Ljósberinn


Ljósberinn - 02.03.1929, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 02.03.1929, Blaðsíða 2
66 LJÓSBERINN lieyrir hana óðara. Jesús gaf kanrersku konunni þetta sanna barnslega hugar- far, til pess liann gæti miskunnað henni, sorgbitnu móðurinni. Sá, sem hiður með f)ví hugarfari, fær alt af bænheyrslu, Kæru börn! Biðjið en heimtið ekki. Við eig)im enga heimtingu á neinu hjá Guði, I>ví að hann er faðir okkar, og alt, sem við höfum, er frá honum, og fjar að auki erum við öll óhlýðin börn, eigum ekki skilið, að hann hjálpi okkur. Ef við könnumst við petta, pá rætast á okkur orð Jesú: »Sá fær sem biður, sá finnur, seiú leitar og fyrir peim, sem á knýr, mun upplokið verða«. Biðjið nú föðurinn himneska í Jesú nafni að gefa ykkur petta sanna barna- liugarfar til pess að pið getið alt af beðið og — öðlast. »Til auömýktar mitt hjarta hrær, pá hönd mér gef, sem brjóstið slær, og bæn, sem lirópar: »Herra kau, mér lijálp og miskunn sekum fær«. b. Heiðursmerkið. Smásaga sú, er hér fer á eftir, er frá dögum Nikita Svartfjallakonungs. Eitt sinn var liann í mikilli fjárpröng og pegar ítalíukonungur, tengdasonur lians reyndist eigi sem greiðviknastur í garð Nikita, komst hann í hálfgerð vandræði. Eins og gefur að skilja, var alt gert til pess að spara, og heiðurs- merki pað, er Nikita veitti að eins pbim, er unnið höfðu sér eitthvað sérstakt til ágætis, var nú smíðað úr nýsilfri í stað silfurs. Nú skeði pað einn góðan veðurdag, að kauptnaður einn austurrískur, sem komið hafði sérstaklega vel fram í við- skiftum við Svartfellinga, var sæmdur heiðursmerki pessu: Danilo-orðunni af 2. gráðu. Kaupmaður pessi var skraut- gjarn mjög og pótti lítil prýði að blikk- stjörnu pessari og fór pví til gullsmiðs i Vín og lét gylla hana og setja auk pess gimsteín í miðja stjörnuna. Afar nú orðan hin fegursta og vakti afarmikla eftirtekt. Skömmu eftir petta átti kaupmaður erindi t.il Setjene, höfuðborgar Svart- fjallalands, og undir eins og konungur varð pess vís að kaupmaður pessi var í borginni, lét hann boða hann á fund sinn. Kaupmaðurinn bjóst sínum bezta búningi og á brjóstinu hafði hann hina Ijómandi fallegu orðu. Pegar hann kom fyrir konung, fékk hann hinar beztu viðtökur; samt gat konungur eigi haft augun af hinni blikandi stjörnu á brjósti kaupmanns. Kaupmaður tók eftir pessu og fór eigi að verða um sel, flýttí liann sér að afsaka sig og skýra konungi frá inálavöxtutn, pví hann var hræddur við að hafa móðgað konung með pessu framferði sínu.. En konungur brosti góð- lega og mælti. Pér hafið komið svo vel fram í öllurn málurn gagnvart fósturjörð minni, að pað er langt síðan pér verð- skulduðuð Danilo-orðnna af 1. gráðu og hér með leyfi eg mér að festa hana á brjóst yðar«. Að svo mæltu tók Nikita hina fögru orðu af brjósti kaupmanns- ins og stakk henni í vasa sinn, en hengdi aðra í stað hinnar á hinn fallegn frakka kaupmanns, en sú orða var eins og hin hafði verið, úr hreinu nýsilfri. Pess er eigi getið, hvort kaupmaður hafi látið gylla liana eins og hina. Brosið. »Get-eg gert nokkuð fyrir þig?« spurði bjúkrunarkonan lítinn dreng, sem lá á sjúkra- húsinu. »Bro‘Stu til inín«, svaraði drangurinn.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.