Ljósberinn


Ljósberinn - 13.12.1924, Qupperneq 6

Ljósberinn - 13.12.1924, Qupperneq 6
402 LJÓSBERINN þeir eru búnir að læra að lesa allir nema tveir minstu drengirnir. Nýja testamentið hafa þeir lesið mest alt og kunna öll ósköpin utanbókar. Mér finst þeir syngja alveg ágætlega, og ekki þykir mér ólíklegt, að þeir kunni fleiri söngva en flest alsjáandi börn heima í Noregi. —. Og svo hafa þeir lært að v e f a. þið ættuð að sjá hvað þeir eru duglegir og lagnir þegar þeir eru sestir í vefstólinn! Enda eru þeir líka önnum kafnir frá morgni til kvölds. Klukk- an 5 á morgnana heyri eg þá oft vera fama að lesa hátt og prýðilega og með miklum seim, eins og Kinverja er siður. Kennarinn þeirra er á miðri myndinni. Stærsti piltur- inn fyrir aftan hann er organisti í kirkjunni hérna; hann kennir nú hinum drengjunum blindra letrið. Minsti drengurinn (fremst til hægri) er bæði blindur og mállaus; hann er útburður, vesalings barnið; við fundum hann í Laohokow af tilviljun. Eða máske Guð sjálfur hafi sent okkur til að hjálpa honum“. Nú langar mig til að biðja ykkur að biðja oft fyrir blindu drengjunum i Gjundjó, að Guð gefi þeim andlega sjón, og að þeir snemma læri að elska Jesú, vininn sinn bezta. — En því megið þið heldur ekki gleyma, að i Kina eru mörg hundruð blind börn, sem ekkert heimili eiga og sein enginn kristinn maður getur tekið að sér. — Máske kemur eitthvert ykkar hingað til Kína til að hjálpa þeim, þegar þið eruð orðin stór? Með kærri kveðju Svanhild Nesje. o

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.