Ljósberinn - 15.07.1922, Blaðsíða 2
218
LJÓSBERINN
gera eitthvað gott, og það er að líta á sjálfan sig
og vita, hvort hann er demantur, og ekki kol.
----o-----
Þektu sjálfan þig.
„Glögt er auga á annars lýti, en ekki sín eigin“,
segir gamall málsháttur. petta er sannmæli. Margur
sér svo glögt yfirsjónir annara, en ekki sínar eigin;
hann þekkir ekki, sér ekki sjálfan sig. En þá getur
hann heldur ekki iðrast þess, sem hann hefir gert
rangt.
Litli drengurinn, sem sagði, að hann væri ekki
angurvær út af því, sem hann hefði gert, heldur
af því, að það hefði komist upp, hann iðraðist ekki.
Tökum dæmi af herbergi. þegar búið er að skjóta
hlerum fyrir gluggana og niðdimt er inni, þá safn-
ast þar fyrir ryk og óhreinindi. En ef þú teku hler-
ana frá og hleypir sólskininu inn, þá sérðu könguló-
arvefina hanga hér og þar og rykið í hrúgum; þá
þarftu óðara að fara og sópa og þurka af í her-
berginu. J>ú getur ekki horft á þennan óþverra.
Eins er því varið, ef vér ’opnum hjörtu okkar
fyrir orði Guðs, þá skín það inn og þá förum við
að flýta okkur að hreinsa burtu óhreinindin og koma
öllu í röð og reglu. Ef þú ert fús til að elska Guð
og hlýða honum, þá veitist þér létt að finna hann.
Opnaðu því hjarta þitt, barnið gott, eins og þú
opnar gluggana á herberginu þínu; þá kemur Guð
og tekur sér bústað í hjarta þínu eins og sólskinið