Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1977, Blaðsíða 6

Iðnneminn - 01.05.1977, Blaðsíða 6
6. Iðnneminn 1. maí 1977 senta sem þau sömdu um yfirleitt hærri en gilti fyrir aðra nema. í þessum samningum 1961 sömdu þessi félög um hækkun þannig á 1. ári 35%, á 2. ári 40%, á 3. ári 50% og á 4. ári 60%. Tæplega ári seinna eða 28. mars 1962 ákveð- ur Iðnfræðsluráð að þær prósentur sem náðust fyrir nema í bókar- gerðariðnaðinum skyldu gilda sem lámarkslaun fyrir iðnnema. Á 22. þingi INSÍ 1964 er sett fram krafa um að lámarkslaun iðnnema verði 45% á 1. ári, 55% á 2. ári, 70% á 3. ári og 85% á 4. ári. Ekki reyndist nokkur leið að fá Iðnfræðsluráð til að hækka pró- sentuna frá því 1962 til 1966 en þá voru samþykkt ný lög um iðn- fræðslu og var í þeim tekið út ákvæðið um að Iðnfræðsluráð ákveði lágmarkslaun iðnnema. Engin hreyfing var síðan á launamálum iðnnema fram til 1970 þrátt fyrir starf INSÍ að þessum málum, en á 26. þingi INSI 1968 var gerð krafa um að lágmarkslaun iðnnema yrðu 45% á 1. ári, 55% á 2. ári, 65% á 3. ári og 75% á 4. ári. Á árinu 1970 má segja að verði tímamót í kjaramálabaráttu iðn- nema eins og árið 1955. Samning- arnir 1970 marka upphafið og grundvöllinn að starfi INSÍ að kjaramálum til þessa dags og þeim samningum sem gerðir hafa verið eftir 1970. í þessum samningum sömdu Samband byggingarmanna, Sveinafélag pípulagningarmanna, Rafiðnaðarsamband ísl. og Málm- og skipasmiðasamband ísl. urq kjör iðnnema. Aldrei höfðu samn- ingar um iðnnemakjör náð til eins margra iðngreina og eins margra iðnnema. í þessum samningum var síðasta ákvörðun Iðnfræðslu- ráðs frá 1962, um lámarkskaup iðnnema, staðfest, samið um yfir- vinnukaup 1., 2. og 3. árið skv. Dagsbrúnartaxta en 4. ári skv. 1. árs kaupi sveina, 40% hærra kaup það námsárið sem nemi þarf ekki af einhverjum ástæðum, að sækja skóla, aðild að lífeyrissjóðum, aukaálög samkv. kjarasamningum sveina. í þessum samningum var iðnnemahreyfingin mjög virk og veitti mikilli pressu á sveinafélög- in, eins og hún hefur gert í hverj- um samningum síðan. Árið 1972 var aftur gengið til samninga og fékk INSÍ þá í fyrsta skipti aðild að samninganenfdinni um iðnnemakjörin og hefur svo Verið síðan, og var það árangur þeirrar baráttu sem háð hafði ver- ið frá því í samningunum 1970, en fekkst ekki þá. Lámarkskaup iðnnema var ákveðið 40% á 1. ári, 45% á 2. ári, 55% á 3. ári og 60% á 4. ári, yfirvinna á 1. og 2. ári samkv. taxta Dagsbrúnar en 3. og 4. árið taxti sveina á 1. ári, ákvæði um slysa- og örorkutryggingar og qið iðnmeistarar haldi eftir af kaupi félagsbundinna iðnnema félags- gjöldum til viðkomandi iðnnema- félags. önnur ákvæði samningsins voru þau sömu og í samningnum frá 1970. Þessi samningur gilti fyr- ir allar greinar sem aðild eiga að ASÍ. í samningunum 1974 fær INSÍ fulltrúa í samninganefnd ASÍ og skrifar undir bæði iðnnemakjörin og rammasamning ASÍ og VSÍ. í þessum samningum næst sá ár- angur að prósentan er ákveðin á 1. ári 45%, á 