Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1977, Blaðsíða 5

Iðnneminn - 01.05.1977, Blaðsíða 5
i.maí 1977 Iönnemirm 5. Þróun kjaramála iðnnema Pabbi, ég er að hugsa um að hœtta að vera í þessu iðrmemafél- agi, en þú getur sagt mömmu að ég fari stundum í KFUM. Jœja, þaó er nú best að hœtta þessu rissi ogþú skilar heilsum frá mér til allra krakkanna og mömmu og Siggu Stínu á Efra- Núpi. Og vertu nú blessaður og sæll elsku pabbi minn. Þinn sonur Tobbi. P.s. Pabbi viltu ekki senda mer gamla beddann minn, því divan- inn minn er dottin í sundur. Tobbi. Prentnemafélagið gamla var stofnað 1926 og Félag Járniðnað- amema 1927 og hefur það starfað svo til óslitið síðan. Félag Jámiðn- aðamema var um tíma í sambándi ungra jafnaðarmanna. Einnig var félagið eða félagsmenn þess í Sveinafélagi jámiðnaðarmanna sem gætti kjaralegra hagsmuna þeirra nema Um 1940 var sett í lög um iðnað- amám ákvæði þess efnis að iðn- nemar mættu ekki eiga aðild að sveinafélögum. Það ákvæði var síð- an fellt úr lögum nokkrum ámm síðar. Eftir þessa lagasetningu vom nokkur iðnnemafélögstofnuð og var fljótlega farið að ræða hug- mynd að stofnun Iðnnemasam- bandsins og var það stofnað 23 sept. 1944. Að þeirri stofnun stóðu 5 iðnnemafélög í Reykjavík, Félag rafvirkjanema, Félag járnsmíða- nema, Prentnemafélagið, Félag pípulagningarnema og Félag bif- vélavirkjanema. Fyrir stofnun INSÍ hafði verið samið um kaup iðnnema á fáein- um iðngreinum og vom það við- komandi sveinafélög sem að þeim samningum stóðu. Samningar þessir vom allir um ákveðna krónutölu en hugmyndin um að kaup nema væri ákveðin prósenta af sveinskaupi kom fyrst fram á 2. þingi INSÍ 1945 og var þar sett fram krafa um að kaupið yrði á 1. ári 30%, á 2. ári 40%, á 3. ári 55% og á 4. ári 70%. Upp úr þessu fer INSÍ að vinna að því að öll sveinafélög taki upp samninga fyrir iðnnema og þá á grundvelli þessara krafna INSÍ. í fmmvarpi að nýjum lögum um iðnaðarnám sem lagt var fram á alþingi 1946 vom ákvæði um að Iðnfræðsluráð yrði stofnað og að það ætti að ákveða lámarkskaup iðnnema Þetta fmmvarp var ekki samþykkt fyrr en á árinu 1949 eftir því sem ég best veit. Fyrsta ákvörðim Iðnfræðsluráðs um lágmarkskaup iðnnema var á 1. ári 25%, á 2. ári 30%, á 3. ári 40% og á 4. ári 45%. Það kom fljótt í ljós að mjög erfitt var að fá iðn- fræðsluráð til að hækka þessar próaentur og var svo meðan þetta ákvæði var í lögum, þ.e.as. ákvæð- ið um að Iðnfræðsluráð ákveði lágmarkslaun iðnnema Því beitti INSÍ sér áfram fyrir því að sveina- félögin semdu um kaup iðnnema. 1950 sömdu nokkur sveinafélög fyrir iðnnema í viðkomandi iðn- greinum en Félag pípulagningar- nema náði samningum við sína meistara um 50% á 1. ári, 60% á 2. ári, 75% á 3. ári og 80% á 4. ári og eru það fyrstu samningar sem iðn- nemahreyfingin náði sjálf. Mjög misjafnt var hversu vak- andi sveinafélögin voru fyrir kjör- um iðnnema og hefur það alla tíð byggst á því hverjir voru í forystu sveinafélaganna hverju sinni og hversu þrýstingur iðnnemahreyf- ingarinnar var mikill á hverjum tíma. 1955 setti INSÍ fram kröfu um að lágmarkslaun iðnnema yrði 40% á 1. ári, 50% á 2. ári, 60% á 3. ári og 70% á 4. ári og var farið þess á leit við sveinafélögin, sem þá stóðu í samningum, að þau tækju upp þessar kröfur í þeim viðræð- um. Félag jámiðnaðarmanna, Fél- ag bifvélavirkja, Félag blikksmiða, Flugvirkjafélag ísl., Málarafélag R., Múrarafélag R., Mjólkurfræð- ingafélag ísl., Sveinafélag skipa- smiða og Trésmiðafélag R. náðu í þessum samningum 5% hækkun á hverju ári á þeim prósentutölum sem giltu samkvæmt ákvörðun Iðnfræðsluráðs um lágmarkslaun. Stuttu seinna eða 20. júní 1955 ákvað Iðnfræðsluráð að lágmarks- kaup iðnnema skyldi fara eftir þessum samningum eða 30% á 