Ljósberinn


Ljósberinn - 09.11.1929, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 09.11.1929, Blaðsíða 6
342 LJÓSBERINN pess að tortryggja og tala illa um fé- laga pinn?« tíveinn steinpagði. »IIvað leggur pú til málanna, Jóhann?« spurði kennarinn. »Ertu reiðubúinn að fyrirgefa peim?« »Ætli peim íinnist að peir puríi á minni fyrirgefningu að halda?« sagði Jói og brosti örlítið, en pað var rauna- legt bros. »I3eir hljóta að kannast við pað, ef peir hugsa sig vel um«, sagði kennar- inn. »Sá sem hefir félaga sinn fyrir rangri sök parf vissulega á fyrirgefningu hans að halda. Eg vona að pið áttið ykkur, drengir, og látið hið góða bera sigur úr býtum, og bindið enda á petta leiðinlega stríð með pví að biðja Jóhann fyrir- gefningar«. Augnablikin liðu í djúpri pögn. Axel heyrði tifið í úrinu í vasa sínum og Sveinn heyrði lijartað slá í barmi sér, en Jói barðist við tárin, sem gægðust frarn í augu hans. »Jæja, drengir«, sagði kennarinn, »ég treysti pví, að drenglyndið sigri«. Pá gekk Sveinn feti framar, rétti Jóa hendina og sagði undur lágt: »Fyrir- gefðu mér. Eg hefði ekki átt að segja pað«. Jói tók pétt utan um framrétta hendina og augun lians sögðu! »Ég fyrirgef pér af hjarta!« Axel snart hönd Jóa með íingurgóm- unum og tautaði eitthvað svo lágt, að Jói heyrðí pað ekki. Pá mælti kennarinn hægt og hátíðlega: »Drengir! Innsiglum stundina ineð pví að biðja allir saman: »Faðir vor, pú, sem ert á himnum —----------- Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Pað voru tár í auguin Sveins, pegar peir gengu út, »Pað ei' satt, sem kennarinn sagði«, hvíslaði Sveinn að Axel. »Við finmnn pað góða, ef við leitum að pví. — Eig- um við ekki að hætta að kalla hann græna Jóa«. En Axel tók ekki undir. Hann stakk höndunum í vasa sína og fór að blístra danslag, sem hann var nýbúin að læra. »Ertu ekki sammála?« spurði Sveinn. Axel yppti öxlum. »Jæja, vertu pá sæll«, sagði Sveinu og tók til fótanna og hljóp heim til sín. Frh. ----—«> <•----- Móðir við barn. Ég horfi, blessað barnið mitt, í bláu augun pín, par sé ég bæöi líf og Ijós, par lifir sálin mín. Pú brosir! — En pað unaðsdjúp! Mér opnast heimur nýr. lig inn í heiðan himinn sé, par helgur Drottinn býr! ■ En augna pinna undradjúp veit enginn nema ég; pau birtast mér sem blessað ljós, svo björt og guðdómleg. Við koinu pína, blessað barn, hve bjart varð allt og ldýtt! ég fann að allt mitt innra líf var orðið breytt og nýtt. Ég vængi fékk hjá sælti og sorg og sveif í himininn; par sjálfan Drottinn sál mín baö að signa veginn pinn.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.