Ljósberinn - 15.01.1938, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 15.01.1938, Blaðsíða 23
LJÓSBERINN að hann stefndi öllum þeim lieiðingj- um saman, sem ritað höfðu nöfn sín undir áskorunina. Sagði hann þeim þá, að ef hann ætti að taka að sér stjórn skólans, væri sér ljúft að kenna nemendunum kristin lræði. Síðan s]>urði hann þá, hvort þeir vildu, að hann tæki að sér stjórn skóJans. Þá stóð skólastjórinn upp, sem var liá- stéttarmaður, vel lærður, og svaraði, að þótt liann væri ekki kristinn, væri sér næsta kært, að nemendurnir læsu Itiblíuna. Þá stóð upp annar Jiástéttar- maður og dómari og sagði, að dag- Jegur bibJíulestur lielði einkar góð áhrif á liið daglega líf þeirra. Og síð- an sagði hann við alla viðstadda: »Ef þér viljið, að synir yðar verði göfug- ir og ráðvandir menn, skuluð þið láta |iá lesa hiblíuna, Jiví að í helgibókum vor Indverja (Yeda-hókunum) er ekk- ert, sem geti komist í samjöfnuð við siðalærdóm hihlíunnar.« 4. Furðuleg ráðvendni. Hér skal nú segja frá öðrum atburði, sem getur sýnt, hverju eftirbreytni Krists í daglega lífinu getur til veg- ar komið. Hann gerðist fyrir 14 árum austur í borginni Hongkong í Kína. Fisksali einn í borginni seldi einu sinni kventrúhoða dálítið af fiski. Hann gaf henni til baka, eins og geng- ur, en hún taldi peningana og sá, að J>að var of mikið, og l’ékk honum það sem um fram var. Fisksalinn hafði aldrei orðið fyrir slíku happi fyrr, og stórfurðaði á ráðvendni hennar og spurði, hverrar trúar hún væri. En er hún sagði honum það, vildi hann vita meira um Jiá trú; og gafst henni |>á færi á að vitna fyrir honum um trú sína. En heiðni fisksalinn drakk það allt í sig, og svo fór að lokum, að hann tók kristna trú og lét skírast. Þegar fram liðu stundir og hann hafði fengið kristilega uppfræðslu, var liann vígður til prests. Og er Jiessi saga er rituð, Jijónar hann 13 söfnuð- um. Hann er allt af á ferð í sóknum sínum og tekur til altaris á hverjum sunnudegi í einhverri kirkjunni; geta Jiví söfnuðir hans farið til altaris fjór- um sinnum á ári í hverri kirkju. 23

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.