Ljósberinn - 15.01.1938, Page 20

Ljósberinn - 15.01.1938, Page 20
I, J ó S B E II I N N „Ég ætíaði ekkert að tala um það. En ef ég verð að gera það, þá get ég svo sem sagt það, að það er helmingurinn hans Nathans frænda, sem ég hefi borð- að af matnum. En ég vil ekki boi’ða þinn helmingi Ég er viss um, að ég myndi kafna, ef ég gerði það“. Lúkretía starði á hana alveg forviða, en sagði ekkert. „Borðaðu nú það, sem þú átt eftir af matnum þínum, Eleanor", sagði frændi hennar ofur rólega og Silky hlýddi, en fyrstu munnbitárnir virtust þó ætla að standa í henni og hún var með angist- arlegar klígjugrettur. Þegar hún var búin af diskinum, var látið á hann ósköp girnilegt sírópsmauk. Því reyndi Silky líka að skifta í tvennt, eins og fyrri réttinum, en hvernig sem hún reyndi að láta sér aðeins nægja hlut frænda síns, þrjózkaðist hlutur frænku hennar við og seiglaðist með. t Þegar hún loks sannfærðist um það, að ómögulegt var að skifta sírópinu, og af því að hún hafði aldrei á æfinni bragð- að neitt jafn dásamlegt, var ekki um annað að gera en að kingja stærilætinu með gómsætu sælgætinu. Lúkretía hafði í laumi veitt athygli þessari árangurslausu viðleitni barns- ins. Og þegar hún sá nú niðurstöðuna, gat hún ekki á sér setið að hreyta úr sér: ,,Ég sé, að minn helmingur gengur svo sem í þig líka“. ,,Ég gat ekki skift sírópinu“, svaraði litla stúlkan hálf vandræðalega. Nathan frænda langaði til að skelli- hlæp.ja, og hann hefði gert það, ef hann hefði þorað. En hann taldi hyggilegast að gera það ekki. Loks var lokið kvöldverðinum, og nú átti að fara að þvo upp. Silky bauðst mjög fúslega til að þurrka diskana. 20 „Maren Brown segir, að ég geri það svo myndarlega“, sagði hún hróðug. „Það getur verið, -— en ég kæri míg nú ekki úm, að allir bollarnir mínir og diskarnir verði skörðóttir", sagði Lú- kretía með þjósti og þreif þurrkuna af Silky. Eftir þessa gusu skreið litla stúlkan inn í sína eigin skel og mælti ekki orð frá munni, þangað til kominn var hátta- tími. Hugurinn var þó ekki aðgerðalaus. Ótal hugsanir brutust fram í litla koll- inum. Hún sat við eldavélina og virti ýmist fyrir sér síkvika logana eða skuggana á Veggjunum. Hér hafði móðir hennar átt heima •— það hafði Maren Brown sagt henni. Ef til vill hafði hún líka setið þarna við eidstóna, þar sem hún sat sjálf núna, og haft sér það til dægradvalar að horfa á logana og skuggana á veggjunum. Þegar frænkan tilkynnti það að lok- um, að nú væri kominn tími til að fara að hátta, bað Silky þess svo innilega, að mega bjóða Pétri gamla góða nótt, að það var látið eftir henni. Hún fann hann steinsofandi rétt innan við dyrn- ar á viðarskýlinu. En hann virtist vera hinn kátasti yfir því að vera vakinn og geta boðið þessari nýju vinu sinni góða nótt. Silky vafði handleggjunum blíð- lega utan um loðinn hálsinn á honum og hvíslaði í annað eyrað á honum: „Pétur minn, mér finnst þú vera ákaf- lega sætur og góður. Og ég ætla að biðja fyrir þér í kvöldbæninni minni. Þú ert ekki venjulegur hundur — heldur engla- hundur — eða hundur í álögum. Jæja — góða nótt, Pétur minn, góða nótt...“, og síðan kyssti hún Pétur beint á rakt trýnið og fór svo frá honum. Frænka hennar fylgdí henni þegjandi upp stigann og inn í lítið, lágreist, en potalegt herbergi. Þar var stórt rúm,

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.