Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1977, Page 4

Iðnneminn - 01.05.1977, Page 4
4. Iðnneminn 1. maí 1977 VtWWI vtv málgagn lönnemsambands f stands Ritnefnd. Ritstjóri: Loftur Pétursson Ritnefnd: Kristján Kristjánsson Sigurður Salvarsson Sigurður Pétursson LEIÐARI SÆKJUM FRAM TIL BÆTTRA LÍFSKJARA. í dag, renna út samningar þeir er verkalýðshreyfingin gerði fyrir rúmu ári síðan, eftir langt og strangt allsherjarverkfall u.þ.b. 40.000 félaga verkalýðshreyfingarinnar. Ekki er ástæða til þess hér að hafa mörg orð um þá samninga, allir vita hvemig hinum 8 vagnhestum fjármagnseigenda tókst gersamlega að þurrka út allar þær kjarabæt- ur sem um var samið, og færa þær margfaldar yfir í vasa verslunar- eigenda og heildsala. Svo fast var að dyrum knúið, að verkalýðs- hreyfingin stóð sem lömuð gagnvart þeim fólskuárásum sem laun- þegar máttu þoia. Það eitt, að kaupmáttur launa hafi að jafnaði rýraað uft 25—40% frá því í febr. *74, segir okkur að hin svokölluðu „rauðu strik“ sem um var samið, og áttu að mæta hugsanlegri kjararýraun á samningstímanum, reynast gersamlega gagnslaus þegar á reynir, og þær „bætur“ sem út á þau hafa fengist grátlega hághornar. Það er því Ijóst að eina raunhæfa leiðin til að halda jSfnum kaupmætti er að vfsitölubinda laun að fullu, og ber því að fagna kröfu verkalýðshreyfingarinnar um þetta atriði, og hvetjum við til samstöðu bæði meðal iðnnema og annars verkafólks um það. Annað af aðalbaráttumálum verkalýðshreyfingarinnar í þessum samningum, er krafan um 100 þús. kr. lágmarkslaun á mánuði að viðbættri vísitölu frá 1. nóv. s.l. Um þetta atriði ríkir engin sundrung meðal verkafólks, frekar en vísitölubindingu launa. Nú nýverið hafa andstæðingar okkar látið í sér heyra um réttmætar kröfur verkafólks um lífvænleg laun. Viðbrögð þeirra voru nákvæmlega í samræmi við eðli illra innrættra sála. Ritstjórar höfuðmálgagns íhaldsins, sem væntanlega túlkar stefnu ríkisvaldsins, fara ekki dult með það að náist einhverjar umtalsverðar kjarabætur, þá verði verðbólguhjólið keyrt á fullu og verkalýðurinn rændur þeim umsvifalaust. Þvflík kaldhæðni! Vinnukaupendur leggja hins vegar fram gagnkröfur við kröfugerð ASÍ eða „tillögur“ til breytingar á samningum. Við lestur þeirra er ekki hægt að sjá annað en verið sé að storka verkalýðs- samtökunum. 1 stað þess að mæta að einhverju leiti réttmætum kjarakröfum verkalýðsins, er lögð fram krafa um að fjöldi réttinda og hlunninda sem verkalýðshreyfingin hefur náð fram á undanföm- um árum, skuli nú afnumin eða skert stórlega, svo sem réttur til launa í kaffitímum (sem þýðir raunar lengingu vinnuvikunnar), réttur til launa í veikindatilfellum, réttur til frídaga og þannig má lengi telja. Hér verður þó látið staðar numið í bili, en verkafólki eftirlátið að draga upp mynd af þeim mönnum er slíkt leggja á borð fyrir fólk er ekki þekkir annað en þurfa að þræla fyrir sínum sultarlaunum berum höndum. IÐNNEMAR OG ÖNNUR ALÞÝÐA! í DAG ER OKKAR DAG- UR, OG í DAG RÍKIR SAMSTAÐA MEÐAL VOR UM AÐ NÁ OKKAR RÉTTI. GERUM ÞENNAN DAG AÐ ÖLLUM ÖÐRUM DÖGUM, FYRR ER EKKI ÁRANGURS AÐ VÆNTA í BAR- ÁTTUNNI VIÐ AUÐVALDIÐ. MINNUMST ÞESS AÐ ÞAÐ ER AÐEINS SAMSTAÐAN SEM FÆRIR OKKUR SIGURINN I ÞEIRRI BARÁTTU. OG HVORT SÁ SIGUR NÆST, ÞAÐ ER UNDIR ÞÉR KOMID. Tilgangur þessa erindis er sá að gefa mönnum yfirlit yfir þróun kjaramála iðnnema og starfa iðn- nemahreyfingarinnar á þeim vet- vangi. Ekki verður hér grafið niður í þessi mál í smáatriðum heldur stiklað á stóru og getið helstu atriða, enda er ekki tími til að flytja nákvæmt yfirlit og þyrfti þá að leggja meiri vinnu í samantekt en ég hef gert. Heldur er skjalasafn Iðnnemasambandsins götótt og þá sérstaklega frá fyrstu árum þess og væri því nauðsynlegt að afla gagna utan að frá til þess að fá betri