Ljósberinn - 15.07.1922, Blaðsíða 6
222
LJÓSBERINN
konungur fram og faðmaði að sér konuna sína og
börnin sín og nú laust alt fólkið upp fagnaðarópi
og stráði nú rósum fyrir fætur ungu drotningarinnar.
Og svo fóru konungur og drotning ásamt börnum
sínum heim til hallarinnar, og í höllinni og allri
borginni var nú haldin hátíð hin mesta. Hvert ein-
asta hús í borginni var uppljómað. B. .T.
-------------------------o----
Bæn og þakklátssemi.
pað er sagt frá fátækri ekkju á Jótlandi, að
hún bað Drottinn að gefa sér brauð handa börn-
unum sínum; hún reiddi sig á þessi orð Drottins:
„Eg er verndari ekkjunnar og faðir föðurleysingj-
anna“.
Hún gekk fram hjá opinni kirkju, gekk inn og
kraup til bænar við altarið, og lagði allar sínai'
áhyggjur fram fyrir Drottin og bað hann hjálpar.
pegar hún gekk út úr' kirkjunni, þá stóð þar
maður, sem gaf henni tíeyring, því að hann sá,
að hún var fátækleg og döpur í bragði. Hún hugs-
aði ekki: „Til hvers er maðurinn að gefa mér þetta
lítilræði? Hvað ætli tíeyringur bæti úr þörf minni?“
Nei, hún tók þakklátlega við tíeyringnum og gekk
burt. í þeim sömu svifum kom maður neðan fra
sjó og sagði henni, að þá nótt hefði veiðst mikið
af síld, svo að hægt væri að fá nokkrar síldir fyrir
fáa aura. Hún brá við og fór til sjómannanna með
tíeyringinn og fékk fyrir hann svo mikið af síld,
að hún gat varla borið það í einu. Sjómennirnir