tvö fyrir, og mun því mörgum finnast nóg um,
er það þriðja kemur. En það kemur ekki að ástosðu-
lausu, lieldur af nauðsyn, sem málgagn nýrrar
stefnu í þjóðfélaginu og innan Háskólans. — Ann-
að blaðið, sem fyrir er, er máigagn Marxista. Það
er einn þát.tur í lierferð þeirri, sem þeir hafa gert
á skóla landsins, herferð, sem Háskólinn hefir ekki
farið varhluta af. Hér verður ekki gerð nánari
grein fyrir starfscmi þeirra þar, en þess má geta,
að hún hefir verið lik og annarsstaðar, þeir hirða■
aldrei, hver meðul eru notuð, ef þeir ná fram sín-
um málum, en þau stefna öll að einu marki, að
leggja þjóðfélagið í rústir, til þess að geta komið
á marxistísku einrœði. Þjóðerni, tunga og siðir
hverrar þjóðar er þeim innantómt orðaglamur, sem
þeir hafa að háði og spotti. Stúdentar, og raunar
alluúr almenningur, hafa ekki gert sér íjósa starf-
semi Marxista, þeir liafa ekki gert sér Ijóst, að
hún er fólgin í því að grafa undan þjóðfélaginu
á allan hátt og linna ekki fyr en þeir eru búnir
að vinna á því að fullu. Þeir vinna eins og rottur,
jafnt. og þétt naga þeir og Makka yfir hverjum
skikanum, sem þeir leggja í eyði. Og þjóðfélagið
hefir lát.ið þetta afskiftalaust, annaðhvort af
því, aö það hefir ekki skilið hættuna, eða af
einhverju misskildu meinleysi. Það þætti heimsk-
ur maður eða í meira lagi meivilaus, sem spynni
sjálfur snöruna um sinn eiginn háls. En það er
einmitt þetta, sem þjóðfélagið er að gera með þvi
að lofa Marxismanum að þróast innan sinna vé-
banda, Það er að ala upp böðlana á sjálft sig.
1 öllum félagsskap stúdenta hafa Sjálfstœðis-
menn farið með völd, Þeirra var því getan og
skyldan að vinna á móti þessum ófögnuM. — Hvað
hafa þeir gert? »Flotið sofandi að feigðarósix 1
mesta lagi hafa þeir rumskað, til þess að snúa sér
á liina hliðina og sofa. óifram. Annaðhvort eru þeir
svo sljóir, að þeir sjá ekki, hvert stefnir, eða svo
deigir, að þeir þora ekki að taka á kýlunum. Eins
er það ?' þjóðfélaginu. Þar liafa valdhafarrdr, til
hvaða. flokks, sem þeir liafa talið sig, ekki sinnt
öðru en góðum stöðum og feitum embœttum. Þeir
hafa látið ágreiningsmálin afskiftaiaus eða tekið
þau slikum vettlingatökum, að þau hefðu betur vei -
ið óhreyfð. Þeir hafa ekki, þorað að taka á þeim
eins og menn af ótta við, að éinhverjir kjósend-
anna snerust á móti þeim; þá gat, verið, að þeir
kœmust ekki í býtibúrið við Austurvöll við nœstu
kosningar. — En nú fer að verða bre]fting á. Þjóð-
in er farin að sjá óheilindi þeirra, sevi með völd-
in fara, hún er búin að horfa á eftir svo mörgum
loforðum ofan í gröfina, að hún er hœtt að trúa
þeim. Hún sér, að fyrirkomulagið, sem þeir eru að
lappa upp á, er farið að ganga úr sér, að ástand-
ið nú er óviðunandi og versnar alltaf, og hún
skygnist. eftir nýjum leiðum. Fólkið í landinu er
að vakna, og eins og að líkum lætur er það œskan,
sem vaknar fyrst, Hún er ekki orðin eins sam-
dauna rotnuninni og gamla fólkið. — Hér hefir
verið stofnaður »Flokkur Þjóðernissinna á IslandH
af ungum mönnum. Ennþá er hann, hrópandans
rödd í eyðimörkinrd, enda varla kondnn úr reif-
um, en hann blœs út með liverjum degi, sem líður.
— Það hefir löngum verið sagt, að stúdentar vceru
áhugalau-sir um þjóðmál, og það mun vera alltof
satt. En nú ætla þeir að vera með. Fyrsta sunnu-
dag í sjöviknaföstu var stofnað meðal háskólastúd-
ent.a »Félag þjóðernissinnaðra stúdent,a«. Fyrsti
ávöxturinn af þessari félagsstofnun er biað þetta.
Það á að vera málgagn þeirra og allra stúdenta,
sem vinna á grundvelli Þjóðernissinna. Þeir ætla
ekki lengur að standa óvirkir lijá og liorfa álengd-
ar á, að öllu sé siglt í strand,
Islenzkir stúdentar starfa við hlið yðar, íslenzk-
ir alþýðumenn. Þeir vinna fyrir námi sínu með
afli lianda sinna. Menntun sína vilja þeir nota
í yðar þjónustu, þeir vilja berjast með yður hve-
nær og á hvaða vettvangi sem er fyrir frelsi þjóðar-
innar. Vilji þeirra er yðar vilji. Kraftur þeirra er
yðar kraftur. — Islandi aUt!