Ljósberinn


Ljósberinn - 17.08.1929, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 17.08.1929, Blaðsíða 5
LJOSBERINN 245 »Eg þori ekki heim — ég pori ekki að vera úti á götuoni, — — má ég vera hérna-------?« Frú Ellert hlýddi gauingæfilega á sögu drengsins, útlit hans bar vott uin að sagan var sönn, angist og ótti skein út úr augum hans, eins og næturmyrkrið hefði hertekið sálina hans. Veslingurinn, munaðarlaus og einmana! Frú Ellert þerraði sér um augun og rendi hugannm inn í herbergið, þar sem litli ljóshærði sonurinn hennar svaf fjarri öllum ótta, umvafinn ástríkum föðurfaðmi á meðan þessi veslings drengur hafði verið að hröklast einn síns liðs í vetrar- kulda og myrkri, hræddur við allt og alla. — Hún lagði handlegginn utan um lierð- arnar á honum og hallaði honurn þegj- andi upp að sér, en drengurinn fann samúðaröldu streyma um sál sína, hún eyddi kuldanum og rak burtu óttan sem hafði leikið hann svo hart, og honum færðist ósegjanlegur friður. »Og svo parftu að hvíla pig vel, góði minn«, sagði frúin. »En ég ætla að gefa pér heitt að drekka áður en pú sofnar. Láttu fara vel um pig í legubekknuin á meðan ég skrepp frain að hita pér mjólk« Jói leit til liennar pakklátum augum. Hann naut hvíldarinnar inni í hlýrri stofunni, par sem blessað ljósið logaði svo skært og rak skuggana á flótta. Notaleg værð gagntók hann. Svefninn var á næstu grösum. Pegar frú Ellert kom inn með heitu mjólkina var Jói steinsofnaður. -----■•><*><•---- Enginn rós er án pyrna. Aldrei deyr iðjumaður úr hungri. Ekki má viljugan hest of hart keyra. Töfraskógurinn. Einu sinni var hraustur, ungur maður, sem Hinrik hét. Hann var búinn að missa foreldra sína, og nú ætlaði hann að yfirgefa föðurlandið sitt og ferðast til útlanda og sjá sig u.m, Skömmu síðar bar liann að landi, þar sem hann hugði að gott mundi vera að eiga heiina. En pað var nú víst af pví, að hann hafði komið sér niður hjá fiski- mannsfjölskyldu, en hjónin áttu dóttur, sem var svo fríð og yndisleg, að hann varð óðara ástfanginn af henni. Einu sinni heyrði hann, að fiskimaður ætti erindi til höfuðborgarinnar, og pað var langleiðisför, pví að hann sagði að hann yrði að krækja fyrir afarvíðáttu- mikinn skóg, sem væri pár í grendinni. »Yæri ekki stórum hægra að fara beina leið í gegnum skóginn?« spurði Hinrik. Fiskimaður leit forviða á liinn unga mann. »Jú, auðvitað tæki pað af manni ekki svo lítinn krók, ekki minna en helming leiðarinnar; en inn í skóginn vogar enginn að fara, hvorki menn né skepnur«. »Hvers vegna ekki það?« spurði Ilin- rik. ^Pað er vegna pess, að petta er seið- skógur. Hann hefir alt af verið pað, síð- an ungi konungurinn okkar og hún litla dóttir hans hurfu inn í hann«. »Hurfu pau? Voru þau seidd?« spurði Hinrik forviða. »Já, já«, sagði fiskimaður, »höfuðborg- in liggur fyrir hinuin enda skógarins og hallargarðarnir liggja fast upp að skóg- inurn. Konungur gekk á hverjum degi spölkorn með dóttir sinni inn í skóginn, en hún var ekki nema tveggja ára. En einu sinni bar svo við, að konungur kom ekki aftur né litla dóttirin hans;

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.