Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1977, Blaðsíða 2

Iðnneminn - 01.05.1977, Blaðsíða 2
2. Iðnneminn 1. maí 1977 Félag járniðnaðarnema 50 ára Viðtal við Hjört Hjartarson Hjörtur Hjartarson — Hvenœr var félagið stofnað? Félagið var stofnað 20/3 1927 og hét þá Félag Jámiðnaðamema í Fteykjavík. Nafni félagsins var síð- an breytt 28/1 1946 í Félag Jám- iðnaðamema. Og er það því eitt elsta starfandi iðnnemafélag landsins, 50 ára gamalt. — Hvaða iðngreinar teljast til félagsins? Þær em um 15 talsins, það er að segja Bifvélavirkjun Bifreiðasmíði Bílamálun Blikksmíði Flugvélavirkjun GuUuCaafursmfði Jámatniði Ketil og plöturanfði Rcnnumiði Leturgröftur Málmsteipa Mótasmíði Skipa og bátasmíði Vélvirkjun Úrsmíði Félaga talan er um 300 manns. en vegna þess hve seint við fáum upplýsingar frá iðnfræðsluráði um nýja nema, em þeir stundum bún- ir að vera ár á samning án þess að við vitum neitt um hann og er það mjög bagalegt fyrir félagið. — í fwerju er starf félagsins fólgið? Tilgangur félagsins er að efla samheldni og félagslyndi félagana og gæta þess að iðnfræðsla hvers nema sé fullkomin. Og að náms- samningur sé í einu og öllu haldin. Með þessu ætti öllum að vera það ljóst að gmndvöllur fyrir starfinu er að félagar sýni félags- legan þroska og taki virkann þátt í störfum félagsins. — Hvem telur þú merkastan atburð í sögu félagsins? Stærsti viðburður frá stofnun félagsins átti sér stað 4. maí 1944, þegar þáverandi formaður félags- ins Ingimar Sigurðsson las upp hréf frá rafvirkjanemum um stofn- un Iðnnemasambandsins og var hann því mjög fylgjandi og álitu menn það vera mjög nauðsynlegt að sambandið yrði stofnað fyrir haustið og vom tveir menn kosnir f undirbúningsnefnd. Iðnnema- •ambandið var svo stofnað 23. sept. 1944. Á fyrsta þingi INSÍ þá um haustið voru kosnir hvorki meira né minna en átta fulltrúar frá félaginu. En á þessu starfsári sambandsins er enginn fulltrúi frá félaginu. — Er stjóm félagsins virk í starfi? í byrjun var stjóm félagsins mjög virk og átti að drífa félagið upp úr þyrnirósarsvefni. En hvað gerðist? Blöð vom send út, fundir boðaðir. Áhugann vantaði ekki hjá stjómarmeðlimum en hjá hinum almenna félagsmanni vantaði all- an áhuga. Smátt og smátt dvínaði áhuginn hjá stjómarmeðlimum og sumir fóm að vinna úti á landi og loks var svo komið að það var orðið ófundarhæft og stjórnin var nærri leyst upp. — Hvernig er fundarsókn hjá félaginu? Fundarsókn hefir verið með ein- dæmum léleg. — Hvernig telur þú mega efla félagsandann ifélaginu? Fyrst og fremst þarf stjórnin að setja upp stefnu sem það ætlar að vinna eftir svo er það að kynna þessa stefnu. Það er hægt með því að senda út dreifirit og nota Iðn- skólann. Hægt væri að fá leyfi til að koma inn í kennslutíma og ræða málin við nemendur en var- ast verður það að hafa starfið of þungt í metum fyrir félagsmenn. — Ertu ánœgður með starf stjómar INSÍ? Með starf stjómar INSÍ er ég mjög ánægður enn eins og oft vill verða þá leggst starfið oft á þröng- an hóp manna og tel ég það baga- legt, því þess fleiri sem starfa því meira fáum við út úr okkar mál- um. — Hvað finnst þér helzt vera ábótavant hjá INSÍ? Það sem mig finnst vanta einna helzt er að sambandið fái fullan samnings- og verkfallsrétt. Um leið og hann væri fenginn væri hægt að