Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1977, Blaðsíða 3

Iðnneminn - 01.05.1977, Blaðsíða 3
1. maí 1977 Iðnneminfi 3- Kjaramálaráðstefna INSÍ á Akureyri Dagana 12. og 13. marz var haldinn kjaramálaráðstefna á Akureyri á vegum INSÍ. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar iðnnemafélag- anna, kjaranefndar INSÍ svo og framkvæmdastjóm. Markmið ráð- stefnunnar var í fyrsta lagi upplýsingamiðlun til iðnnemafélaganna, í öðm lagi umræður og mótun kjarabóta í komandi kjarasamningum og í þriðja lagi umræðum um starfshætti samninga- og kjaranefndar. Frá kjaramalaráðstefnunni Hér á eftir verður í stuttu máli reynt að segja frá hvernig ráð- stefnan gekk fyrir sig. Mæting var ráðgerð kl. 8.30 en vegna lélegra lendingarskilyrða á Akureyri var ekki flogið fyrr en kl. 18.00. Dagurinn fór því að mestu í að lesa blöðin, spila á spil, spila á gítar eða yfirleitt að spila með hvort annað. Var því góður andi í mannskapnum, þegar lagt var af stað. Ekki minnkaði hinn góði andi þegar flugvélin hóf flugið, því þá fannst mörgum þeir vera anzi „hátt uppi.“ Nokkrir karlkyns iðn- nemar tóku nú að reyna að fela flughræðslu sína með því að glett- ast við flugfreyjuna, en engar frek- ari sögur fara af því hér. — Flugið tók allt í allt 50 mínútur. Iðnnemar á Akureyri tóku á móti okkur og síðan var mönnum boðið í glæsta farkosti strætis- vagna Akureyrar og ekið sem leið lá beint á Hótel Varðborg. Menn komu sér fyrir á hótelinu og síðan var tekið til við að éta ljúffengan (steiktan) fisk á kaffiteríu KEA. Um kvöldið var gert „strandhögg“ á Sjallanum en það fór allt vel fram. Kl. 8.00 morguninn eftir risu frískir iðnnemar á fætur og eftir morgunleikfimisæfingar var hafist handa af fullum krafti kl. 9.00 með setningarræðu Sveins Ingvasonar form. INSÍ. Síðan var kosinn fundarstjóri Jón Jóhannsson frá félagi iðnnema á Akureyri. Gestir ráðstefnunnar fluttu ávörp, en það voru þeir Jón Helgason form. Ein- ingar (sem flutti ávarp fyrir hönd ASÍ), Hákon Hákonarson form. Sveinafélags járniðnaðarmanna S Akureyri. Síðan flutti Jónas Sigurðsson starfsmaður INSÍ er- indi um þróun kjaramála INSÍ. Framsögu um hvern málaflokk fluttu: Sveinn Ingvason um „starfshætti kjaranefndar og kjaramálaályktun,“ Sigurður Salvarsson um „kjaraatriði iðn- fræðslulaga og reglugerðar“ og Hallgrímur G. Magnússon um „kröfur í komandi kjarasamning- um.“ Síðan voru umræður og gengið var til nefndarstarfa, en inn á milli skokkuðu menn í kaffiterí- una og fengu sér næringu. Að öðru leyti verður störfum ráðstefnunn- ar gert skil með ályktunum sem gerðar voru. Ráðstefnunni var slitið kl. 17.00 og flogið til Reykjavíkur kl. 19.00. Af ásettu ráði hef ég beðið með þar til síðast að þakka iðnnemum á Akureyri með þær hlýlegu mót- tókur sem við fengum hjá þeim. Þær voru höfðinglegar. Allt skipu- lag var til sóma og sama er hver litið er; veitingar og gistiaðstaða og yfirleitt öll önnur þjónusta var til fyrirmyndar. Að lokum eru hér þakkir til allra þeirra er sáu um undirbúning ráðstefnunnar í ljósi þess að annar dagurinn fór forgörðum, en allt er gott þá endirinn er góður. —spé Alyktanir kjaramálaráðstefnu Kjaramálaráðstefna Iðnnema- sambands íslands 12—13 marz 1977 á Akureyri. Alyktun um starfshœtti kjara- nefndar í komandi samningum. Ráðstefnan telur að erfitt sé að setja nefndinni einhverja ákveðna línu til að starfa eftir. Hins vegar er nauðsynlegt að settir séu ein- hverjir „punktar" fyrir nefndina að hafa til hliðsjónar, t.d. með tilliti til þess hvernig á að bregðast við óvæntum atriðum. Eftirtalin atriði telur ráðstefnan að eðlilegt sé að nefndin hafi í huga í komandi samningum: Að fengið verði skriflegt samn- ingaumboð frá félögunum. Talið er nauðsynlegt að nefndin haldi fasta fundi 1 sinni í viku fram að samningum og er í samn- inga