Fréttablaðið - 21.10.2009, Blaðsíða 15
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Ég mæli heils hugar með því
að ungt fólk prófi að búa erlend-
is í einhvern tíma. Það er mjög
þroskandi að fara einn, kynnast
nýju landi og læra tungumálið,“
segir Martin Leifsson, upplýs-
ingafulltrúi hjá franska sendiráð-
inu. Martin dvaldi í eitt ár í Suður-
Frakklandi fyrir nokkrum árum
þar sem hann starfaði sem sjálf-
boðaliði.
Martin fór til Frakklands á
vegum verkefnisins European
Voluntary Service (EVS), sem
styrkt er af Evrópusambandinu.
Í því gefst ungu fólki, í þessu til-
felli þeim sem eru milli 18 og 30
ára, færi á að gerast sjálfboðaliði
í Evrópulandi í ákveðinn tíma, oft-
ast í fjóra til tólf mánuði. Störfin
sem unnin eru af sjálfboðaliðun-
um eru fjölbreytt og geta tengst
umhverfinu, menningu, vinnu með
ungu eða eldra fólki eða íþrótt-
um.
„Ég átti eitt ár eftir af mennta-
skólanum og langaði einfaldlega
til að prófa einn vetur án skóla
og komast til útlanda til að viðra
mig aðeins. Þá komst ég að því að
þetta sjálfboðaverkefni stóð til
boða,“ segir Martin. „Sjálfboða-
liðarnir fá styrk frá upphafi til
enda, flug, uppihald og tryggingar
allt í einum pakka. Ég vann mest í
ýmiss konar umhverfisstörfum en
líka með börnum. Þetta var mjög
áhugaverð og þroskandi reynsla.“
Martin bjó í litlu þorpi í Suður-
Frakklandi, nálægt borginni
Nimes sem liggur mitt á milli
Avignon og Montpellier, ekki
langt frá ströndinni. „Við bjuggum
nokkur saman og það var mikill
umgangur af fólki frá öllum þjóð-
um. Ég kynntist meðal annars
sjálfboðaliðum frá Ítalíu, Spáni,
Suður-Kóreu, Þýskalandi, Perú og
fleiri löndum,“ segir Martin.
Sjálfboðaliðunum gafst þó tími
til að ferðast og kanna landið
milli þess sem þeir sinntu störf-
um sínum. „Við höfðum ekkert allt
of mikla peninga milli handanna
þannig að ég tók mig til og fór á
puttanum upp í Alpana, til Lyon og
fleiri staða. Það var mjög skemmti-
legt að kynnast landinu og mikið
var af fjölbreyttu landslagi. Ég
hafði lært frönsku í menntaskóla
en kunni þó ekki mikið. Eftir dvöl-
ina var ég farinn að geta bjargað
mér vel á frönskunni.“
Í vor sem leið útskrifaðist Mart-
in úr stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands. „Ég frétti af starfinu í
sendiráðinu og sótti um. Mér líkar
vinnan mjög vel og það er gaman
að geta nýtt sér frönskukunnátt-
una á hverjum degi,“ segir Mart-
in Leifsson.
Áhugasamir geta kynnt sér EVS-
verkefnið á heimasíðu Alþjóðlegra
ungmennaskipta, aus.is.
kjartan@frettabladid.is
Á puttanum upp í Alpa
Martin Leifsson dvaldi í heilt ár í Suður-Frakklandi þar sem hann starfaði sem sjálfboðaliði. Hann ráð-
leggur ungu fólki eindregið að prófa að búa á eigin vegum í útlöndum, það sé þroskandi reynsla.
Martin Leifsson fór til Frakklands á vegum verkefnisins European Voluntary Service sem styrkt er af Evrópusambandinu. Hann
mælir með því að ungt fólk prófi að búa erlendis í einhvern tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
AÐVENTUFERÐIR gefa fólki kost á að upplifa borgir
í Evrópu á allt annan hátt. Þá spretta upp jólamarkaðir,
bæir skarta sínu fegursta og ilm frá jólaglöggi og ristuðum
hnetum liggur í loftinu. Slíkar ferðir má fara á eigin vegum
eða til dæmis með Bændaferðum, www.baendaferdir.is.
Heildsöludreifing • Skemmuvegur 10 • Sími 567 1330 • www.hringas.is
• Vörn gegn frosti og tæringu
• Hentugt fyrir alla málma
• Eykur endingartíma
• Kemur í veg fyrir gerlamengun
• Vörn allt niður að -30°C
• Engin eiturefni – umhverfisvænt
• Léttir dælingu
fyrir hita og kælikerfi
frostlögur
Umhverfisvænn
smur- bón og dekkjaþjónusta
sætúni 4 • sími 562 6066
BREMSUVIÐGERÐIR
BREMSUKLOSSAR
SPINDILKÚLUR
ALLAR PERUR
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
RAFGEYMAÞJÓNUSTA
OLÍS SMURSTÖÐ
BÓN OG ÞVOTTUR
Auglýsingasími
– Mest lesið