Ljósberinn


Ljósberinn - 16.03.1929, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 16.03.1929, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 85 »Einliver kunning'inn úr sveitinni?« spurði stúlkan. »Ó, nei, ekki er það. Bað er stúlka, seui barst inn til mín ^f tilviljun í gær- kvöldi«, svaraði Marín, »eða ég ætti fremur að segja að Guð hafi vísað henni inn til mín«, bætti hún við. »Einmitt I>að«, sagði stúlkan, »þu [>ekkir hana pó víst eitthvað?« »Nei, ég pekki hana ekkert«, svaraði Marín einlægnislega. Hefi ekki séð hana fyr en í gærkvöldi«. »Af hverju leitaði hún [)á til pin, fremur en annara?« s[iurði stúlkan for- vitnislega. »0g pví fór hún ekki á gisti- hús t. d. hérna?« »Ég veit pað ekki, Óla inín, en ætli hún sé ekki ein af peim, sem fáa eiga vinina«, svaraði Marín með hægð. »Eða pá ein af pessum iðjulausu flæk- ingum, sem labba hús úr húsi og sníkja sig inn á fólk«, sagði Óla og bar ört á. »En pú mátt vara pig á peim, Malla mín, pær eru plágur, ein kóm um dag- inn í liús, og póttist vera að fala hús- næði, en livað heldurðu? Liún gerir sér lítið fyrir og stelur 10 króna seðli, rétt á meðan konan leit af henni um augna- blik — nei, pví segi ég pað, Marín, varaðu pig á svona drósum, pær eru ekki allar par sem pær eru séðar«. Marín starði öldungis forviða á stúlk- una á meðan hún lét dæluna ganga. Svo sagði hún ofur rólega: »Ég er ekk- ert hrædd um að stúlkan mín sé svona, og hún er enginn flækingur. En segðu mér annars eitt, Óla mín, heldur pú ekki, ef að pú værir sjálf bágstödd og vinasnauð, að pú yrðir fegin að einliver vildi líkna pér, og lofa pér að vera?« »Pú ert altaf eins, Malla mín«, sagði stúlkan hlæjandi, »ekkert annað en meinleysið og brjóstgæðin — betur að pér yrði aldrei hált á pví«. »Ekki óttast ég pað«, svaraði Marín gainla borginmannlega, kvaddi Ölu og hélt heim með heitu bollurnar sínar. Henni féll illa hvað næturgesturinn hennar hafði litla lyst á heitu bollunum og afbragðs kafíi, sem hún færði stúlk- unni í rúmið. Ekki leizt henni heldur allskostar á blikuna, [)ó hún talaði fátt, pegar stúlkan kvartaði um lasleika og treystist ekki á fætur. »Ætli pað líði ekki frá, heillin mín«, sagði hún hughreystandi, en pað »leið ekki frá«, og undir kvöldið voru bæði læknir og ljósmóðir komin heim í kof- ann hennar Möllu gömlu.-------- -----Að morgni næsta dags bættist gömlu konunni nýr gestur, — grátandi sveinbarn, og rúmri viku eftir pað var ókunna stúlkan liðið lík. — Marín gamla stóð grátandi hjá banabeðnum, og virti fyrir sér fölnuðu og kyrru ásjónu henn- ar. Pjáningasvipurinn var horfinn, friður dauðans var kominn með tignarlega ró. — En á beddanum í herbergishorninu kvikaði ofursmá veikbygð vera, lifandi vitni um horfinn gest, ókunnu stúlkuna, sem fyrir skömmu drap að dyrum og baðst vægðar í ofviðri andstreymisins. Litlu, mögru hendurnar fálmuðu ósjálf- rátt fyrir sór, — voru pær að leita að lilýju móðurbjósti til pess að orna sér við. — Blessað barn! Pér er snemma varpað á kalt veraldarhjarn. En pú veizt pað ekki — ekki enn pá. Pú lítur í kring um ])ig, augun pín leita að ljósi. Skuggsjá sálar pinnar er skær og fögur, og hún býr yfir leyndinni, sem felst í orðinu barn. Pau spyrja einskis ennpá, augun pín dökku og djúpu, en pau biðja um líkn handa munaðarlausu ungbarni, sem ósjálfbjarga er varpað við fætur pjóðfélagsins. Marín gerir krossmark yfir líkið og hverfur svo til barnsins á beddanum. Drengurinn kjökrar ofurlítið veikuin rómi. Gamla konan lýtur ofan að hon-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.