Ljósberinn - 01.05.1937, Blaðsíða 4
LJÓSBERINN
Hver er vinurinn?
Sá fyrsti, sem kemur til vor, þegar
heimurinn snýr við oss bakinu. Við-
skiftabanki, sem endalaust kaupir af
okkur víxla og borgar þá með trausti,
samúð, leiðbeiningum, ást og ómetan-
legri aðstoð. Sá, sem elskar báða, þig
og sannleikann, og segir þér sannleik-
ann, og gerir banu dásamlegan með
hinum fögru og mjúku litum friðar-
bogans, svo að þú elskar bann. Sá,
sem þú getur trúað fyrir öllu, engu
gleymir og allt varðveitir. Hlekkurinn
í lífskeðjunni, sem aldrei brestur í
bamóðum bylgjum og báskasjóum.
Tindrandi vonarstjarna í svartnættis-
myrkri lífsins, sá, sem skilur okkur
og lætur okkur vita það, þegar allir
aðrir þegja. Fegursti demanturinn í
gimsteinahring vinanna, sem ljómar
fegurst 1 niðamyrkrum mótlætis og
sorga. Trúfastasti verndarinn á mæðu-
stund. Obrigðult hæli, þegar stormarn-
ir geysa. Friðarströndin, sem býður
þér faðminn, þegar þú hefir liðið skip-
brot. Sá, sem göfgar og eykur gleði
þína og tekur á sínar berðar byrðar
sorga þinna og synda. Sá, sem er ein-
ber einlægni, hreinskilni og trúfesti,
og svik voru ekki fundin í hans munni.
Jesús Kristur, frelsari þinn, vill
vera þér slíkur vinur.
V í s a .
Hver grœðir hjartans kvíða?
Hver kœtti menn grœtta?
Hver sótt hindrar liœtta?
Hver snauðan vann dauða?
Jesús huggar, hryggð lógar.
Hann grœddi sorgmœdda.
Hann lífi heilsu gefur.
Hann snauðan vann dauðann.
Ií. P.
Til Jóns Helgasonar,
ritstjóra Ljósberans.
Ég lít yfir Ljósberans þœtti
og Ljósberans athuga múl,
og les út úr línu og drœtti,
um listrœna, barnelska sál.
Ég les þar um lífsglaða drenginn,
sem lærði við meistarans hönd
að stilla og hreyfa þann strenginn,
er staðfestir alvörubönd.
Ég les þar um œskunnar yndi,
og ungdómsins brennandi þrár,
um óskir, sem leika í lyndi
og leitandans vonbrigði sár.
Ég lcs þar um brosandi borgir,
sem byggjast og hrynja í senn,
um gœfu og geigvœnar sorgir,
er gagnkvœmt fá uppalið menn.
En allt það, sem les ég og lœri,
er Ljósberans athuga mál,
jbað gegnlýsir guðsneistinn skœri,
frá göfugri öldungsins sál.
lh)í syndugum Samverji er hann,
])á sér þeirra reikula gang
og j'relsarans bróðurhug ber hann,
þá börnin sér tekur í Jáng.
Hann leiðbeinir œskunnar anda,
hann umlíðan vekur og sátt.
Hann leysir úr vegferðarvanda,
og vitnar um kristindómsmátt.
Hann frœðir um kœrlcikans keðjur,
er kvíslast frá manni til manns,
og því flyt ég þúsunda kveðjur
og jfakkir og óskir til hans.
Um páskana 1937,
María Rögnvaldsdóttir.
Mér er ekki um það gefið að flytja lof um
sjálfan mig, því að allt starf mitt er á annan veg
en ég vildi. En kvæði þetta, sem hér birtist, og
er stílað til mín, er svo þrungið af vináttu og
skilningi á liðnum æfidegi mínum, að ég læt Ljós-
berann flytja það, með því að það berst inér í
hendur nálægt merkilegum tímamótum í æfi
minni, sextugsafmælinu.
128