Ljósberinn


Ljósberinn - 06.04.1929, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 06.04.1929, Blaðsíða 4
108 LJÖSBERINN miður lirjóta svo inörg liugsunarlaus og köld orð af vörum mannanna, pau líkj- ast haglskúrunum, sem dynja á varnar- lausum nýgræðingnum. Jói spurði oft sjálfan sig á þessa leið: Af liverju talar Axel illa um móður mína sáluðu? Hafði hann heyrt talað svona um hana? Gat pað skeð að hún liaíi verið vond, »auðvirðileg stelpukind«, eins og Axel sagði? Og faðir hans? Hver gat frætt drenginn um liann ? Hann barðist við pessar spurningar, pær vörp- uðu óróa inn í hugskot hans, og áhyggj- uin, sem hann hafði ekki pekt fyr en Axel og félagar hans fóru að brígsla honum um föðurleysið. Hann fyltist óumræðilegri löngun eftir að vita, hverra manna hann var. Einstöku sinnum spurði hann Möllu gömlu, fóstru sína, en hann varð pess brátt vís, að gamla konan var lítið betur að sér í pví efni, en liann sjálfur, pó átti liann bágt með að trúa pví að hún gæti ekki, ef hún vildi, sagt sér ofurlítið meira um móður sína, lieldur en hún hafði gert liingað til. Drengurinn velti pví fyrir sér stund- arkorn hvort hann ætti að spyrja fóstru sína. einusinni enn, og komst að peirri niðurstöðu að réttast. væri að gera svo. »Fóstra mín«,' sagði hann hægt og hikandi og ýtti námsbókunum ögn frá sér um leið. »Heldurðu að pú vildir nú ekki segja mér svolítið um hana móður mína núna?« Marín leit á hann allra snöggvast. »Hvers vegna biður pú mig um pað núna, góöurinn?« »Af pví að ég var að hugsa um liana núna«, svaraði Jói. »Mig langar til að vita rneira um hana — — strákarnir — segja — að hún væri —svo — vond! — var hún það?« Marín gainla hætti alveg að prjóna og leit stórum augum á drenginn, sem laut liöfði kafrjóður út undir eyru. »IIvernig dettut pér í hug að spyrja svona, barn ?« sagði hún öldungis forviða. »Af pví að Axel segir að hún haíi verið vond og auðvirðileg í alla staði«, svaraði Jóliann með grátstaf í kverk- unuin. »Lifandi ósköp er að heyra petta! Bágt oiga pessi börn að vera svona vond! Nei, hún móðir pín heitin var ekki vond, Jóhann litli. Eg er máske ekki mannglögg manneskja, en svipur- inn hennar gat ta*plega svikið rnig«. Marín gamla varð æfinlega liátiðleg í bragði, þegar hún mintist á ókunnu stúlkuna, sem barst svo skyndilega inn í kofann liennar, og hvarf þaðan jafn- skjótt aftur. Drengurinn mændi með ákefð á gömlu konuna. »Æ, segðu mér frá henni!« sagði hann. »Pví miður var hún svo stutt hjá mér«, mælti Marín. »Og hún var ein- lægt lásin og oft lítt viðmælandi; ég reyndi til að láta henni líða þolanlega og vildi ekki ónáða liana með óparfa spurningum, þessvegna vissi ég sama sem ekkert um liana. Hún hefir eflaust átt erfitt uppdráttar og orðið fyrir sár: um vonbrigðum. Hún sýndi sig, blessuö stúlkan. Hún var þunglyndisleg og fá- orð, en auðvirðileg var hún sannarlega ekki! Mér varð strax lilýtt til liennar. Eg tala ekkert um hvað ég saknaði hennar. Hún var svo hlýleg, pó hún væri ekki margmál. Pú áttir góða móður, Jói minn, ég vildi óska að pú yrðir líkur henni«. Tárin glitruðu í augum drengsins. »0, ég vildi að hún hefði ekki dáið«, sagði hanu. »Guð sér bezt livað hentar«, svaraði Marín gamla stillilega. »En ,— en — sagði hann — talaði hún aldrei um hann föður minn? spurði drengurinn í hálfum hljóðum,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.