Ljósberinn


Ljósberinn - 06.07.1929, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 06.07.1929, Blaðsíða 2
194 LJOSBERINN konum sínum bolla af kaf'fi með endur- fundna syninum hennar. En [)að er eins og hann geti ekki kyngt sopanum sín- um. Loks segir hann grátandi: íMamma, fyrirgefðu mér, mamma, al- drei skal ég framar baka pér slíka sorg!« »Ég þakka pér fyrir! En ég hefi held- ur ekkert ú móti því. Ég er bara glöð af því að þú ert kominn hoim aftur, elsku drengurinn minn!« Já, það var veizla á heimilinu því á þeim degi. Alt laut að honum, sem var kominn heim. Móðurástin skein út úr öllu, stóru og smáu — ástin til hans. Vinkonurnar kvöddu þessa elskandi vini. IJað var óhugsandi, að þessi end- urfundur móður og sonar gæti nokkurn tíma þeim úr minni liðið. Ilugurinn barst hærra, barst upp að lijarta föðursins sem tekur á móti synd- urunum á sama hátt, já, langtum inni- legar en þessi móðir. En hve þær lang- aði til að geta hrópað þennan viðburð út um víða veröld. Kæri lesari! Ertu ekki í samfélagi við Drottin? Ertu farin úr föðurhúsunum? Kæra barn! Komdu þá heim! 1 húsi föður þíns er náðarborðið hans búið fyr- irgefningu syndanna og friði. Og þar er beðið eftir þér. Syndin, óvinurinn og heimurinn hafa blekt þig, þjáð þig og jafnvel leitt yfir þig smán. Pegar þú ert cinn, þá verður þú skelfdur, er þú sér þína löngu syndaskrá, og svo getur far- ið, að þú sjáir engar útgöngudyr fyrir þér. 0, vertu óhræddur. Freísari þinn seg- ir það ekki. Hann lætur vera opnar dyr handa þér,. sein enginn getur læst. Illustaðu á þessa kveðju frá honum: »Ég feyki burt misgjörðum þínum eins og þoku, og syndum þínum, eins og skýi. — Komið því og eigumst lög við, þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sern mjöll, þó að þær séu rauðar sem purpuri, skulu [>ær verða sem ull«. (Jes. 44. 22; 1. 18). — Kemur hann ekki enn?« spurði Óli litli með ákafa, þegar mamma hans kom inn til drengjanna. »Hann getur ekki orðið hér í kvöld«, sagði hún. Hann biður kærlega að heilsa þér og sendir þér þetta. Hann hefir bú- ið það til sjálfur«. »Pað er leiðinlegt að hann skuli ekki koma«, sagði Óli litli. »Mér geðjast svo vel að honum. En hvað ætli hann sendi mér nú annars?« Axel reyndi ekkert til að dylja fyrir- litningu sina þegar Óli sýndi honum myndina, sem hinir drengirnir dáðust all- ir að. Hróðugur á svipinn horfði Axel á rauð- málaða kastalann, sem hann liafði sjálf- ur gefið óla í afmælisgjöf, og var auð- velt að sjá hve lítils virði honum þótti inyndin frá Jóa í samanburði við gjöfina frá lionum sjálfum. En hinir drengirnir skoðuðu myndina í krók og kring og þótti mikið til henn- ar koma, svo að Axel þótti nóg um, þó kastaði fyrst tólfunum þegar að ‘skrif- stofustjórinn sjálfur, faðir hans Óla litla, kom heim og Óli fór að sýna honum allar afmælisgjaflrnar, en það yar eins

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.