Ljósberinn


Ljósberinn - 09.09.1922, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 09.09.1922, Blaðsíða 5
L JÓSBERINN 285 pegar karl sá það, sveiflaði hann svipunni að sól- skríkjunni, alveg eins og áður, >ví að enn var hún sezt á kassana og hló að honum; en höggið lenti bara í kristalskassana og molbraut þá alla. „Mikill ógæfumaður er eg“, sagði karlinn, ,,sól- skríkjan sú arna ætlar að gera mig blásnauðan". „þú skalt nú fara verri för en þetta“, skríkti sól- skríkjan og skaust enn undir vagnþekjuna og hjó göt á alla pokana, svo grjónin hrundu niður á göt- una; kom þá þegar heill sveimur af fuglum, sem tíndu í sig grjónin. Karlinn varð nú svo reiður, að hann vissi ekki vitund hvað hann gerði; hann lamdi nú svipunni til allra hliða, eins og hann hafði krafta til, en hæfði ekki einn einasta af fuglunum litlu. En endir- inn varð sá, að vagninn mölbrotnaði, svo að hann varð að fara heim með hestana, og það gekk nú seigt og seint, því að hann var orðinn alveg ær af öllum þessum óförum. En þegar hann loksins komst heim, sá hann að konan hans sat grátandi frammi í eldhúsinu. „Æ“, sagði hún, „hingað er kominn einhver hræði- legur fugl, hann hefir teymt hingað margar þús- undir annara fugla, og þeir hafa flogið inn á akur- inn, og nú éta þeir öll hveitikornin okkar, og heill hópur situr uppi í kirsiberjatrjánum, þar verður ekki eitt einasta ber eftir. Sjáðu, þarna situr nú einn fyrir utan gluggann og hlær að okkur“. „pað er hann, sem er valdur að öllum mínum óförum“, sagði karlinn bálvondur, og ætlaði að henda stafnum sínum í sólskríkjuna, en hann hæfði

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.