Ljósberinn


Ljósberinn - 09.09.1922, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 09.09.1922, Blaðsíða 4
284 LJÓSBERINN Sögurnar hennar mömmu. (Æfintýri). Teknar úr »Hjemmet«. — Eftirprentun bönnuð. Vinirnir. . Niðurl. Höggið lenti í þess stað á vesalings rakkanum, sem lá og dottaði; hann rauk upp skrækjandi af sársauka og hljóp burt og faldi sig undir skógar- runni. En sólskríkjan veitti karlinum hörðustu ávít- ur og sagði, að hún skyldi launa honum þetta seinna. En karlinn hló bara að henni og sagði, að hundurinn hefði átt það meira en skilið, því að hann hefði strokið frá sér. Að svo mæltu ók hann áfram; en hann tók ekki eftir því, að sólskríkjan hafði skotist inn undir vagnþakið og hjó þar nef- inu hart og títt í tappann á einni vínámunni, þang- að til henni tókst að ná honum úr og vínið bullaði út lir tunnunni. þegar karlinn tók eftir þessu, þá varð hann bálreiður og ætlaði að slá svipunni í sól- skríkjuna, því að hún sat nú á einum kassanum og hló að honum. En hún flaug leiðar sinnar, en svipu- höggið kom í kassana og þeir fóru margir í rnola, svo skínandi fallegir sem þeir voru. „Mikill dæmalaus slysaslápur er eg nú“, sagði karlinn. „Já, bíddu bara, þú skalt fá að kenna betui' a mér“, sagði sólskríkjan, og skömmu síðár var hún búin að höggva tappana úr öllum hinum ámunum, svo að alt góða vínið vall og flaut niður á götuna.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.