Ljósberinn


Ljósberinn - 04.08.1922, Page 8

Ljósberinn - 04.08.1922, Page 8
LJÓSBERINN tók sig upp og fór á stað. — Hann gekk lengi í marga daga, — þreyttur og svangur og sorgbitinn. Loksins komst hann svo nálægt heimili sínu, að hann gat séð heim. Svo hélt hann enn áfram, þang- að til hann kom svo nálægt, að hann sá alt heima glögt og greinilega. Og hann var alveg hissa á sjálf- um sér að hann skyldi nokkurntíma geta, yfirgefið þetta heimili. Hann sáriðraðist þess að hafa nokk- urntíma yfirgefið heimili sitt og bakað föður sín- um þá sorg. Og hann áræddi varla að koma aftur, en svo herti hann samt upp hugann og fór heim, en ekki var hann kominn langt, þegar faðir hans sá hann, og varð svo glaður, að hann hljóp á móti honum og faðmaði hann að sér og féll um háls honum og kysti hann. En hann sagði: „Faðir, eg hefi syndgað móti himninum og fyrir þér; eg er ekki framar verður að heita sonur þinn“- En faðir hans var svo glaður yfir, að þessi sonur hans, sem var týndur, var fundinn, og hann fyrir- gaf honum alt og lét draga hring á hönd honum og skó á fætur honum og sló upp veizlu fyrir hann. En mesta gleðin var á himni. þar sungu englarn- ir — eins og við sjáum á myndinni — gleðilofsöngva yfir hinum unga manni, sem snéri sér og iðraðist. „pví meiri gleði verður á himnum yfir einum synd- ara, sem snýr sér og iðrast, heldur en yfir níutíu og níu réttlátum, sem ekki þurfa iðrunar við“. H. Á. Afgreiðsla Ljósberans er i Bergstaðastrœti 27. Afgreiðslumaður H e 1 g1 i Árn as on, Njálsgötu 40. Rit'stjóri Jón Helgason, prentari. — Prentsmiðjan Aeta.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.