Ljósberinn


Ljósberinn - 02.11.1929, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 02.11.1929, Blaðsíða 5
LJÖ SBERINN 833 sem mest heldur ineð honum. Pað er gaman að vita, hvað honum verður við, þegar hann heyrir, hvernig dyggðablóðið hans hagar sér«. »Eigum við að vera að því?« sagði Axel dræmt. »Penninn finnst kannske«. »Annaðhvort fer ég strax í dag eða ég fer alls ekki«, sagði Sveinn ákveð- inn. »Til hvers væri að draga það? A ég að bíða eftir því að strákurinn selji pennnann eða feli hann svo að ég sjái hann aldrei framar? Heldurðu að þú vildir láta Græna Jóa stela pennanum þínum?« »Nei«, sagði Axel. »Ekki vildi ég það. En kennarinn trúir okkur ekki. Hann trúir Jóa betur«. »Eg held að þú ættir að láta hann vita, hvernig Jói er, segðu honum eitthvað af því, sem þú hefir sagt mér«,' sagði Sveinn og var fljótmæltur. »Segðu honuin þeg- ar hann barði þig til óbóta, og þegar hann hrifsaði af þér skólatöskuna til þess að stela bók úr henni, og þegar liann hratt þér í tjörninn, og þegar hann skar gat á yfirhöfnina þína — og — og — «, »En við getum ekkert sannað«, sagði Axel. »Sannað!« greip Sveinn frarn í. »Við jiurfum ekkert að sanna. Við kærum, og kennarinn er skyldugur til að rannsaka málið, ég læt það lika vera, þó að sannleikurinn komi í ljós. Pú manst að segja það, sem þú veizt um strák- inn«. Drengirnir gengu heim til kennarans. Ilann sat við skrifborðið í stofu sinni, þegar þeir gengu inn og heilsuðu hon- um hæversklega. Hann bauð þeim sæti og spurði, livað þeim væri á höndum. Iíann horfði á þá til skiftis og var augnaráð hans alvarlegt. Drengjunum varð svarafátt og liann sagði aftur: »Hvað er það, drengir?« »Ég heli misst pennann minn«, sagði Sveinn þá freraur loðmæltur. »Iionum hefir verið stolið úr vasa mínum í skól- anum«. Kennarinn leit á þá hvasst. »Ertu viss um það?« spurði hann. »Hárviss«, svaraði Sveinn öllu örugg- ari. »Og ég gæti víst meira að segja bent á sökudólginn«. »Hvern þá?« spurði kennarinn og horfði fast á Svein. »I’að er hann gr — Jói«, svaraði Sveirin hiklaust. Svo varð þögn. Kennarinn kveykti í pípunni sinni, Sveinn liorfði á hann hróðugur í hragði, en Axel setti dreyr- rauðan. »Ég á bágt rneð að trúa því«, sagði kennarinn loksins. »Jóhann kemur of vel fram til þess að hafa þesskonar í frammi. Ætli þú hafir ekki týnt penn- anura sjáifur, lagsmaður«. »Nei«, svaraði Sveinn ákveðinn. »Jói er nú ekki annað eins dyggðablóð og kenn- arinn heldur«, bætti hann við. »Hann Axel hérna gæti borið um það. Axel þekkir drenginn«. Sveinn leit til Axels, sem stóð við hliðina á honum og bar höfuðið ekki hátt. »Jæja, Axel«, sagði kennarinn og sneri sér til Axels. »Hvað segirðu þá?» Axel svaraði engu. »Annars kann ég ákaflega illa við að skólabræður segi óhróðurssögur hver um annan«, sagði kennarinn, »og það héfir aldrei viðgengist hér. En ég hlýt að spyrja þig: Heflr pú reynt óráóyendni af Jóhanni?« Alger þögn. »Já eða nei«, sagði kennarinu og horfði á Axel, sem kiknaði undan augna- ráði hans. »E k-k-i beint ]i-a-ð«, svaraði hann loks stamandi í hálfum hljóðum. »En — ég liefi — lieyrt svo margt

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.