2. ári 50%, á 3. ári 60% og á 4. ári 65%, yfirvinna 1. árið samkvæmt taxta Dagsbrúnar en hin árin skv. 1. taxta sveina, ákvæði um sömu réttindi og hlunnindi og sveinar fá. I þessum samningum var einnig gerður svo kallaður viðaukasamn- ingur um iðnnemakjörin og fólst í honum það að ef meistari greiddi 4. taxta Dagsbrúnar sem lág- markslaun þegar neminn er ekki í skóla, skoðist það sem greiðsla fyr- ir skólatíma einnig. Mikið hafði verið um svo kallaða baksamn- inga, um margra ára skeið, sem meistarar létu nema undirrita í upphafi námstíma og fólst í því að viðkomandi iðnnemi fengi eitthvað hærra kaup meðan unnið var en síðan ekki kaup í skóla. Þessir samningar flestir voru nemum óhagstæðir og komu þeir út með minni árslaun en þeir sem fengu greitt sitt taxtakaup allt árið. INSÍ fékk marga af þessum samn- ingum dæmda ógilda, en ekki var hægt að horfa fram hjá þessu eða uppræta þá alveg og þótti því rétt að semja um ákveðin lágmarks- laun fyrir þá nema sem ekki fengu kaup í skóla. Með lögum um launajöfnunar- bætur og síðan með samningum um þær, frá 1974 og ‘75 fengu iðnnemar þær ýmist sem krónu- töluhækkun eða prósentu af sveinakaupi. Krónutölu hækkunin olli því, að raunkaup iðnnema varð nokkuð hærra en umsömdu prósenturnar frá 1974 sögðu til um og var vegið hart að atvinnurek- endum í samningunum 1976, að þær yrðu felldar út og yrði þá um kauplækkun að ræða hjá iðnnem- um. Með samningunum 1976 urðu prósenturnar 50% á 1. ári, 55% á 2. ári, 60% á 3. ári og 65% á 4. ári plús láglaunabæturnar sem ákveðin krónutala sem ekki tæki á sig hækkanir. Einnig var í þessum samningum samið um kaup fyrir unnin tíma og var þá felld niður viðmiðunin við Dagsbrúnartaxtan og tekin upp prósenta af sveins- kaupi. Ástæðan var sú, að komið hafði í ljós að þeir nemar sem fengu greitt kaup eftir Dags- brúnartaxta fengu margir hverjir ekki greidd þau hlunnindi sem kveðið var á um í samningum um iðnnemakjörin. Frá því 1970 hefur iðnnema- hreyfingin gert samninga beint við einstök meistarafélög í þeim grein- um sem hinir almennu samningar um iðnnemakjörin náðu ekki til á hverjum tíma. Þó hefur ekki tekist enn að dekka allar iðngreinar. Þeir sérsamningar sem eru í gildi núna eru samningar við Hárgreiðslu- meistara og við Hárskerameistara. Eins og staðan er í dag, stendur iðnnemahreyfingin á mörkum þess að fá fullan samningsrétt og því verðum við enn að treysta á stuðn- ing og velvilja verkalýðshreyfing- arinnar í samningum um kaup og kjör iðnnema. Staða INSÍ hefur styrkst nokkuð að þessu leiti með tilkomu samstarfsyfirlýsingarinr,- ar milli INSÍ og ASÍ, sem undirrit- uð var fyrir nokkrum dögum og fjallað var um á síðasta þingi INSÍ. I framtíðinni liggur mikið verk fyrir iðnnemasamtökunum á sviði kjaramála þar sem um mikla breytingu er að verða á iðnnámi. Þessi breyting veldur því að iðn- nemar verða að vera vel á verði og vernda þau réttindi, árangur og viðurkenningu, sem hreyfingin hefur áunnið sér á sviði kjaramála. Einnig