Ljósberinn


Ljósberinn - 01.05.1937, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.05.1937, Blaðsíða 14
LJ6SBERINN svo hvíslaði hann: »Fong Sha og ensk- ir drengir hlaupa burt sainan.« »Húrra,« hrópaði Talbott. »Kyrrir«, skipaði Dixon, »það er ein- hver fyrir framan.* Fong Sha var bersýnilega á sömu skoðun. Með eldsnöggu viðbragði greip hann körfu sína og vafraði af stað, en mannamál úti fyrir staðíesti grun Dixons. Uppástunga Fong Shas halði endur- vakið von drengjanna. Það var augljóst mál, að dvergurinn bjó yfir því að komast burtu frá böðlum sínum. »En hvers vegna vildi hann hafa þá með sér?« »Hann býst við endurgjaldi«, sagði Dixon, »en hvert ætlar liann að flýja ?« Framh. Ein í vitanum. Það var um haust á laugardagskveldi, að sunnanveður skall á og varð brátt að afspyrnuroki. Það gerði foráttubrim og varð því ekki svefnsamt þeim, sem áttu heima við sjó lramini. Ég átti heima á hóli einum skammt frá ströndinni. Ég lá vakandi og hlust- aði á stormgnýinn og brimniðinn og boðaföllin við ströndina og var að hugsa til þeirra, sem voru á sjó úti. Þetta ofsaveður stóð dögum saman; en er því létti af, heyrðum við sagt frá merkilegu atviki. í þessu fárviðri hafði fimmtán ára gömul stúlka, María að nafni, verið ein síns liðs í þrjá sólarliringa í vitan- um; og allan þann tíma liafði hún haldið vitaljósinu glaðlifandi, svo að það gat ljómað út yfir ólgandi hafið og vísað veðurbörðum og særoknum skipum til hafnar og bjargað þeim frá að brotna í spón. Vitavörðurinn, faðir stúlkunnar, hafði 138 á þessu sama laugardagskveldi farið í kaupstað með konu sinni, móður stúlk- unnar, til varningskaupa. En á meðan skall óveðrið á, og var þá engin leið að komast út í vitann fyrir brimgang- inum. Það var nú ekki nóg með það, að dóttir vitavarðarins væri alein í vitan- um, heldur mátti svo heita, að hún væri matarlaus; hún hafði ekki annað sér til viðurværis en eitt rúgbrauð og eina litla köku. En vitaverðinum var það til mikill- ar liuggunar, að vitalömpunum var haldið í fullri reglu og lampaglösun- um haldið hreinum; vitinn lýsti jafn- skært og venjulega, og var tendraður á réttum tíma. Til þess að geta þetta, hafði María orðið að klifra upp eftir járnstiga ut- an á múrnum og opna þar stóra járn- hurð. Og það var ekki allt og sumt, heldur varð hún að vaka alla nóttina, því að hún þurfti að líta eftir lömp- unurn fjórðu hverja klukkustund. Þarna varð hún að sjá um sig alein í þrjá sólarhringa. Enginn var við liöndina að hjálpa henni eða leysa hana af verði; en allan þennan tíma sendi vitinn glampa sína út frá sér, farmönnum til bjargar. A þriðja deg- inum var björgunarskúta send út í vitann með vitavörðinn. Þegar hann kom inn í vitann, hitti hann þar dótt- ur sína í fastasvefni, og allur vista- forðinn hennar var búinn. Unga stúlkan hafði barist góðri bar- áttu. Foreldra sína gladdi hún með því að halda vitanum vakandi, og það gátu þau ekki fullþakkað henni, og hún hafði bjargað stórum og dýrum skipum frá því að farast við strönd- ina hættusömu, hún, hin einmana stúlka, hafði bjargað þeim. Hér var ekki undir afli komið eða

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.