Ljósberinn


Ljósberinn - 04.08.1922, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 04.08.1922, Blaðsíða 2
LJÓSBERINN Ljósberina ársgamalí. Hinn 6. ágúst í fyrrasumar kom út fyrsta tölu- blað Ljósberans, og nú í dag, 5. ágúst, er >á ár liðið síðan hann hóf göngu sína meðal barnanna. Á þessum liðnu tólf mánuðum hefir hann eignast marga góða vini og kaupendatalan mun nú vera nær þúsundi, — þar af rúm 500 hér í Reykjavík og 100 í Hafnarfirði. En það er alt of lítið til þess að hann geti borgað útgáfukostnaðinn sjálfur, og komið að tilætluðum notum. En Ljósberinn hóf göngu sína í fyrra í Jesú nafni og honum hefir farnast vel, og eins og minst hefir verið á hér að ofan, eignast marga vini, — sem ekki vilja missa hann aftur. 1 vetur gaf hahn út fallegt jólablað, alt með myndum, sálmum og fallegum sögum. Bókhlöðuverð þess var að minsta kosti 2 k r ó n u r, en það var selt á eina 5 0 a u r a, svo öll börn í bænum gætu eignast það. Nokkuð af því seldist og talsvert var gefið. Ekki hefði Ljósberinn getað gert þetta, ef Drottinn hefði ekki sent góða menn, sem hjálpuðu til þess að börnin ættu kost á svona fallegu og ódýru jólablaði. J>að er altaf gott að treysta D r o 11 n i, og það hefir Ljósberinn fengið reynslu fyrir þetta ár, og þess vegna heldur hann öruggur á f r a m, þótt stundum sé ýmislegt erfitt. Hann treystir því, að hann fái haldið þeim vinum, sem hann þegar hefir fengið, og margir fleiri bætist við. Hann vill hafa góð áhrif á börnin, vekja hjá þeim guðrækni og lotningu fyrir hinu háleita, skyldurækni og trúmensku til orða og verka. Og, kæru foreldrar, styðjið nú að því að

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.