Ljósberinn


Ljósberinn - 22.07.1922, Qupperneq 3

Ljósberinn - 22.07.1922, Qupperneq 3
LJÓSBERINN 227 Grunnhygginn ferðamaður. „Segðu mér nú sögu“, sagði gálaus og hugsunar- laus piltur við kennara sinn. „Eg vil ekki að verið sé að prédika yfir mér, því að eg vil vera langt frá öllu, sem er alvarlegt. Alvara og gaman á illa saman“. ,,Jæja“, svaraði kennarinn; „eg skal þá segja þér eina sögu. Einu sinni fór maður í ferðalag. Hann fylti malpoka sinn af ágætum mat og ljómandi ávöxtum. Ferðinni var heitið yfir eyðimörku eina víða og gróðurlausa. Fyrstu dagana fór hann um brosandi og' frjósöm héruð; þar voru aldinviðir og gnægð góðra ávaxta, sem ferðamenn gátu tínt sér til hressingar eftir þörfum. En þessi ferðamaður nenti því ekki; honum þótti hægara að eta matinn og ávextina úr pokanum sínum. En nú kom eyðimörkin, og svo lagði hann út í hana; en hún var nú ekki strax á enda, og þegar hann var búinn að þramma í sandinum nokkra daga, þá var hann búinn með alt nestið. Nú komst hann í skelfilegar nauðir, eins og vænta má, því ekkert var þar fyrir hendi, nema glóðheitur sandurinn. Að nokkrum dögum liðnum gafst hann upp af hungri og þorsta, og þarna iét hann lífið með mikl- um harmkvælum“. „Hann hefir verið í meira lagi heimskur, þessi ferðamaður", sagði pilturinn, „en að honum skyldi ekki detta í hug í tæka tíð, að hann ætti yfir svona breiða eyðimörk að fara“. „Já, heimskur var hann, satt er það, afleitur

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.