Ljósberinn


Ljósberinn - 15.07.1922, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 15.07.1922, Blaðsíða 7
223 LJÓSBERINN voru góðsamir við hana, því að þeir þektu hana og vissu, hve fátæk hún var og börnin hennar fimm. „En hvað á eg að gera við alla þessa síld, sem er eftir?“ sagði hún, þegar hún og börnin voru bú- in að fá nægilegt að borða. Og hún svaraði sjálfri sér: „Eg veit, hvað eg skal gera. Eg ætla að reykja hana og selja hana svo“. Og þetta varð að ráði. Smám saman fór hún að verzla með reykta síld, og svo fór, að hún gat alið upp börnin sín fyrir tíeyringinn; hana brast aldrei daglegt brauð. En hún gleymdi heldur aldrei eftir það að ganga í kirkjuna á hverjum sunnudegi og leggja tíeyr- ing í féhirzlu fátæklinganna við kirkjudyrnar. Hún hugsaði með sér: „Guð lánaði mér tíeyringinn og eg vil skila honum með margföldum vöxtum“. ----o---- Sunnudaginn 1 6. júlí. L e s t u Daníel 5. kap. Lærðu: Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem haldinn verður yfir öllu því, sem iiulið er, hvort sem það cr ilt eða gott. (Préd. 12. 14). Belsazar konungur situr að drykkju, andvaralaus um velferð sina, stórmenni hans skjalla hann, en þegar alt ' einu sjást fingur rita á vegginn þar sem mest var birt- a'h þá skjálfa þeir af hræðslu, — svo fer jafnan sjálf- tirgingum, þegar Drottinn tekur í taumana. Drotningin er hollráð, og Daníel er einurðargóður. Heldurðu að þú tofðir þorað að segja ráðherra — eg tala ekki um kon-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.