mynd af starfinu sum árin. Rétt fyrir síðustu aldamót var fyrsta iðnnemafélagið stofnað og var það nefnt Lukkuvonin og voru það nemar í skóviðgerðum sem það stofnuðu. Litlar heimildir eru til um það félag og starfsemi þess. 1905 var stofnað Iðnnemafélagið Þráinn og beitti það sér nokkuð fyrir hagsmunamálum félags- manna sinna. Það félag lagðist niður um 1910 og voru gögn þess afhent Þjóðskjalasafninu til varð- veislu. Á þessum árum voru iðn- nemar vistaðir á heimilum meist- ara sinna, fengu þar fæði og kannski einhverja vasapeninga. Þeir voru þannig undir forræði meistara sinna. Fyrst ég er farin aðeins að tala um lífsskilyrði nema á þessum árum langar mig til að gefa ykkur mynd af því hvernig þau voru kringum 1953 og lesa fyrir ykkur sendibréf sem byrtist í Iðnnemanum 1953. En það er svo hljóðandi. Sendibréf til pabba. Iðnneminn 1953. Scell og blessaóur pabbi minn, ogþakkaþér fyrir síðast. Nú er ég búinn aó vera tvö ár aö lœra og fæ ég aó vinna á verkstœðinu ef rign- ing er eða rok, en áóur var ég látinn rukka, ef ekki var hægt aó vinna úti. Sveinn frœndi er búinn að lœra og fór i sveinsstykkið um daginn, og var látinn smíða hurð, en það hefur hann ekki fengið að gera fyrr, því Gísli bróðir meistarans smíðar allt á i erkstœðinu. Ég stunda skólann á kvöldin eftir vinnu, og ef maður á ekki að vera sér til athlœgis í skólanum þá verður maóur að lœra á nótt- unni, því að um annan tíma er ekki að rœða. Hún Sigríður sagði mér að fœð- ið myndi hœkka upp í kr. 980.- fyrir nœsta mánuð, en hún sagðist ekki ætla aó hœkka leiguna fyrir herbergiskitruna að svo stöddu, en leigan er kr. 230,- á mánuði núna. Nú er kaupið mitt rúmar 9,- fyrir hverjar sextíu minútur. Ég ætla að hætta að vera í iðnnemafélaginu pabbi, því að meistarinn minn sagði mér, að þaó vœru allt kommúnistar íþess- um iðnnemafélögum og meira að segja, að hann Siggi Jóns, sem alltaf hlustar á hann Eystein, en aldrei kommana, er nú sagður kommi síðan hann gekk i þetta iðnnemafélag og unir hann því mjög illa, sem eðlilegt er. Ogfinnst mér það eðlilegt, og ert þú ekki sammála mér pabbi minn. IÐNNEMAR1VERKFALLI Nú hugsa eflaust margir um það, jafnt iðnnemar sem aðrir, hvort til verkfalla muni koma. Menn eru auðvitað misjafnlega bjartsýnir, en flestir vonast líklega til að til þeirra muni ekki koma. Staða iðnnemans er frábrugðin því sem verkafólk á að venjast í verkföllum, þ.e. að þeir verða að mæta á vinnustað en mega ekki vinna að framleiðslu. Það eina sem þeir mega gera, er að æfa sig í ineðferð þeirra verkfæra sem þeir þurfa að nota til að standast sveinspróf. Nú er það staðreynd að margir iðnnemar láta sig hafa það, að hreinsa til, mála og yfirleitt að moka skítnum sem safnast hefur fyrir og enginn tími hefur verið til að hreinsa fyrir verkfall. Það er eins og sumir vinnuveitendur stóli á að nota verkföllin til að þrífa til. En hvar stöndum við þá? Hvað eigum við að segja þegar meistarinn réttir að okkur kústinn eða pensilinn? Bezta ráðið er að sýna þeim námssamninginn eða verkfallspésann sem INSÍ gefur væntanlega út og sýna honum svart á hvítu hver réttur okkar er. Við megum sópa í kringum vinnuborðið okkar en ekki meir. Það er skiljanlegt, að vissu leyti, hvað sumir eru eftirgefanlegir við meistarana. Við suma nema er beint og óbeint haft í hótunum. „Þú verður rekinn helvítið þitt — ef þú ekki mokar skítnum út,“ segir meistarinn. Munið þá, að það erað þið sem standið með pálmann í höndunum. Þið hafið ekki skrifað undir neina slíka þrælasamninga. Munið að við iðnnemar erum sterkari I baráttunni ef við stöndum saman og gerum aðeins það sem okkur ber að gera. Með því að brjóta lögin erum við að svíkja baráttubræður okkur og um leið veikjum við málsstaðinn. Sv. Ing. L.P.

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.