verður komið, og þar að auki eins oft og þurfa þykir að mati nefndarmanna. Að viðræðunefndin taki ekki neinar ákvarðanir nema í samráði við kjaranefnd og framkvæmda- stjórn. Telja verði eðlilegt að kjara- nefnd meti stöðuna í samningun- um hverju sinni, og þau gagntilboð sem hugsanlega koma frá atvinnu- rekendum. Sé aftur á móti um meiriháttar breytingar eða frávik frá kröfum að ræða, eða ný tilboð sem enga umfjöllun hafa fengið, þá verði haft samband við þá sam- bandsstjórnarmenn og formenn félaga sem næst í, þannig að tryggt sé að sem flestir forystumanna iðnnemahreyfingarinnar geti tjáð hug sinn um viðkomandi atriði. Skapist þær aðstæður að alls ekki sé mögulegt að koma slíku við, þá telst eðlilegt að kjaranefnd og framkvæmdastjórn taki afstöðu til málsins. Ráðstefnan telur brýnt að upp- lýsingar og hugmyndamiðlun milli viðræðunefndarinnar og kjara- nefndarinnar annars vegar og sam- bandsstjórnarmanna og iðnnema- félaganna hins vegar verði að vera í góðu lagi, og mjög nauðsynlegt að þetta atriði bregðist ekki ef samningar dragast á langinn. Æskilegt er að kjarnefnd beiti sér fyrir því, að iðnnemafélögin þrýsti á viðkomandi sveinafélög, til að vinna að stuðningi við kjara- kröfur iðnnema í viðkomandi félögum. Kjaramálaráðstefna iðnnemu- sambands íslands haldin á Akureyri 12—13 mars 1977. Ályktun um kjaramál. Eins og öllum er kunnugt, hefur verðbólgan á síðustu árum verið gífurlega mikil eða um það bil 40% að meðaltali á síðustu þrem árum. Þetta hefur haft þær afleiðingar í för með sér, að kaupmáttur hinna óverðtryggðu launa verkafólks, hefur minnkað í sífellu og hraðar en nokkru sinni áður, eða almennt um 25—40% frá því í febrúar 1974. öllum er ljóst að ekki verður við svo búið, og nú þegar samningar fara í hönd, er ljóst að grundvöllur er fyrir verulegum kauphækkun- um, sem eðlilegt verður að telja að atvinnureksturinn taki á sig að öllu leiti. Ráðstefnan styður því heils hugar þær kröfur sem fram komu á kjaramálaráðstefnu ASÍ, sem haldin var í Reykjavík 25. febr. sl. um 100 þús. kr. lágmarks- laun á mánuði frá 1. nóv. sl. að viðbættum fullum vísitölubótum síðan, og fullar vísitölubætur á laun. Ráðstefnan undirstrikar að ekki verði frá þessari grundvallar- kröfu horfið. Mjög áríðandi er að í komandi samningum verði ákvæði sem tryggja að stjórnvöld geti ekki að geðþótta afnumið vísitölubæt- ur, eða brotið samningana á annan hátt, með óhóflegum verðhækkun- um eða öðrum aðgerðum. Ef til þess kemur samt, skoðist samning- ar lausir tafarlaust og verkalýðs- hreyfingin mæti slíku af fullri hörku, gagnstætt því sem verið hefur. Iðnnemar eru án efa ein lægst launaða stétt landsins. Stafar það af því að við gerð kauptaxta iðn- nema er miðað við kauptaxta sveina á 1. ári, en staðreyndin er sú að enginn sveinn vinnur eftir þeim taxta. Greinilegt er því að þessari aðferð er einungis beitt til þess að halda nemakaupinu niðri. Til marks um það hve iðnnema kaup er lágt má geta þess að árstekjur samkvæmt 1. árs taxta sveina eru um það bil 970 þús., en árstekjur 1. árs nema 600 þús. og sér hver maður að enginn lifir á slíkum launum. Augljóst er því að út- reikningur nemakaups miðað við 1. árs taxta sveina, stendur mjög í vegi fyrir bættum launum iðn- nema, og hvetur því ráðstefnan sveinafélögin til þess að fella niður sinn 1. árs taxta. Ráðstefnan vill árétta kröfuna um fullan verkfallsrétt til iðn- nema, sem er forsenda verulegra kjarabóta, sé honum beitt, og hvetur iðnnemafélögin um land allt til að herða baráttuna fyrir þessari grundvallarkröfu. Að lokum telur ráðstefnan að teljandi breytingar á kjörum ís- lensks launafólks til hins betra geti aðeins komið í kjölfar þess, að baráttugeta verkalýðshreyfingar- innar verði efld mjög frá því sem nú er.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.