fara að setjast niður og semja um raunhæf kjör. — Að lokum. Hvernig líkarþér félagsstarfið? Félagsstarfið hefur verið einna skemmtilegasti og lærdómsríkasti tími sem ég hef átt. Ég hef setið 3 þing og 2 ráðstefnur fyrir félagið og vona ég að ég geti setið fleiri. Oft hafa komið daufir tímar hjá manni, en alltaf hefur maður risið upp og áhuginn aukist. Bréf frá reiðum iðnnema kröfuhart nú til dags. Hugsið ykkur. Það telur sig hafa rétt til að fá laun til að lifa af. — Já, bráðum krefst það þess að við atvinnurekendur verðum að láta okkur nœgja svo lítinn gróða að við lifum ekki afhonum. í dag er 1. maí, baráttudagur verkamanna. Ég vildi géfa þessum degi nýtt nafn og kalla hann „há- tíðadag hræsnara." Að minnsta kosti á þetta við um ísland. Á þessum degi keppist fölk vi8 að tala um bágindi verkamanna. Það setur á sig baráttusvipinn og þrammar niður í bæ, sumir eru með kröfuspjöld. Og allir keppast /ið að vera með sem frumlegustu og bezt orðuðu kröfuspjöldin. Ég held í gegnum árin eigi iðnnemar vinninginn í þessari keppni, þó þeir séu ekki með hin marglofuðu mótmælatæki; gjallarhornin. Aft- ur á móti heyríst vel í gjallarhorn- um gervikommanna í fylkingunni og öörum álíka furðufuglum. „ísland úr Nato — herinn burt.“ Það er spurning hvort þetta er baráttu dágur verkamanna eða hemámsandstæðinga. Þeir eiga víst erfitt með að sætta siy við, að innan verkamannastéttarinnar eru bæði hernámssinnar og her- námsandstæðingar. Það er ekki vitað hvorir eru fleiri. Þeir ættu því að vera um kyrrt heima hjá sér bessir gervikommar á 1. maí, eða þá að nota gjallarhomin sín á skynsamari hátt. Síðan byrja blessuð ræðuhöldin. Ékki vantar nú loftið og baráttuna í ræðumennina. Þeir em uppblásn- ir í ræðustól; tala um hina glæp- samlegu ríkisstjóm (sem hún vissulega er) og hve brýnt það sé að koma henni frá og hvemig það skuli gert. Það liggur við að maður fái klígju... Hvað hafa þessir menn gert fyrir verkalýðinn? Hafa þeir sannað að þeir geti gert betur heldur en ríkisstjómin? Ég held ekki. Fólk talar um alþingismenn, þeir séu svo vissir um þingsæti sín og það þurfi að vera einhver há- markstími sem þeir fá að vera á þingi. Þarf þetta þá ekki að vera á fleiri stöðum? T.d. í verkalýðsfor- ystunni. Þar sitja menn fastir í sessi eins lengi og þeir vilja. Og til að láta fólk vita að þeir séu ekki dauðir úr öllum æðum, reka þeir upp reiðiöskur þegar einhver brjál- æðisleg verðhækkun kemur. Það er svipað með þá og eldspýtu sem kveikt er á. Hún brennur út. Svona er allt rotið á íslandi. Ungu fólki sem er með fagrar hug- sjónir og langar til að breyta hlut- unum verður lítið ágengt. Hér á pólitíkin annan hvem mann. Smátt og smátt hverfur þetta hug- sjónafólk inn í kerfið og bætist á vogarskál verðbólgu og vandræða sem að lokum er orðin svo þung að hún fellur. Og hvað verður þá? Til hvers erum við að læra okkar iðn? Til þess að auðvaldshjólið geti haldið áfram að snúast? Eða til að geta lifað betra lífi en verkamaðurinn? Hvortveggja er jafnvitlaust. Við eigum að sam^inast í einlægni um að stöðva auðvaldshjólið og við eigum að hjálpast að við að upp- ræta þá vitleysu að verkamaður- inn eigi alltaf að hafa lökustu kjörin. Allir eiga rétt á að búa við sömu lífskjör. Þór Pétursson

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.