Ljósberinn


Ljósberinn - 09.09.1922, Qupperneq 6

Ljósberinn - 09.09.1922, Qupperneq 6
286 LJÓSBERINN aðeins gluggann, sem mölbrotnaði. Sólskríkjan flaug þá inn í eldhúsið og settist upp í diskagrind- ina. Karlinn sveiflaði þá stafnum til hennar, svo að allir diskarnir skoppuðu niður og brotnuðu, en sól- skríkjan flaug upp á eldhúsborðið og skríkti: „þú skalt deyja, vegna þess hvað þú ert vondur við skepnurnar". „Nei, þú skalt deyja, fuglskömmin þín!“ æpti karlinn og sló til hennar með stærðar sleggjti, en hæfði stóra körfu fulla af eggjum, sem öll möl- brotnuðu. „Æ, indælu eggin mín!“ æpti kerlingin, „þetta er alt andstygðar fuglinum að kenna. Nú skal eg hjálpa þér til að drepa hann“. Svo þreif hún eld- töngina og reyndi að berja sólskríkjuna, en hún flaug yfir höfðum þeirra og hló og hæddist að þeim. þau urðu þá svo óð af reiði, að þau lömdu og börðu út í loftið án þess að hugsa um hvar höggin lentu, og seinast hittu þau hvort annað í höfuðið og duttu dauð niður bæði tvö. Og það höfðu þau bæði verð- skuldað, því konan var heldur ekki góð manneskja, hún hafði altaf svelt hænsnin sín og kjúklingana, og það er stór synd að vera ekki góður við vesalings skepnurnar, því þær geta engu af sér hrundið, en ef okkur þykir vænt um þær, þá þykir þeim líka vænt um okkur. Hjónin sem síðar bjuggu í þessu húsi, voru allra beztu manneskjur, þau tóku gamla hundinn að sér og gáfu honum daglega fulla skál af bezta mat og ferskt vatn, og á sunnudögum fékk hann bæði rjóma og sykur og indæla stóra Vínarbrauðsbollu,

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.