Ljósberinn


Ljósberinn - 09.09.1922, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 09.09.1922, Blaðsíða 2
282 LJÓSBERINN með rafmagni, en járnið héldi ekki segulkraftinum nema rétt á meðan rafmagnsstraumurinn verkaði á það. Morse varð nú alveg hugfanginn af þessari ný- lundu og fór að velta því fyrir sér þar á skipinu, hvernig hægt væri að búa til ritvél, sem gert gæti punkta og strik á pappírsræmu eftir föstum regl- um, svo að af því mætti gera stafróf og senda skeyti með rafmagnsstraumi eftir símaþræði lang- ar leiðir, til annarar vélar, sem tæki við skeytinu. Hann fór nú að gera uppdrætti af þessum út- búnaði öllum að skipverjum ásjáandi. þegar hann kom úr þessari för, fór hann að búa til ritsíma eftir teikningu sinni, og í nóvember 1835 var hann fullgerður, svo að hann gat sýnt hvernig vélin gæti ritað. Frh. ----o---- Iðnin er auðnu móðir. Bóndi nokkur bláfátækur lá fyrir dauðanum- Hann vissi, að hann skildi ekkert eftir handa börn- um sínum, hvorki peninga né aðra fjármuni. Hon- um datt þá í hug ráð til þess að lokka börnin sín til að vinna, svo að þau hefðu alt af nóg fyrir sig að leggja. Hann kallaði þau því öll að rúmi sínu og sagði: „Eg á ekkert innanstokks handa ykkuL börnin mín, eins og þið sjálf vitið; en í aldingarðin- um mínum hérna fyrir utan hefi eg falið alt það, sem eg hefi getað aflað mér um dagana; þar meg' ið þið leita að því“.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.