Draupnir - 20.07.1897, Síða 58

Draupnir - 20.07.1897, Síða 58
152 kreista hvprn dropa hlóðs úr þrælnum, ef eg næði í hann. Gizurr: Verr fórst þó Þorleifi Guðmundar- syni fagrdæl. Hann sat að boði með oss og tók þátt í öllum fagnaði með oss. En síðan slóst hann í för með brennumönnum og sótti oss með járni og eldi. Aron: Þorleifr fagrdæll ? Odrengilegt bragð. Eg ætlaði honum eigi slíka fúlmennsku. Gizurr: Þungt er mér í skapi til brennu- manna, en þó enn þunglegar til Hrafns Odds- sonar. Hann var boðmaðr okkar Sturlu bónda beggja. Hann sat að boðinu við hlið Isleifs sonar míns og drukku þeir af einu silfrkeri báðir og minntust jafnan \ ið um daginn, er þeir drukku hvorr til annars. Eg mælti við hann vináttumálum að skilnaði og gaf honum stóð- hross góð. Hann tók því vel og mælti nokkr- um varúðarmálum við mig, sem einkis mátti víss af verða. Eigi er það efanda, að Hrafn hafi vitao öll þessi ráð með þeim, og er búið, að hann hafi verið hvatamaðr þessarra illvirkja. Aron: Eigi \arð eg þess varr, að Hrafn vissi neitt um brennuna, fyrr en tíðindi bárust hingað af henni. Þó má vel vera að hann hafi haft nokkurar vitundir þar um, því að hann virðist vera dulr í skapi, Gizurr: Áþekkr mun hann vera nafna sínum, hrafninum, hvorrtveggja svartr, hrafninn

x

Draupnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Draupnir
https://timarit.is/publication/357

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.