Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1977, Blaðsíða 8

Iðnneminn - 01.05.1977, Blaðsíða 8
VIÐTAKANDI: smMwm r [ Hefur þjóðin efni á verkfalli? Viðtal við samningamenn — Hverjar eru helstu breytingar á kröfum iðnnema frá fyrri samn- ingum? Aðal breytingarnar felast í því að þau tvö kerfi sem iðnnemar hafa fengið kaup sitt greitt eftir, eru sameinuð í eitt. Þannig að um verði að ræða kaupgreiðslu til iðn- nema allar vikur ársins, minna kaup er þeir eru í skóla og svo meira er þeir vinna. í annan stað er gerð krafa um samninga um kjör verkskólanema og nema úr iðjubrautum Fjölbrautaskóla, en þetta er í fyrsta sinn sem reynt er að semja um heildarkjör fyrir þessa nema. Svo eru ýmsar minni kröfur sem of langt mál yrði að tlja upp. — Teljid þið líkur á því að þœr nái fram að ganga? Hallgrímur G. Magnússon Slíku er alltaf erfitt að svara, en það sem ræður árslitum um það, er hversu mikil pressa er lögð á atvinnurekendur bæði af okkar hálfu og af hálfu sveinasamtak- anna. — Hvert er álit ykkar á því að iðnnemar fái sjálfir samningsrétt- inn í hendur? Iðnnemahreyfingin hefur náð nokkuð langt með að ná þeim mannréttindum sem samnings- rétturinn er og af hálfu ASÍ er svo litið á að við séum fullgildir aðilar í samningum. Atvinnurekendur hafa þó ekki formlega viðurkennt þennan rétt okkar að undantekn- um fáum meistarafélögum. Við teljum að viðurkenningin sé aðeins spurning um tíma og að því muni koma að við fáum fullan samn- ingsrétt. — Hvernig finnst ykkur ASÍ forystan hafa staðið sig í fyrri samningum? Slíku er erfitt að svara, enda fer árangur samningaviðræðna eftir aðstæðum hverju sinni. En við trúum ekki öðru en að flestir þeir sem fara með umboð verkafólks á þessu sviði reyni eftir megni að ná fram því sem hægt er hverju sinni. Einnig teljum við, að þegar á að meta árangur af starfi forystu- manna verkalýðshreyfingarinnar í kjaramálum, verði að taka með í Sveinn Ingvason reikninginn hversu fast hinn al- menni launþegi styður við sína menn. — Hvaþa breytingar teljið þið að þurfi að gera á núverandi formi samningaviðrœðna, með það fyrir augum að koma í veg fyrir löng og dýr verkföll? Það er sama hvaða form yrði tekið upp í þessu sambandi, það kemur ekki í veg fyrir verkföll. Á meðan verkalýðurinn verður að sækja sjálfsögð réttindi sín, rétt- indi til að lifa mannsæmandi lífi, í hendur atvinnurekenda og óvin- veitrar ríkisstjórnar, verður hann að nota þau vopn sem að gagni kunna að koma hverju sinni, og þar á meðal verkfallsvopnið. — Hvað teljið þið að ASÍ megi slá mikið af kröfunum til að koma til móts við vinnuveitendur? Ekkert. Spurningin er sú hver er máttur verkalýðshreyfingarinnar til baráttu. Jónas Sigurðsson — Teljið þið þjóðina hafa efni á verkfalli? Spurningin er frekar sú, hvort verkafólk geti lifað af þeim sultar- launum sem það hefur í dag, hvort frekar fámennum hópi á að líðast að skammta verkafólki réttmæta eign þess úr hnefa, hvort atvinnu- rekendum eigi að líðast það að reka verkalýðshreyfinguna út í verkföll. Skrifstofa Iðnnemasambandsins er opin mártud.—föstud. frá kl 13.00 til 17.00 og á þriðjudögum og fimmtud. frá kl. 19.30 til 20.30. Iðnnemasamband íslands Njálsgötu 59, simar 14410 og 14318. Félag járniðnaðarnema Auðarstræti 17. Skrifstofutími á fimmtud. frá kl. 20.00—21.00. Sími: 10988. Félag bókagerðarnema Hverfisgötu 21. Skrifstofutími á mánud. frá kl. 20.00—21.00. Félag nema í húsgangaiðn Auðarstæti 17. Skrifstofutími á mánud. frá kl. 20.00—21.30. Sími: 17390. Félag nema í byggingariðnaði Auðarstræti 17. Skrifstofutími á fimmtud. frá kl. 20.00—21.00. Sími: 16970. Félag nema í rafmagnsiðn Freyjugötu 27. Skrifstofutími á miðvikud. frá kl. 20.00—22.00. Sími: 23888. Félag iðnnema á Akureyri Glerárgötu 20. Skrifstofutími á fimmtud. frá kl. 20.00—22.00. Sími: 22489.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.