Ljósberinn


Ljósberinn - 01.05.1937, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.05.1937, Blaðsíða 15
IJÖSBERINN þekkingu á eðli ljóssins og öldum ljóssins í loftinu, heldur undir trú- mennsku og þrautgæði. Eins er því varið um okkur hina kristnu, að því er snertir það verk- efni okkar að bera ljós Guðs og frels- arans út til heiðingjanna. Yið eigum að lýsa þeim með orði Guðs, svo að þeir geti fundið Guð. Hér er ekki undir auði komið, frægð eða hyggindum, heldur trúmennsku okkar og þrautgæði. Það verður að tendra lampa Guðs. Börnin geta jafn- vel tekið sinn þátt í að halda kveikn- um og glasinu hreinu, svo að ljósið á lampanum geti borið skæra birtu. (Þýtt). Flaskan var tolún biirt. Embættismaður nokkur komst að því, að gamall skólabróðir hans hafði villst og var orðinn mikill ofdrykkju- maður. Hann vildi hjálpa honuin upp úr því eymdarástandi, sem hann var kominn í, og koma honum fyrir á drykkj umannahæli. Arangurinn varð sá, að maðurinn hætti að drekka og varð mesti reglumaður. Foreldrar mannsins og aðrir vinir lxans voru honum mjög þakklátir fyrir þetta. Nú bar svo til nokkru seinna, að embættismaður kom í bæ þann, sem foreldrar mannsins bjuggu í. Þau vildu sýna honum vott þakklátssemi sinnar og buðu honum til kveldverðar, og þáði hann það. Það vakti athygli hans, er að borð- inu var sezt um kveldið, að vínflaska stóð á miðju borði og glös umhverfis hana. Hann tók þá vínflöskuna og setti hana út í horn. Þetta þótti hús- ráðandanum næsta kynlegt. En þá mælti hann: »Við hljótum öll að vera sammála um það, að versti óvinur sonar ykkar sitji ekki til borðs með okkur.« Bæn fyrir starfinu. Ó, kœri faðir, kenn þú oss, sem köllum þig vort eina hnoss og án þín bíðum eilíft tjón, að elska þetta gamla frón. Ó, kenn þú oss að sjá þess sár og sjá þín eigin föðurtár, og finna með þér lielga hryggð, er horfum vér á landsins byggð. Vér sjáum lýðsins syndaneyð, vér sjáum opna dauðans leið. Vér sjáum btindni, sorg og fár, vér sjáum þannig liðin ár. En sýn oss einnig sigurverk og send oss kœrteiksöýl þín sterk, að flytja lýðnum friðarboð og fœra þreyttum sálum stoð. Lát boða krossins blessað mál um benjar hans, er lœknar sál, um Drottins Jesú dreyralind, er dauða lífgar, eyðir synd. Legg prestum þínum aft í orð, að endurlifni þjóð á storð, og blessa sérhvert barn þitt smátt og bera lát það orðsins mátt. Ó, lát oss verða Ijós og salt, er lýsi og vermi þjóðlíf allt. Oss vinna lát þú verkin þín, unz vegsemd þín af starfi skín. En þér sé Drottinn þökk og dýrð af þinni kirkju sífellt skýrð, í bœn og söng, í dyggð og dáð, í dýpstu fylgsnum hjartans skráð. M. R. 139

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.