verður um að ræða mjög mikla formbreytingu í gerð kjara- samninga í kjölfar nýrrar skipan iðnnámsins. Ég hef hér rakið í stórum drátt- um þróun kjaramála iðnnema og hef reynt að koma inn á öll þau atriði sem máli skipta til að gefa mönnum hugmynd um þróun þessara mála. Nauðsynlegt væri að rannsaka þessa hluti betur og safna saman gögnum um kjaramál iðnnema, með það fyrir augum að gefa út sögu iðnnemasamtakanna. Jónas Sigurðsson. ilITSTJÓRASKIPTT Jason Steinþórsson hefur nú á- kveðið að segja af sér störfum sem ritstjóri Iðnnemans sökum annara starfa. í hans stað hefur sambands- stjóm kjörið Loft Þór Pétursson í embætti ritstjóra Iðnnemans. Fyr- ir hönd Iðnnemasambands íslands þakka ég Jasoni störf hans í þágu hreyfingarinnar, jafnframt því sem ég bið Loft velkominn til starfa, og vona að honum farnist vel í því að koma baráttumálum iðnnema á framfæri í málgagni okkar. Sveinn Ingvason. Rafvirki nokkur var sendur snemma morguns til þess að setja upp ljósakrónu í nýju húsi. Ekki kom hann aftur fyrr en undir kvöld og voru menn farnir að undrast mjög um hann. Er hann var spurður hvernig þetta hefði gengið, sagðist honum svo frá: — Ég gekk beint að því að setja upp krónuna, einsog lög gera ráð fyrir. Þegar því var lokið kveikti ég á öðrum rofanum við dyrnar, en þá kom bara hálft ljós á perurnar. Ég kveikti nú á hinum rofanum, en þá dóu öll Ijós. „Nú, jæja,“ hugsaði ég. Þeir hafa verið svona klárir, sem tengdu hér í loftin. Ég tók síðan allt í sundur í loftdósinni og tengdi að nýju. Setti svo nýjar sikringar í og prófaði aftur, en nú kviknaði bara á einum vegglampa. Það hlaut því að vera eitthvað vitlaust annars staðar. Ég tók nú í sundur í svefnher- berginu, það er vitanlega allt vit- laust, en þegar ég var búinn að ganga frá því aftur, var dautt í eldhúsinu og ganginum. Ég fór nú að athuga hvort rétt væri tengt í eldhúsinu, og stóð uppi á eldavél- inni. Viti menn: Fæ ég ekki þetta hrotta stuð í lappirnar og var nærri dottinn oní vaskinn. Ég sá nú að engar smávitleysur voru á ferðinni, fyrst eldavélin var komin inn á ljósakerfið. Mér tókst að lokum að koma straum á einn tengil í eldhúsinu og stakk þar í prufulampa, sem ég hafði verið svo forsjáll að taka með mér. Ég sagði fólkinu að ég myndi koma á morgun og kippa þessu í lag og var húsmóðirin mér mjög þakklát fyrir það. 7? Verkfallsréttin verðum við, að vernda sem við getum. Við gefum aldrei Geira grið, sem græðir fullum fetum. rutfol. Trúboði: — Af hverju glápirðu svona á mig, ókunni blámaður? Negrinn: — Ég er frá matvælaeft- irlitinu. í Egyptalandi til forna fór tann- taka þannig fram á þann hátt, að tréhjálmur var settur á höfuð sjúklingsins og barið á, þar til sjúklingurinn rotaðist. Síðan var tönnin tekin. Það gæti verið at- hugandi fyrir tannlækna hér á landi, að rifja upp þessa gömlu (góðu) aðferð, ef sjúklingarnir vilja ekki láta deyfa sig. Einnig ætti þessi aðferð að verða eitthvað ódýrari.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.