Ljósberinn


Ljósberinn - 01.05.1937, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.05.1937, Blaðsíða 13
LJÓSBEBINN Hogg komst klaklaust til baka og stað- festi frásögn Tomma. Það vantaði bara bátinn. Nú vildi Clark líka fara niður að fljótinu, en varla var hann kominn út úr holunni, þegar Sun Lee og tveir menn með kyndla komu inn úr gagn- stæðri átt. Þeir söknuðu undir eins drengsins. »Einn drengur ekki hér. Hvert far- ið. Fljótt?- spurði Sun Lee bálvondur. Þarna stóðu nú drengirnir og vissu ekki hverju þeir áttu að svara, en í sama bili bólaði á Clark sjálfum upp úr göngunum. Sun Lee greip í öxl hans og hristi hann og öskraði: »Hvaðan koma?« »Ég þurfti bara að lireyfa fæturna ofurlítið«, svaraði Clark, og lét sér livergi bregða. Sun Lee starði heiftarlega á hann, svo liristi hann ógnandi höfuðið og mælti: »Ekki meira hreyfa fætur, vera ró- legur hér eða . . . . « Bar hann síðan liöndina með einkennilegri hreyíingu upp að liálsinum, og yfirgaf þá síðan ásamt blysberunum. »Það veit trúa mín, Clark«, sagði Talhott kátur, »þarna stóðstu þig vel*. »Þegar ég lieyrði elskulegu röddina lians Sun Lees, áleit ég ráðlegra að snúa undir eins við«, sagði Clark. »Það var hið eina, sem þú gazt gert«, sagði Dixon, »en ég vildi óska, að ekki hefði komist upp uni þig.« Nokkrum mínútum síðar kom dverg- urinn með hlys og langan liníf. Hann var enn viðbjóðslegri en nokkru sinni áður. Örið á enninu hafði rifnað upp og blóðið rann niður kinnar hans. »Hvers vegna gekk drengur burt? Nú mig Fong Slia lialda vörð. Fara aftur, undir eins höfuðið af.« »Allt í lagi«, sagði Clark, »við vit- um þá á hverju við eigum von*. Fong Sha yfirgaf þá nú, en dreng- irnir heyrðu í honum snöktið og væl- ið fyrir utan í ganginum, þar sem hann átti að halda vörð framvegis. Enginn þeirra talaði orð. Vonlaus örvænting hafði gripið þá alla. Nú var enginn möguleiki til undankomu. 22. kapítuli. Uppástunga Fong Shas. Dagarnir liðu í drepandi tilbreyting- arleysi að morgni hins tíunda dags. Þegar Fong Sha færði þeim morg- unverðinn þann dag, skalf allur hinn vanskapaði skrokkur hans af geðs- hræringu. Hið ógeðslega ör hafði aft- ur rifnað upp, og andlit lians har menjar nýrrar þrælameðferðar. Allt í einu sagði hann hásum rómu »Enskir drengir ekki glaðir hér«. »Það er siður en svo«, sagði Talbott, »bara að við gætum komist burtu*. Fong Sba hleraði nokkrar sekúndur, svo hvíslaði liann aftur: »Fong Sha líka hlaupa burtu.« »Hvers vegna vilt þú hlaupa burtu?« spurði Dixon. »Nr. eitt kapteinn mikið vondur maður, herja Fong Sha þrælslega«, og dvergurinn sýndi þeim alblóðugt ennið. »Kapteinninn hefir lamið liann aft- ur«, sagði Hogg. »Skyldi það vera meining hans, að við eigum að flýja allir með honum?* skaut Tommi inn í. Fong Sha brosti og sagði: »Fong Sha brátt lilaupa burtu. Enskir drengir lilaupa með«. »Þetta er atliyglisvert,« sagði Talhott. • Skyldi dvergnum vera alvara eða er hann að lokka okkur í gildru?« »Ég held, að honurn sé fyllsta alvara«, sagði Tommi. Fong Sha hleraði aftur, 137

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.