Ljósberinn


Ljósberinn - 04.08.1922, Síða 5

Ljósberinn - 04.08.1922, Síða 5
LJÓSBERINN um þetta að orði er hann vaknaði: Hér er vissu- lega Guðs hús, og hér er hlið himinsins! Og þó var þarna ekkert sýnilegt hús og ekkert hlið. Elskulega barn! hugsaðu um þetta: H v a r, sem þú felur þig Guði, — h v a r, sem þú leitar hans í innilegri bæn, þar er Guðs hús og hlið h i m i n s i n s. Hafðu þetta æfinlega í huga, og ekki sízt er þú — eins og Jakob — legst til svefns á kvöldin. Og vertu alveg viss um það, að Guð heyrir til þín er þú biður: „Drottinn, láttu mig dreyma vel, sem dyggan Jakob ísrael, þegar á steini sætt hann svaf, sæla værð honum náð þín gaf.“ Sannarlega mun hann svara og segja: Sof þú vært, blessað barn! Sjá, eg er með þér og varðveiti þig. Og englar mínir vaka yfir þér. Á — 16. ----o----- Sagan um týnda soninn. þið sjáið mynd hér á næstu síðu, eða réttara sagt Uiargar mynair. Af hverju haldið þið að þær séu? Nú skuluð þið fá að heyra það. Fyrst lítum við í hornið vinstra megin. þar sjáum við pilt með staf og töslcu undir hendinni, og hundinn við hlið sér. En ef við lítum betur á myndina, þá sjáum við gamlan mann, sem horfir hryggur á eftir honum. Það er faðir hans. Hví ætli hann sé hryggur? Jú, Það er af því, að drengurinn hans er að fara að heiman. Hann hefir aldrei fyr farið neitt í burtu.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.