Ljósberinn


Ljósberinn - 06.04.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 06.04.1929, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 111 af pví, að Jerome hinn hefði yflrgefið hana. En litli Bonaparte hafði vasana fulla af góðgæti lianda litlu stúlkunni og huggaðist hún stórum við pað. Og svo sagði Bonaparte henni frá öllu heima, par á meðal frá kjallaranum, sein Napóleon bróðir hans hefði fundið, frá föður hennar, sem gerst hefði skóla- meistari, og frá kisu litlu, sem ýmist hefði verið hjá foreldrum hennar, ýmist hjá Desmoulins-fjölskyldunni og ýmist hjá móður sinni. Hjá móður sinni hefði hún stolið stóru fiskstykki, og mamma hefðilátið hana kenná á pví; en pá grétu pær litlu dætur Desmoulins og systur mínar Pauline og Karoline, pá gat mamma ekki fengið af sér að lúskra kisu. Eg á að heilsa ykkur frá peim öllum, og kisu líka«. Pegar Bonaparte litli var alveg prot- inn að sögum, pá lét hann Evgeníu segja sér margt frá fangelsinu. Og merki- legast af pví öllu var auðvitað pað, að hún hefði margsinnis átt tal við Dauphin litla, og pað var Bonaparte líka mest forvitni á að vita. En pegar kvöld var komið og pau fóru að hugsa til að ganga til náða, pá mælti Evgenía: »Eigum við ekki að biðja Guð um pað, að við mættum sem fyrst komast lieim aftur. Ilann Jerome, sein nú er farinn frá mér, bað alt af hátt fyrir Dauphin litla og pað gerir pú víst líka?« »Ég kann víst ekki að biðja rétt«, sagði litli. Bonaparte, »getur pú ekki kent méi' -pað?« »Jú«, svaraði Evgenía í hjartans ein- feldni. »Við skulum krjúpa á kné og svo bað Jerome á pessa leið: »Kæri Jesús, líttu hérna niður til okk- ar, verndaðu pá, sem við unnum og lof- aðu okkur að koma lieim sem fyrst. Og pú verður líka að gæta Dauphins litla, kæri Jesús, að illir menn geri honum ekkert mein. Amen«. Upp frá pví kvöldi gleymdi Jerome Bonaparte aldrei að biðja Guð. Daginn eftir kom kona Símonar skó- ara til peirra og hafði Daupliin ineð sér. Hún vildi heldur koma með drenginn til peirra, en að pau kæmu til hennar, pví að maður hennar kom svo oft heim fyr en hún bjóst við. Jerome Bonaparte viknaði eigi síður við pað að sjá Daup- hin en Jerome Desmoulins áður. En pau Moulins gamli og kona Símonar rak aftur og aftui' í rogastanz pann dag út af pví, að Dauphin leit eins og undrandi á pennan nýja Jerome. Var hægt að hugsa sér, að hann sæi í raun bg veru einhvern mun pessara tveggja drengja, sem annars voru svo nauðalíkir hvor öðrum. Skildi pað vera málrómurinn? pað gat enginn sagt peim og síst af öllu litli Dauphin sjálfur. Nú rann upp sá dagur, að hermaður kom og sótti Jeróme Bonaparte og leiddi hann fyrir »Velferðarnefndina« svo nefndu. Moulins hafði sagt drengnum, hvað í ráði væri, svo að hann var við öllu bú- inn. Ilann var pví hinn rólegasti, er hann fór með hermanninum; en beðið hafði liann litlu vinu sína að biðja fyr- ir sór, að honum yrði ekki á að segja sem öðrum gæti orðið til meins. Og Ev- genía lá á knjánum allan pann tíma, er vinur hennar stóð frainmi fyrir dóm- aranum. Dréngurinn leit á einn af öðrum af pessum mönnum og harðýðgin og grimd- in skein út úr svip peirra allra. Honum fanst í fyrsta bragði, sem liann sæi hvergi bregða fyrir vingjarnlegu andliti. Og pó' var einn í pessum hóp, sem leit til hans meðaumkunaraugum. Pað varð Danton. Pað var eini pjóðveldismaður- inn, sein var kunnur að pví, að hann væri alt of hófsamur; honum pótti pað meðal annars næsta ómannlegt að selja börn í fangelsi og myrða pau.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.