Ljósberinn - 15.01.1938, Síða 28

Ljósberinn - 15.01.1938, Síða 28
LJ6SBEEIN N með systur sinni. Þetta varð orsök þess, að þær fóru lengra frá heimili sínu en ætlað var, og að síðustu villt- ust ]>ær á vegleysum grassléttunnar. Dag nokkurn, þegar jane var í fylgd með föður sínum, hafði hún uppgötv- að stað, þar sem uxu fögur blóm og hetra lyng en á hæðinni, sem mamma þeirra sendi þær til. Þangað ætlaði hún nú með litlu systur sinni. Hún gleymdi alveg, að mamma hennar hafði ckki leyí't henni að lara svo langt að heiman. Og nú galt liún óhlýðni sinnar grimmilega. Þegar þær komu þangað sem hlóm- in og lyngið óx, tíndu þær stóran vönd af fögrum blómum og stærðar- knippi af lyngi, sem móður þeirra inyndi endast til matar langan tíma. Þegar þessu var lokið, var liðið að hádegi, og þær tók að svengja; lögðu þær þá af stað heimíeiðis. Skjótt komst Jane að raun um, að Jiær voru ekki á réttri leið, því að umhverfið varð henni æ ókunnara. Þess vegna .sneri hún við og hélt í gagnstæða átt. En samt sem áður fann Jiún eigi hina réttu leið heim. Hún fór upp á hvern hól í nágrenninu, ef verða mætti, að hún gæti áttað sig og eygt þorpið eða hið litla liús foreldra sinna. Hún vissi nú eigi, hvert Iialda skyldi, og litlu systurnar komust að raun um, að þær fóru villar vegar á hinni miklu grasauðn. Nú iðraði þær óhlýðninnar, en of seint. Þegar systrunum tók að dveljast, gerðist móðir þeirra áhyggju- full um afdrif harnanna, og þegar fað- ir þeirra kom heim til miðdegisverð- ar og hafði eigi séð til dætra sinna, urðu áhyggjur þeirra óbærilegar, og lögðu þau því af stað, að leita telpn- anna sinna. Þegar þau fundu þær ekki í grendinni, óx kvíði þeirra mjög. 28 Fregnin um hvarf barnanna barst fljótt til eyrna nágrannanna, og Iivað- anæfa kom fólk í hópum til að hug- hreysta foreldrana og leita barna þeirra. Nú var leitað gaumgæfilega umhverf- is í margra mílna fjarlægð. Þessu fór fram til sólarlags, og sumir leituðu jafnvel til miðnættis. En allt kom fyr- ir ekki. Morguninn eftir - Jiað var á laugar- degi — var Jeit háfin að nýju, en ár- angurslaust. Boð voru send til næstu héraða, og hvaðanæía komu sveitir manna til High-Hill, til að leggja lið við leit barnanna. En öll leit koin í'yr- ir ekki. A sunnudaginn íór þrjátíu manna l'lokkur ríðandi um grassléttuna og leitaði hvarvetna. En einnig þetta bar engan árangur. Engin merki barnanna fundust. Síðla mánudags hættu allir leit sinni og hver liélt til síns heima. Allir höfðu misst von um, að telpurnar fyndust lífs. Hryggð foreldranna hvíldi þó Jmngt á öllum og samúð þeirra var rík. Aðfaranótt sunnudagsins rigndi feikn- arlega, og á sunnudagskveldið tók að kólna mjög. Enginn gat vænst þess, að börnin gætu verið lífs undir beru lofti, klæðlítil, án skýlis og auk þess matarlaus. Slíkt væri kraftaverk. Á mánudagskveld liöfðu tveir menn sem leituðu í aðra átt en liinir, fund- ið spor 'eftir barnsfætur við rætur hæðar einnar. En vegna þess, að þeir óttuðust, að Jieir misstu sporanna, ef Jieir yfirgælu jiau, héldu þeir kyrru fyrir um nóttina. Á J*riðjudagsmorgni hélt annar í skyndi til High-IiiII, til að hughreysta foreldrana og sækja hjálparsveit til frekari leitar. En hinn var kyrr og rannsakaði grundina í all-

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.