1. ári, 35% Á 2. ári, 45% á 3. ári og 50% á 4. ári. Var þetta einhver stærsti sigur sem iðnnemahreyfingin hafði unnið í kjaramálum iðnnema. Sumarið 1961er aftur reynt við prósentuhækkun kaups iðnnema og setti INSÍ þá aftur fram kröf- una frá 1955. Ekki náðist í þeim samningum hækkun til iðnnema og vísuðu samningsaðilar málinu til Iðnfræðsluráðs. Nemar í bókargerðariðnaðinum höfðu alltaf sérstöðu hvað þessi mál snertir þar sem sveinafélögin í þeim greinum voru mjög vakandi um kjör nemanna og var sú pró- l.maíávarp INSÍ KJARASKERÐINGIN EYKST STÖÐUGT. Kaupmáttur launa verkafólks hefur rýmað frá því í febr. ‘74 um u.þ.b. 25—40%, þ.e.a.s. sú beina skerðing sem ekki hefur fengist bætt. Það hlýtur öllum að vera ljóst að ekki verður við svo búið, og nú þegar samningar fara í hönd er ljóst að grundvöllur er fyrir verulegum kauphækkunum. Það er því skýlaus krafa verkafólks, að kjaraskerðingin verði bætt að fullu, og með tilliti til þess ber að fagna yfirlýsingu verkalýðshreyf- ingarinnar um það, að nú sé ára- langri varnarbaráttu hennar lokið, og hafin öflug sóknarbarátta fyrir bættum kjörum verkafólks. LAUNÞEGAR! STÖNDUM SAMAN UM AÐ SNÚA VÖRN í SÓKN, OG SÓKN í SIGUR! KJARAKRÖFUR VERKA- LÝÐSHREYFINGARINNAR. Á ASÍ þingi síðastliðið haust, mótaði verkalýðshreyfingin í stór- um dráttum þær kröfur sem á oddinn verða settar í þeim samn- ingum sem nú standa yfir. Þar ber hæst krafan um 100 þús. kr. lág- markslaun á mánuði, og fullar vísitölubætur á laun. Seint verður nægilega brýnt fyrir verkafólki og forystu þess, nauðsyn á að standa fast saman um þessar grundvallar- kröfur, og láta einskis ófreistað til að þær megi ná fram að ganga. VERUM MINNUG ÞESS AÐ VIÐ RÁÐUM YFIR ÞVÍ FRUM- SKILYRÐI SEM TIL ÞARF, Þ.E. MANNFJÖLDANUM, SEM SAMEINAÐUR MYNDAR ÞAÐ AFL SEM SIGRAST Á HVERJU SEM ER. LIFIR ÞÚ AF 500 ÞÚS. Á ÁRI? Þótt ótrúlegt sé, eru meðal árs- tekjur iðnnema á 1. ári í námi u.þ.b. 500 þús. kr. Af þessum þrælakjörum eiga þeir síðan að framfleyta sér, og stór hluti þeirra jafnvel fjölskyldu. Það er öllum Ijóst, að slíkt er ekki hægt, nema leggjast í ómældar skuldir og yfir- vinnu á námstímanum. Ekki verð- ur sagt að hlutskipti iðnnema sé glæsilegt á þeim tíma er stjóm- völd, atvinnurekendur og verka- lýðshreyfingin tala sem mest um nauðsyn þess að auka og blómga verkmenntun í landinu. Iðnnemar telja það helst til úrbóta, að hér þurfi að koma til ríkur skilningur innan verkalýðshreyfíngarinnar á málefnum iðnnema, jafnhliða því að hin gjörsamlega úrelta meist- arakennsla víki fyrir verknáms- skólum, þannig að iðnnám verði gert aðlaðandi fyrir þá sem það vilja stunda. SAMNINGSRÉTTUR MANNRÉTTINDI. Engin véfengir það, að á okkar tímum telst samningsréttur til sjálfsagðra mannréttinda. Iðn- nemar mega hins-vegar búa við það að hafa aðeins óbeina aðild að samningum um kjör sín, og má segja að þetta sé í samræmi við þau réttindi eða öllu heldur rétt- leysi sem iðnnemum er boðið upp á. HÉR RÍÐUR Á AÐ VERKAFOLK OG FORYSTA ÞESS STANDI FAST VIÐ HLIÐ IÐNNEMA í BARÁTTU ÞEIRRA FYRIR LÍFVÆNLEG- UM LAUNUM OG ALMENN- UM MANNRÉTTINDUM. VERAFÓLK í HLEKKJUM. í dag 1. maí, á baráttudegi verkalýðsins, vill Iðnnemasam- band íslands hvetja til samstöðu verkafólks gegn kjararáðsstefnu auðvaldsins. Launþegar bera orðið hlekki þess, að hér er við völd rammgerð afturhaldsstjóm sem svífst einskis í árásum á hinn vinn- andi mann. Við berum hlekki þess, að hér er við völd stjóm atvinnu- rekenda- og heildsalaþjónkara, sem vinnur að því leynt og ljóst að millifæra laun verkafólks yfír í vasa verslunareigenda. VINNANDI ALÞÝÐA! TÖK- UM UNDIR KJÖRORÐ IÐN- NEMASAMBANDS ÍSLANDS: SLÍTUM HLEKKI ARÐRÁNS- INS. IÐNNEMASAMBAND ÍSLANDS.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.