Ljósberinn


Ljósberinn - 13.12.1924, Side 4

Ljósberinn - 13.12.1924, Side 4
400 LJÓSBERINN____________________ Á nýársdaginn komu gestir Dóróþeu. þá varð nú heldur líf og gleði í gömlu stofunum, eftir alla þungu og þreytandi þögnina, sem þar hafði verið lengi, lengi. þegar Marta sá stofurnar, sem nú áttu að verða framtíðarhíbýli hennar og barnanna hennar allra, þeirra er nú voru á lífi, þá grét hún af fögnuði og þakklátssemi. En enginn var þó glaðari og þakklátari en Dóróþea sjálf. Nú fanst henni sem sér væri bætt upp öll ein- veruárin, sem hún hafði eytt þarna í þungum hugs- unum og sárri gremju við alt og alla. Hún hugsaði oft með sjálfri sér: „Jólasveinninn hefir áreiðanlega verið sendur til mín og hann hefir heldur ekki farið erindisleysu". Og hún þakkaði Guði. Um blindu börnin í Kína. í engu landi í heimi er jafnmikið af blindum böinum og blindu fólki og i Kína. það er heldur engin furða. Kína er fjölmennasta þjóð heimsins; og svo eru Kínverjar yfir- leitt ósköp óþrifnir. Heiðingjar flestir láta sér litlu varða hvernig farlama fólki og aumingjum líður. þess gjalda vesalings blindu börnin i Kína. Álitið er að þau muni aldrei geta gert neitt að gagni. þvi eru þau ekkert látin læra, og eina fram- tíðarvonin þeirra er að verða beiningamenn; því er meira um beiningamenn í Kína en máske í nokkru öðru landi. —' Vesalings blindu börnin í Kína! — þau eru blind i tvenn- um skilningi. Ó, hve Drottinn hlýtur að kenna i brjósti u®

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.